LISTIN AÐ VERA BERSKJALDAÐUR

Brene Brown hefur rannsakað og skrifað mikið um skömm og berskjöldun. Markaðssérfræðingar hafa fundið milli skrifa hennar og þess að markaðssetja vöru.

Mikil áhersla hefur verið á tölfræði og fjölmiðla í markaðssetningu sem er ekki endilega rangt. Hins vegar má færa rök fyrir því að of mikil áhersla hafi verið lögð á þetta. Mikil tölfræði um fólk sem neytendur er á köflum hnýsni inn í einnkalíf fólks sem markaðsfræðingum kemur ekkert við. Markaðsöflin hafa lokkað fólk til að samþykkja allskonar hluti í blindni til þess að afla upplýsinga um hvernig er hægt að hámarka sölutölur.

Ef þú vilt að vörumerki myndi sönn tengsl við viðskiptavini eru hér fjögur ráð.

Hvenær er nóg, nóg?

Við lifum í menningu þar sem fólk er mjög þurfi og vantar oft eitthvað. Það sama má segja um vörumerki.

Markaðsfólk finnst það aldrei gera nógu mikið, skila nógu miklu og varan gæti gert betur. Brene mælir með að taka gagnstæða nálgun á þetta. Taka ákvörðun og standa með henni. Það er ekki hægt að fjarlægja allt óöryggi úr lífinu það þarf að lifa með því.

Forðast mistök

Fullkomnunarárátta er hluti af þessari þurfandi menningu sem á við í markaðsfræði líka.

Ef allt er fullkomið get ég lágmarkað skömmu, ásakanir eða að vera dæmd. Þetta endurspeglast í markaðsfræði. Markaðsfræði talar í auknu mæli um örugg vörumerki. Það eru vörumerki sem rugga ekki bátnum ögra ekki viðskiptavinum af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Þetta viðhorf heldur aftur af fyrirtækjum og vörumerkjum að taka einlægar og hugrakkar ákvarðanir.

Ótti við að vera berskjaldaður

Það að vera berskjaldaður er að sýna tilfinningar sem við upplifum eða óttumst. Samkvæmt Brene leiðir það til fullkomnunaráráttu að forðast sífellt að berskjalda sig. Þannig verndum við sjálf okkur frá því að þjást. Vandamálið við þetta er að við missum af tækifærum, tengslum við aðra og samböndum. Brene segir:

,,Berskjöldun er hornsteinn sköpunar, frumkvæðis og breytinga“.

Eigindlegar rannsóknir um vörumerki er leið þess til að berskjalda sig. Það að hlusta af öllu hjarta krefst hugrekkis og vilja til að vera berskjaldaður. Að hlusta á viðskiptavini af einlægni sýnir hugrekki fyrirtækja.

Megindlegar staðreyndir eru mikilvægar en eigindlegar staðreyndir eru engu að síður mikilvægar og fá fyrirtæki oft til að breyta um stefnu og hugsa skapandi.

Það er ekki gagnrýni sem skiptir máli. Vörumerki þurfa að komast aftur í yfirburðastöðu

Of mörg fyrirtæki eru upptekin af því hvað keppinautar þeirra eru að gera og byrja að herma eftir þeim. Það er miklu áhrifaríkara að hlusta á neytendur og heyra hvað þeir hafa að segja. Vörumerki þurfa að skapa sína eigin stöðu og útbúa skapandi áætlun í kringum hana, þar eru vaxtartækifærin.

Þetta talar sterkt til mín enda er ég aðdáandi Brene Brown. Á þessu námskeiði hef ég átt erfitt með að sjá fyrir mér hvernig ég ætla markaðssetja það sé vil bjóða upp á. Að hluta til er það vegna þess að ég er ekki beint í þessum geira eins og er. Þessi færsla og fleirri umræður undanfarið hafa leitt mig að ákveðinni niðurstöðu. Að þessu námskeiði loknu hef ég tíma til að búa til raunverulegt námstilboð sem ég ætla mér að senda á stórar stofnanir til að athuga hvort áhugi er fyrir samstarfi. Ég á eflaust eftir að mæta mörgum hindrunum á veginum en eins og Brene Brown segir ef ég forðast alltaf skömm, gagnrýni og dóm þá gerist lítið. Ég er sannfærð að ég muni finna mína leið. Ég fór í gegnum sambærilegt ferli þegar ég bjó í Hollandi og Singapúr þá var erfitt að fá vinnu við mína menntun og tungumálaþröskuldur spilaði að hluta til inn í. Suma daga, vikur, mánuði var ég í algjöru vonleysi um að ég skipti ekki máli enginn vildi mig osfrv. Á endanum þó hitti ég á einstaklinga sem gátu vísað mér á aðra sem gátu vísað mér á enn aðra og á endanum fékk ég vinnu í báðum þessum löndum. Til að byrja með var ég, afsakið orðbragðið að skíta í mig af ótta við berskjöldun. Hugsanir eins og kannski komast þau að því að ég sé ekki jafn hæfileikarík og ég þykist vera í ferilskránni komu reglulega fram. Einnig hugsanir um að ég starfið mitt væri ekki mikils virði ég ætti að vera í hærri stöðu. Í báðum tilfellum óx ég í starfi og hafið áhrif innan vinnustaðarins, eignaðist góða vinnufélaga og vini og var mjög stolt af mér. Þetta er gagnlegt að rifja upp núna þegar ég er aftur á nokkurs konar byrjunarreit á aðeins breyttu starfsvettvangi. Ég hef farið í gegnum þetta áður. Ég óska öllum samnemendum góðs gengis með ný og spennandi verkefni sem bíða að loknu námi.

One thought on “LISTIN AÐ VERA BERSKJALDAÐUR”

Skildu eftir svar