Allar færslur eftir Auður Leifsdóttir

Facebook og Linkedin sem markaðstæki

Viðtal við Inga Vífil Guðmundsson um Facebook og Linkedin.
Ég var svo heppin að hitta ungan mann sem heitir Ingi Vífill Guðmundsson og starfar við markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Til þess að fræðast um þennan geira markaðssetningarinnar átti ég viðtal við Inga Vífil, og fer viðtalið hér á eftir.
Helstu áhersluatriðin varðandi Facebook sem markaðstæki eru þessi:
– Fb er samtal milli seljanda og kaupanda.
– Fb er óheyrilega öflugt tæki til að ná til margra.
– Fb hefur fengið mikla útbreiðslu bæði hérlendis og erlendis.
– Hægt er að ná miðun (targeting) með því að stilla inn á hópa eða landshluta.
– Fb er einfalt í uppsetningu og notkun; góðar leiðbeiningar sem leiða mann áfram við uppsetninguna og svo er líka auðvelt að finna frekari leiðbeiningar á netinu.... Meira...

MLM multi-level marketing.

Þegar að ég fór að leita og lesa aðeins um markaðsmiðlun á netinu, birtist hugtakið „Multi-level marketing“ fljótlega. Greinin sem ég las heitir „Multi-level marketing, familiens sorte får?“. Multi level marketing felst í því að einn söluaðili fær annan söluaðila til að markaðssetja og selja vöru fyrir sig gegn prósentum og þannig koll af kolli. Oftast er þessi aðferð tengd við pýramída fyrirtæki og hefur almennt ekki verið álitin vönduð markaðssetning, samkvæmt því sem segir í greininni. Höfundur greinarinnar hefur rætt við Thomas Riis sem er lektor við lagadeild Copenhagen Business School, um hvers vegna þessi aðferð þyki vafasöm á Norðurlöndum á meðan að í Bandaríkjunum og í Bretlandi sé multi-level marketing viðurkennd aðferð sem að á verulega markaðshlutdeild.
Thomas Riis segir að ástæðan sé menningarmunur og að Bandaríkjamönnum hafi tekist að festa í sessi hugmyndina um verktakavinnu í markaðssetningu, þannig að það er ein af óteljandi möguleikum í markaðssetningu sem hafi sína kosti og galla eins og aðrar aðferðir. Hann minnir líka á að fyrir 30 árum hafi það verið póstverslun sem var svarti sauðurinn í verslunarháttum, en í dag er þekkja allir þá söluaðferð. Öfugt við Bandaríkjamenn eru Danir ekki ginkeyptir fyrir nýjungum, og alls ekki í sölumennsku, og því taki markaðssetning yfirleitt lengri tíma þar. Hins vegar er þessi aðferð greinilega mjög útbreidd í Danmörku, því ef MLM er flett upp í google, birtast 27.500 hlekkir, þrátt fyrir að vera mjög umdeild og fyrirtæki sem markaðssetja sína vöru með þessum hætti, þykja ekki traustvekjandi.
Thomas Riis telur þó að það sé enginn vafi á því, að Multi-level marketing sé komið til að vera, og svar ábyrgra fyrirtækja sem selja sína vöru með þessum hætti, hafi verið að stofna samtök sem heita „Direkte Salgs Forening“, sem hafa það markmið að „hreinsa til“ í fyrirtækjum sem stunda fjárplógsstarsfemi og óheiðarleg viðskipti þar sem frumskógarlögmál gilda. En almennt beri að hafa í huga að allt það sem virðist vera of gott til að vera satt, sé yfirleitt of gott til að vera satt.
Einhvern veginn þótti mér þessi grein eiga erindi við okkur í þessu námsskeiði nú þegar að við erum að útbúa verkfærakistu fyrir aðferðir í markaðsfærslu. Og ég sagði ekki eitt orð um bankastarfsemi!
http://www.ivaerksaetteren.dk/flx/artikler/8/multi-level-marketing-familiens-sorte-faar-351/
http://www.business.dk/evb-archive/meget-smaa-fortjenester-til-mlm-forhandlere... Meira...

Á ég að fara að selja mig?

