Allar færslur eftir Særún Rósa

Podcast – hvað er það og hvernig nota ég það?

Podcast eru stuttar hljóðupptökur á netinu en nafnið er markaðssetning í sjálfu sér – sett saman úr orðunum broadcast og ipod.  Það varð þó ekki til af frumkvæði eplarisans í ameríkunni, segir sagan, en tenging engu að síður. Á íslandi getum við notað orðið hlaðvarp (afleiðing af orðinu tónhlaða sem er nýyrði yfir ipod). Það er auðvelt fyrir hinn almenna notanda að hlusta á og sækja hlaðvarp og allt sem þarf er tónlistarspilari í viðkomandi tæki; tölvu, spjaldtölvu, pöddum og poddum.... Meira...

Blogg sem markaðstæki

Hvað er blogg?
Blogg er stytting á orðinu web log og er í eðli sínu röð stuttra frásagna sett fram í öfugri tímaröð, það er s.s. hægt að lesa aftur í tímann á bloggsíðum. Svo er mögulegt að notast við tög til þess að flokka og tengja blogg um sama eða svipað efni. Þá verður sömuleiðis auðvelt að tengja bloggfærslur ákveðnum orðum sem koma upp við leit í leitarvélum alnetsins. Í samkeppni um þátttakendur í fræðslu skiptir máli að finnast auðveldlega og blogg má nýta til þess að beina umferð að heimasíðu skóla eða fræðslustofnunar.... Meira...

Hvers virði er allt heimsins prjál?

Hvar sem okkur ber niður í markaðssetningu og þeirri hugmynd að einhver geti boðið öðrum eitthvað sem er eftirsóknarvert og hafi merkingu hlýtur að koma upp spurningin um það hvaða virði umræddur hlutur eða hugmynd hefur. Það getur verið grundvallarspurning að velta því fyrir sér hvað felst nákvæmlega í því sem verið er að markaðssetja, hvað næst fram með því? Hvaða breytingar fylgja og hvaða máli skiptir það yfir höfuð?... Meira...