Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Er fyrirtækið með app?

Nálgun á þjónustu hefur breyst mjög á seinustu árum og þá sérstaklega hvernig þjónusta er að færast yfir í að vera starfræn. Eins og kemur fram í bókinni þá voru margir viðskiptavinir banka illa við að mæta á staðinn og möguleikin að klára viðskiptin starfrænt varð mjög vinsælt. Sama á við um íslenska banka svo dæmi sé tekið. Lengi vel voru þjónustuver þessi kostur fyrir þá sem ekki vildu mæta á staðinn. En biðin gat oft verið löng og sérstaklega um mánaðarmót, sem getur enn verið staðan í dag. Þegar bankarnir opnuðu möguleikann á heimabönkum, breytti það miklu fyrir viðskiptavina þeirra. Næsta þróun varð síðan þegar snjallsímarnir voru eitthvað sem flestir áttu, þá gátu bankarnir og auðvitað fleiri fyrirtæki farið að bjóða upp á þjónustuna sína í smáforritum. Það er mjög þægilegt að geta skoðað smáforritið frá bankanum sínum til að fá upplýsingar um stöðu og jafnvel pin númer bara í miðri verslun. Það er auðvitað hópur sem hefur ekki tækniþekkinguna til þess að nota þessar þjónustuleiðir en þar af leiðandi geta þeir gert þetta á „gamla“ mátann og mætt á staðinn sem er enn í boði.... Meira...

Apple style

Markaðsfræði hefur verið mjög áhugavert fag. Mér finnst að því meira sem ég kafa ofaní hana því meiri áhuga vekji hún. Branding hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég er mikil Apple manneskja og mér finnst það  brand svo fallegt, stílhreint og öll tæki tala sama tungumálið. Ástæðan fyrir því að ég skipti úr PC yfir í mac var í kjölfar þess að iphone komst á markað. Ég eignaðist snemma iphone síma og heillaðist að öllu umhverfinu og ákvað í framhaldi að fjárfesta í ipad og macbook og síðar imac. En brandið er svo sterkt. Það nær manni á allan hátt. Einfaldleiki er í forgrunni í öllum tækjum, stýrikerfum og umbúðum. Í samhengi við þetta fór ég að hugsa um markaðssetningu námskeiða. Námskeiðið mitt þarf að vera Apple style. En hvernig geri ég námskeið Apple style? Ég þarf að fara í gegnum markaðs greiningu og fara í gegnu allt það ferli og greina markaðinn vel. Einnig er mikilvægt að ég geri námskeiðið þannig að það höfði til markhópsins. En mögulega er mikilvægasta skrefið auglýsingin.  En í samhengi við Apple, þá auglýsa þeir ekki mikið í opnum auglýsingum. Þeirra herferðir eru yfirleitt í gegnum sjópnvarpsþætti og bíómyndir, sem er virkilega áhugavert. En gott námskeið nær væntanlega ekki miklu flugi ef auglýsingin er ekki góð. Það kveikir ekki áhuga nemenda ef auglýsingin er ekki nægilega öflug eða ef hún talar ekki beint til þeirra. Auglýsingar mega ekki vera hógværar. Ja, nema ef um Framsóknarflokkinn sé að ræða. Hann auglýsti grimmt með mjög svo hógvært slagorð og náði miklum árangri. Er það auglýsingaherferðin sem virkaði þar? En ég sé sem sagt fyrir mér að námskeiðið hafi grípandi og áhugahvetjandi auglýsingu. Markhópurinn minn þarf að upplifa að hann sé að missa af einhverju ef hann mætir ekki á námskeiðið.... Meira...

Vangaveltur um hugmyndir

Með þessum skrifum mínum er ég að velta fyrir mér ýmsum hliðum hugmynda og úrvinnslu þeirra. Flestallt sem við neytum og njótum byrjar sem hugmynd, hver vara byrjaði einhvern tímann sem hugmynd sem síðan varð að veruleika eftir ákveðið sköpunar- og þróunarferli. Hugmyndir eru misgóðar og margir fá vafalaust sömu hugmynd á sama tíma, en munurinn á úrvinnsla þeirra getur verið mjög mismunandi og ráðið úrslitum um velgengni og líftíma hugmyndarinnar. Það er oft sagt að það kosti pening að eignast pening og held ég að í því felist mikill sannleikur. Þegar hugmynd er færð yfir í veruleika þarf að hafa átt sér stað langt og ítarlegt ferli þar sem allar hliðar markaðarins, kostnaðar, hagnaðarvonar, framleiðslugetu, mögulegrar samkeppni og nýnæmi eru skoðaðar ásamt fleiri þáttum. Slíkt ferli kostar mikla peninga, mikinn tíma og heilmikið úthald. Það er lykilatriði að hafa trú á hugmyndinni og því að hugmyndin geti orðið verðmætaskapandi.... Meira...

Óþægindi og gæði í fræðslutilboðum fyrir fullorðna?

