Instagram

Instagram-Logo

Instagram er myndavefur eða myndasamfélag og snýst um það að taka myndir sem fylgendur þínir svo sjá. Myndin segir oft meira en mörg orð ! Á Instagram er það eins og á Twitter notendur velja að fylgjast með fólki, fyrirtækjum, miðlum og öðru slíku. Þú getur fylgt (e. following) eða einhverjir fylgja þér (e. followers). Notandinn þarft ekki að fylgja þeim sem fylgja þér og öfugt.

Þegar þú opnar Instagram í símanum þín þá sérðu strax myndir hjá fólki sem þú fylgir. Hægt er að skrifa texta við myndirnar til útskýringar og setja tögg (e. Hashtag). Tögg er þetta merki hér # sem er þá sett á undan orðinu sem þú ætlar að setja við myndina. Einning er hægt að setja inn slóð við myndina ef myndin vekur áhuga ertu líklegri til að fara inn á heimasíðuna til að svara forviti þinni eða til að vita meira.

Instagram leikir/ viðburðir eða keppnir hjá fyrirtækjum eru vinsælir og veita oft einhver verðlaun eða umbun fyrir notendur til þess að þeir hafi löngun til að taka þátt. Að fá notendur til að pósta, deila eða ræða myndir á samfélagsmiðlum færir fyrirtækin nær og gefur þeim tækifæri til að vera persónulegri. Að vera ekki bara að senda frá sér efni heldur líka að taka á móti. Þegar að þessu er rétt staðið getur viðburðurinn skapað jákvæða ímynd hjá fyrirtækinu. Mikilvægt er að vera með rétta stemmingu (e. effects) í myndinni, óháð gæðum hennar það setur léttari tón á myndefnið.

Dæmi um fyrirtæki sem hafa nýtt sér Instagram í leikjum/ viðburðum:

Vodafone var með Instagram viðburð í kringum Menningarnótt, þar sem fólk var beðið um að deila upplifun sinni af Menningarnótt á Instagram og merkja myndirnar #Menningarnótt. Myndunum var svo streymt beint á sjónvarpsrás Vodafone ásamt því að vera með flugeldasýninguna og Tónaflóð í beinni útsendingu þetta kvöld. Twitter streymi var líka í gangi þannig að upplýsingaflæðið var mjög mikið. Þetta skilaði mjög góðum árangri, 1800 myndum var deilt ( #Menningarnótt) og 440 tíst merkt.

Ford fyrirtækið var með Instagram herferð „The Fiestagram“ En um 16 þúsund myndum víða um Evrópu voru merktar #Fiestagram notendur voru beðnir um að senda inn myndir í ólíkum þemum sem voru sérstaklega auglýst hverju sinni. Herferðin var í um tvo mánuði og skilaði, 120 þúsund nýjum vinum/ aðdáendum inna á Facebook síðu Ford.  Þá hefur Instagram síða Ford verið tengd við Facebook síðu Ford.

In the field with Instagram,

Mörg fyrirtæki á Íslandi í ferðaþjónustunni þá sérstaklega tengd afþreyingu ásamt örðum fyrirtæjum nota Instagram til að auglýsa / markaðssetja fyrirtækið. Áður en lagt er af stað sem dæmi í jöklaferð láta leiðsögumenn viðskiptavini vita hvaða tögg fyrirtækið notar (#arcticadventures). Viðskiptavinir taka myndir í ferðinni með símum, setja myndina á Instagram, tagga myndina með tagginu #arcticadventures og myndin fer beint á heimasíðu hjá fyrirtækinu. Þannig að fyrirtækið er að nota myndir af Instagram síðunni sinni beint á heimasíðu fyrirtækisins.

Instagram fyrir Business

4 ráð til að Instagrama þinn Business

Hvernig áttu að Instagrama þitt fyrirtæki

 

 

Skildu eftir svar