Sigur í samkeppni, blogg 2

Hér er annað bloggið um bókina Sigur í samkeppni.
Kafli 5 fjallar um markaðshlutun.  Ég tel að gagnlegt væri að skoða skipulega markaðshlutun náms á Íslandi og skipuleggja nám með mismunandi hætti fyrir mismunandi hópa.  Í kaflanum er ferlinu skipt upp í þrjú skref.  Fyrst er markaðshlutunin.  Þær mætti skoða hópa eftir búsetu aldri, kyni, atvinnu og menntun svo eitthvað sé nefnt.  Vandamálið þarna er þó að það er ein meginregla opinbers reksturs að allir fái sömu meðferð í kerfinu.  Finna þarf leið til að mæta mismunandi þörfum án þess að það leiði til mismununar.  Getur verið erfitt að ekki óyfirstíganlegt tel ég.   Annað skref er markaðsmiðun og í markaðsfræðinni er miðað við að horfa á þá hópa sem hagkvæmast væri að bjóða sérstaka vöru.  Þar sem menntun er ekki gróðadrifin atvinnugrein mætti setja jafnrétti til náms  í  stað hámarksgróða.  Þriðja skrefið er staðfærsla (e.: positioning).  Það getur til dæmis verið  mismunandi þættir sem gera nám aðlaðandi í hugum karla annars vegar og kvenna hins vegar.  Ef til vill höfum við um of horft til kvenna á kostnað karla við skipulagningu náms.

Skildu eftir svar