YouTube er núna í eigu Google og þar af leiðandi tengist Youtube aðgangurinn bæði G-mailinu og Google+ forritinu.
Youtube er vefsíða þar sem hægt er að deila myndböndum. Einstaklingar, félög, fyrirtæki, listafólk og allir þeir sem vilja geta búið til aðgang og sett sín myndbönd á netið. Mikið af tónlistarmyndböndum eru inn á Youtube síðunni og getur tónlistarfólk sem og aðrir komið lögum sínum, myndböndum og/eða öðru efni á framfæri á auðveldan hátt á Youtube.
Undanfarið hafa fleiri stofnanir komið sínum vörum eða málefni á framfæri á Youtube. Hægt er að búa til aðgang eða rás þar sem upplýsingar um notandann koma fram. Síðan er hægt að tengja rásina sína við aðrar rásir sem maður hefur áhuga á. Einnig er hægt að útbúa spilunarlista þar sem maður velur lög eða myndbönd sem maður vill horfa/hlusta á eða deila til annarra. Auðvelt er að setja myndbönd inn á vefinn og meira að segja býður Youtube upp á svokallað „creator studio“ þar sem hægt er að búa til myndbönd úr ljósmyndum, sýna beint frá viðburði eða koma sinni rás á framfæri. Einnig er hægt að útbúa svokölluð „video-blog“ þar sem tekin er upp glærukynning af einhverju og sýnd sem myndband. Möguleiki er að stofna umræðuvef um rásina auk þess sem auðvelt er að skrifa athugasemdir við myndböndin sem maður setur inn.
Google+ svipar að einhverju leiti til Facebook. Þar setur maður fólk í ákveðna hópa t.d. fjölskylda, vinir, kunningjar og aðrir. Síðan er hægt að deila með ákveðnum hóp eða öllum myndum, myndböndum (í gegnum Youtube aðganginn sem er tengdur Google+ aðganginum), hugsunum sínum og fréttum. Inn á Google+ síðunni geta aðdáendur skrifað umsagnir og komist í samband við aðila síðunnar.
Að auki er hægt að tengjast ákveðnu samfélagi á Google+ sem er tengt því sem maður hefur áhuga á. Hægt er að velja um samfélög sem fjalla um allt milli himins og jarðar. Þegar búið er að tengjast samfélaginu fær maður tilkynningar um það sem tengist því efni.
Hægt er að koma góðum upplýsingum á framfæri um það viðfangsefni sem fyrirtækið/stofnunin/einstaklingurinn stendur fyrir bæði á Youtube og Google+.