Undanfarna daga hef ég verið á bólakafi í að setja mig almennilega og enn frekar inn í hugtakið „markaðssetning“. Án þess að hafa vitað af því, hef ég oft gert markaðsáætlanir og langbest hefði verið fyrir mig að nema þessi fræði fyrir 20 árum, þegar að ég stofnaði og rak „Dönskuskólann“ í ein 7 ár. Af þessum sökum er spurningin um það hvort að ég ætli að fara að markaðssetja sjálfa mig 56 ára, afar áleitin, og ef ekki sjálfa mig, þá hvað?
Í fyrirlestri sínum, ég held í fyrstu staðlotunni, sagði Magnús að allt væri á markaði. Mikið rétt. Það sem ég get markaðssett er það sem er inni í kollinum á mér; þekkingu, reynslu, innsæi, og hæfileika til að eiga góð samskipti við annað fólk. Og eitt enn, og það er það sem mestu máli skiptir, nefnilega sjálfstraust. Á árunum þegar að ég rak „Dönskuskólann“ vissi ég nákvæmlega hvernig ég ætlaði að sníða námsskeiðin faglega, ég vissi líka hvaða hópa ég ætlaði að krækja í og hvernig ég ætlaði að gera það. Það gekk mjög vel, en það sem var mér erfitt var, að ég átti enga samstarfsaðila. Ég reyndi oft að fá aðra með mér, en ég upplifði að enginn kennari væri tilbúinn til að yfirgefa öryggið sem fylgdi því að fá launin sín vandræðalaust um hver mánaðarmót. Skiljanlega. Á móti kom að nemendurnir voru allir dásamlegir og samskiptin við fullorðna fólkið sem kom til að æfa sig í tala dönsku og læra meira um danska menningu varð í sumum tilfellum að áralangri vináttu. Og nú stend ég í þeim sporum, að velta því fyrir mér hvernig að ég eigi að nýta mér þessa menntun sem allra best. Stofna nýtt fyrirtæki? Reyna að fá vinnu hjá einhverjum þeim aðilum sem standa að fullorðinsfræðslu? Athuga með möguleika á fullorðinsfræðslu erlendis, eða reyna að berjast fyrir fjarnámi og fullorðinsfræðslu í Kvennaskólanum? Ekki frá því að meðvituð og markviss markaðssetning á eigin hugarafli og hæfileikum, sé eitt það erfiðasta sem ég hefið tekið mér fyrir hendur. ... Meira...

Content marketing.

Ég var í morgun að lesa um hugtak sem mér skilst að sé mjög útbreitt og þekkt og heitir „content marketing“. Í stuttu máli fjallar það um að fræða viðskiptavininn um vöruna, m.ö.o. að búa til þekkingu um ágæti vörunnar hjá hugsanlegum viðskiptavini, án þess að hafa það markmið að selja. Þessi aðferð, að fræða og upplýsa neytandann/kaupandann skapar jafnframt traust og trúnað gagnvart fyrirtækinu sem er að bjóða vöruna: þeir vita hvað þeir eru að gera og eru ekki hræddir viða að láta upplýsingar/þekkingu frá sér fara. Í greininni sem ég las er talað um að gera viðskiptavininn „mere intelligent“, sem mér fannst nú dálítið djúpt í árina tekið, en svo þegar að við setjum það inn í okkar samhengi, sem er menntun og fræðsla, þá horfir það öðruvísi við. Ég sé það sem eitt af okkar helstu markmiðum, og um leið sóknarfærum, að fræða okkar „hugsanlegu viðskiptavini“ um verðmæti menntunar, hversu dýrmætt það er að viðhalda og bæta við þekkingu og hæfni einstaklingsins með símenntun. Eitt af lykilorðunum í sambandi við þetta hugtak er nákvæm markaðsmiðun. Og í framhaldi af því sem við vorum að vinna með í gær, þá datt mér í hug hvort ekki væri ein leið til að miðla því sem er að gerast í MSS eða Björgunarskóla Íslands, að blogga um starfsemi skólans í blöðum nærsamfélagsins, t.d. Suðurnesjatíðindum og einhverjum þeim tímaritum sem varða útivist.... Meira...