þægindarammi

Í tengslum við markaðssetningu fræðslutilboða fyrir fullorðna þróast virði og staðfæring vörunnar meðal annars út frá innihaldi og uppsetningu. Með þarfagreiningu og rannsóknum á eftirspurn eftir ákveðnum námsþáttum held ég að hægt sé að setja upp nokkuð góða hæfnisáætlun fyrir fræðslutilboð. Hvað á að kenna, er í mínum huga einfaldara að finna út heldur en hvernig við eigum að gera það. Við lifum í síbreytilegu samfélagi þar sem lífsgæði og þægindi skapa sífellt stærri sess auk þess sem rannsóknarfyrirbærið „fullorðinn námsmaður“ er ekki nema 50 ára gamalt. Hvernig eigum við miðla því efni sem við viljum koma til leiðar til fullorðnu námsmannanna?
Seth Godin skrifaði áhugavert erindi sem hann kallar Education needs to be inconvenient í september 2018 og birti á bloggsíðu sinni. Þar heldur hann því fram að fólk nú til dags vilji hafa það gott og njóta þæginda. Fólk velur auðveldu leiðina; notar fjarstýringar, verslar í bílalúgum og leggur fyrir samræmd próf til að sleppa við einstaklingsmiðun. En hann segir að þetta getum við ekki haft í huga við skipulagningu náms því menntun þurfi að vera óþægileg og byggja á áreynslu og ákveðinni vanlíðan til að færa okkur þaðan sem við vorum þangað sem við viljum vera.
Það er mikilvægt fyrir okkur að við höfum þetta í huga. Við þurfum að sjálfsögðu að hafa námið okkar aðgengilegt og áhugavert. En til þess að það skilji eitthvað eftir sig þurfa að eiga sér stað ákveðin átök innra með námsmönnunum. Við ætlum að bæta við þekkingu það verður að eiga sér stað umbreyting í hugum nemenda okkar og til þess að svo megi verða þurfa þeir að fara út fyrir þennan svo kallaða þægindaramma. Það þarf einhver ígrundun hugmynda að eiga sér stað.
Þetta verðum við að hafa í huga til þess að tryggja gæði á innihaldi fræðslutilboða okkar sem aftur auka virði þeirra og styðja við staðfæringuna í huga viðskiptavina okkar. Námið þarf að valda ákveðnum óþægindum fyrir nemendur okkar. Þetta hljómar svo illa en kemur svo aftur heim og saman við fræðin um það hvernig fullorðnir námsmenn læra og það að fara út fyrir þægindaramman til þess að öðlast nýja reynslu, vaxa, menntast og verða „meiri maður“.
Mitt innlegg að þessu sinni er því „höfum í huga að nám sé alltaf óþægilegt á þann hátt að það valdi ákveðinni áreynslu fyrir nemendur okkar“. Þannig munum við ná árangri.... Meira...

Þetta reddast

Forget about New Year's Resolutions – start the new year with an Icelandic  approach, þetta reddast! | Iceland will make you happy

Nú er langt liðið á áfangann og í dag áttaði ég mig eiginlega á því að ég hef lært ótrúlega mikið á síðustu vikum. Ég fékk nefnilega símtal frá samstarfskonu minni sem spurði mig hvort ég vildi ekki vera með henni í að setja upp síðu til þess að kynna þá þjónustu sem við erum að fara bjóða uppá. Það fannst mér frábær hugmynd, það gæti verið góð leið til þess að ná til tilvonandi viðskiptavina og fyrir þennan áfanga hefði ég bara stokkið á vagninn og hugsað ,,þetta reddast”. Ég hinsvegar staldraði aðeins við og eftir stutta íhugun tilkynnti ég henni að mér þætti hugmyndin mjög góð og að ég vildi vera með … þegar við værum búnar að ljúka við stefnumótun. Við værum algjörlega í lausu lofti, vissum ekki nákvæmlega hver markmiðin okkar væru eða hvert við værum að stefna og þyrftum því að vinna undirbúningsvinnuna betur áður en við færum að auglýsa og reyna að ná fólki til okkar. Henni þótti það auðvitað mjög gáfulegt þegar ég hafði selt henni hugmyndina og framundan er því stefnumótun og markaðsáætlanagerð fyrir þá þjónustu sem við ætlum að bjóða uppá.  ... Meira...

Hvað selur?

Ég hef mikið velt fyrir mér í gegnum þennan áfanga hvað það er sem selur og hvernig megi nýta það til að markaðssetja námsefni. Það eru ótal birtingarmyndir á því hvernig fyrirtæki auglýsa vörur sínar. En hvað hentar fyrir námskeið? Eftir lestur kaflans um kynningarmál fór ég að velta fyrir mér ýmsum leiðum. Mér finnst það hafa vaxið gríðarlega að fá samfélgasmiðlastjörnur til að auglýsa fyrir sig vörur. Ef maður flettir í gegnum samfélagsmiðla þá er varla hægt að horfa á story hjá einstaklingum sem starfa á samfélagsmiðlum án þess að verið sé að auglýsa vörur. En væri námskeið eitthvað sem væri mögulegt að kynna með þessum hætti? Það væri vissulega hægt að kosta auglýsingu á samfélagsmiðlum og láta hana birtast í news feedi þeirra sem við teljum markhópinn. En hitt held ég að væri ekki svo árangursríkt. ... Meira...