Copyblogger – Lexía 5

Jæja, þá er komið að því sem ég var að bíða eftir …

Copyblogger „vinahópurinn“ veit hve mikla þörf eg hef fyrir að ná góðum tökum á innihaldi bloggsins míns … svo að ég geti orðið góð í því sem kallað er  „content marketing“.

… Copyblogger býður sem sagt upp á námskeið í blogg innihaldsmarkaðssetningu með „litlum“ mánaðarlegum greiðslum.

Copyblogger „vinirnir“ mínir fullyrða að þeir séu búnir að kenna þúsundum lesenda og hlustenda á innihaldsmarkaðssetningu og nú eru þeir til í að bjóða mér að taka þátt í slíku námskeiði ómissandi námskeiði… af því þeir vilja svo mikið hjálpa mér að ná góðum árangri.

Svo er spurt hvort ég sé tilbúin  að taka næsta skref … sem er að sækja … þetta sérstaka námskeið hjá þeim … með mánaðarlegum greiðslum í stað árlegrar greiðslu …

Í þessu felst að ég fengi aðgang að hópi sem þeir kalla „Authority“ …

… Í náminu felast mánaðarlegir meistarabekkir þar sem fjallað er um efni sem ég hef þörf fyrir … mánaðarleg markþjálfun (ég er markþjálfi sjálf) … spurningatímar þar sem hópurinn kemur saman og spyr og svarar … og tímar þar sem við mundum skoða tilvik (e. cases) … þar sem við getum lært ýmsa tækni af öðrum sem hafa nú þegar náð góðum tökum á „conent marketing“.

Og svo er bara að ýta á hlekkinn og byrja … segir hún Simon ?

Ég held reyndar ekki …. Áhugi minn á að fylgjast með Copyblogger er eitthvað að minnka … Ég ætla að sjá til hvað setur …

Fróðlegt að sjá hvernig þessi markaðssetning  á netinu virkar … Byrjar alltaf svo auðmjúkt … og svo koma tilboðin sem kosta bara eitthvað „pínulítið“…. en alltaf í áskrift …

Skildu eftir svar