Þann 24. janúar 2019 birtir Seth Godin blogg sem nefnist Your customer service strategy. Þar segir hann þjónusta við viðskiptavininn er ekki tímafrek eða kostnaðasöm kvöð heldur fjáefesting í markaðsáætlun. Seth nefnir nokkur dæmi.
Þegar Tony stofnaði Zappos fjárfesti hann í að láta þjónustudeildina eyða miklum tíma í að ræða við viðskiptavini.
Þegar Fedex var að mynda tengsl við upptekið vipskiptafólk svöruðu þeir alltaf símanum á fyrstu hringingu.
Þegar Apple þurfti að bjarga Mac frá yfirburða stöðu Windows réðu þeir sérfræðinga á upplýsingaborðin sem voru hvattir að tala við viðskiptavini til að gera tölvuviðskipti meira mannleg.
Tesla sá að Ford og GM voru að auka hagnað sinn í sölum sem bílasalarnir voru að gera. Í kjölfarið ákváðu þeir að þeir myndu ekki hafa neinn hagnað af þjónustudeild sinni og sá kostnaður væri hvort sem er ennþá ódýrari en sjónvarps auglýsingar.
Sannleikurinn um áætlun í samkeppnis umhverfi er sá ef þú ert að gera það sem allir aðrir eru að gera þá er það ekki leiðin sem er að gefa þér forystu. Eina leiðin til að þjóustu sem vaxtaráætlun er að vera utan við normið.
Þetta fær mig til að hugsa um leiðir til að auka þjónustuna við foreldra og stuðning. Sérstaklega með það í huga að foreldrar sem virkilega þurfa á stuðningi að halda eru ekki alltaf líklegir til að mæta a námskeið.
Til að bæta þjónustuna þá dettur mér í hug að bjóða upp á kynningu eitt kvöld til að gefa smá sýnishorn á hvað verður gert á námskeiðinu. Engin skuldbinding að fara á námsskeiðið á þvi stigi.
Annar möguleiki væri að bjóða upp a einstaklingsviðtal fyrst ef foreldri leggur ekki í að mæta í hóp umræður til að byrja með.
Annar möguleiki væri að bjóða upp á símatíma á ákveðnum tíma til að svara spurningum varðandi námskeiðið.
Þannig tel ég að ég geti aukið líkurnar á að ná til foreldra sem eru óöryggir að koma a námskeið.
Í umfjöllun síðustu viku var fjallað um þjónustubil. Með svona undirbúningi fyrir námskeið mætti mögulega koma í veg fyrir þjónustubil milli væntrar þjónustu og skynjaðar þjónustu. Það er hægt að gefa foreldrum til dæmis væntingar um að námskeiðinu sé ætlað till að styrkja sig í foreldrahlutverkinu og hvetja til ákveðinna viðhorfsbreyting. Hægt er að útskýra að námskeiðið sé ekki til þess að læra einhverjara sértæka tækni eða skammtíma lausnir í uppeldi.
Til gamans má geta að í dag er alþjóða geðheilbrigðis dagurinn. Ég vann mörg ár í þeim geir og ein af mínum kollegum og fyrirmyndum þar var með skylti á skrifstofunni sinni sem á stóð „,why be normal?“
Þessi dæmi sýna á skemmtilegan hátt hvað ábyrgð og góð svörun skipta miklu máli þegar fyrirtæki reyna að skera sig úr.
Flott færsla!