Podcast – hvað er það og hvernig nota ég það?

Podcast eru stuttar hljóðupptökur á netinu en nafnið er markaðssetning í sjálfu sér – sett saman úr orðunum broadcast og ipod.  Það varð þó ekki til af frumkvæði eplarisans í ameríkunni, segir sagan, en tenging engu að síður. Á íslandi getum við notað orðið hlaðvarp (afleiðing af orðinu tónhlaða sem er nýyrði yfir ipod). Það er auðvelt fyrir hinn almenna notanda að hlusta á og sækja hlaðvarp og allt sem þarf er tónlistarspilari í viðkomandi tæki; tölvu, spjaldtölvu, pöddum og poddum.

Hlaðvarp inniheldur í flestum tilfellum talað mál og er því eins og heimatilbúinn útvarpsþáttur, aðgengilegur á netinu. Þeir sem vilja hlusta gerast áskrifendur í gegnum svokallað rss streymi (feed) og fá þá nýjasta hlaðvarpið beint í símann eða tilfallandi tæki. Svo eru upptökurnar aðgengilegar á heimasíðum, bloggum og þess háttar.

Við markaðssetningu fræðslu geta hlaðvarpsupptökur nýst til þess að kveikja áhuga og gefa innsýn í það sem boðið er uppá. Hlaðvarp getur líka verið tæki til þess að koma á framfæri þekkingu og jafnvel heilu námskeiðunum, líkt og gert er hér og svo er meira hér.

Með áskriftunum má safna í nokkuð góðan áheyrendahóp og hlaðvarpið tengist svo heimasíðu eða bloggi viðkomandi. Það þarf samt að vanda til verka og skipuleggja fyrirfram framvindu upptökunnar. Ef þú ætlar að prófa mæli ég með þessari ,,hvernig á ég að…,, grein.

 

Skildu eftir svar