Fjarnám þar sem farsíminn er aðal tækið

Loksins næði til að fá nánari skýringar á verkefninu sem á að skila næst
Tæknistutt nám

og nemendur nota hann ….

til að hringja í kennarann

… meira að segja á kvöldin

Undanfarna tvo daga hef ég verið í Kautokeino með ráðstefnu um tæknistutt nám og áhrif þess á þróun dreifbýlis. Ráðstefnan var við samiska háskólann í Finnmörku þar er sérstakt nám í gangi fyrir hreindýrabændur og er það lagað að þörfum nemendanna.

Talandi um að laga sig að þörfum væntanlegra þátttakenda…

Námið byggir á djupri þekkingu á lífi og störfum hreindýrabænda og snýst um að styrkja þekkingu þeirra. Þeir hafa þegar aflað sér mikillar þekkingar sem gengur mann fram af manni, en markmið háskólanámsins er að dýpka þekkingu þeirra með vísindalegri og fræðilegri þekkingu, þannig að þeir standi betur að vigi í heimi sem breytist hratt og mikið.

Hlýnun jarðar á eftir að hafa mikil áhrif á lífsviðurværi þeirra…

Námið gengur vel og liggur það að mestu leiti í því að það höfðar til nemendanna, þeir sjá sér hag í því að styrkja fræðilega þekkingu sína á sviði sem þeir eru þegar meistarar í!

OG námið er ákaflega sveigjanlegt hvað tíma, ástundun, skilafresti, námsstað snertir. Við vorum t.d. úti að borða með aðal kennara námsins, þegar síminn hringir og einn nemandinn er ný kominn „af fjöllum“ og þarf að komast inn í skólann. Þá er bara hringt út og húsvörður fenginn til að opna skólann. Ástæðan fyrir þessum sveigjanleika er ekki síst að tími hefur aðra merkingu í samískri menningu en borgarmenningu norðmanna.

Þegar maður skipuleggur nám er það jú hluti af hönnunarvinnunni, og markaðsvinnunni að átta sig á því hvaða þættir það eru í skipulagi námsins sem skipta markhópinn máli. Hvernig þættir eins og námsefni, verkefni, stuðningur kennara, tímafrestir, próf o.sfrv. spila í „öllum pakkanum“ og hvar það er sem „virðisaukinn“ liggur. Hér erum við að tala um markhópamiðun … eða hvað 😉

Smelltu hér til að sjá dagskrá ráðstefnunnar með slóðum í upptökur af fyrirlestrunum.

Sent frá flugvellinum í Alta. (fleirri myndir frá ráðstefnunni)

Skildu eftir svar