Greinasafn fyrir flokkinn: Ígrundun

Til hvers að blogga?

Ég tók að mér það þátttökuverkefni að blogga um flipboard og útbúa sérstakt svæði þar sem ég safnaði áhugaverðu efni um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Bloggin urðu kannski ekki eins mörg og væntingar stóðu til upphafi. En mikið var lesið og skoðað. Flipboard fnnst mér spennandi vettvangur til að safna saman tenglum með áhugaverðu efni. Minnir örlítið á pinterest nema með áhugaverðum greinum. En til hvers að blogga? Sjálfri þótti mér erfitt að byrja en þegar maður var komin af stað varð verkefnið viðráðanlegra. Blogg er ágætisleið til að tileinka sér það efni með því að draga það saman og miðla því til annarra og tengja saman mismunandi greinar sem maður er að lesa. Reyna að sjá stærra samhengi. Fyrir mér snýst nám að miklu leyti um þetta og því var bloggið góður vettvangur til að tileinka mér það efni sem ég var að skoða hverju sinni. Ég myndi mæla með því að fólk myndi prófa þennan vettvang, það er aldrei að vita nema í þér blundi stjörnubloggari!... Meira...

Be readable, be believable

…. Svo segir í inngangi á kafla tíu í bókinni Beyond free Coffee & Donuts sem heitir Putting it all Together eða að setja allt saman. Höfundar bókarinnar eru Sophie Oberstein og Jan Alleman eru reynsluboltar þegar kemur að markðasetningu, Oberstein er fyrrverandi kennari og Alleman er með langa reynslu af markaðssetningu. Markmið bókarinnar er að kenna árangursríka markaðssetningu þar sem eru leiðbeiningar um það hvernig á að fylla námskeiðin með rétta þátttakendur.... Meira...

Menntun á markaði

Á leslista námskeiðsins er bókin Marketing Higer and Further Education eftir Cibbs & Knapp.  Bókin er gefin út árið 2002; er tæpar 150 síður í 11 köflum.  Hún fjallar um viðfangsefnið út frá breskum og alþjóðlegum vestrænum sjónarhól.  Viðfangsefnið er tekið fyrir á hagnýtum forsendum eins og bókin Sigur í samkeppni og bók Kotler & Fox.  Eftir að hafa lesið fyrstu fjóra kaflana finnst mér hún sú bók af þessum þremur sem kemst næst því  að fjalla um markaðssetningu menntunar eins og hún blasir við í okkar samfélagi, enda er íslenska menntakerfið, enn sem komið er að minnsta kosti, líkara því breska en því bandaríska.  Vitnað í Tony Blair í upphafi og áherslu hann á menntamálin í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.  Mér finnst einnig áhugaverð pæling um fjögur svið þar sem markaðssetning getur nýst í menntun.  Í fyrsta lagi vegna þess að námsframboð er mjög fjölbreytt.  Í öðru lagi vega flókins félagslegs hlutverks menntastofnanna.  Í þriðja lagi vegna vaxandi krafna um hagkvæmni í rekstri og í fjórða lagi vegna þess að nemendur eru upplýstir neytendur þar sem margir undirhópar þurfa mismunandi tilboð.  Góð tilraun, finnst mér, til að tengja saman markaðssetningu og menntun án þess að vera með innihaldslausan frasa um að allt sé á markaði.... Meira...

MLM multi-level marketing.

Þegar að ég fór að leita og lesa aðeins um markaðsmiðlun á netinu, birtist hugtakið „Multi-level marketing“ fljótlega. Greinin sem ég las heitir „Multi-level marketing, familiens sorte får?“. Multi level marketing felst í því að einn söluaðili fær annan söluaðila til að markaðssetja og selja vöru fyrir sig gegn prósentum og þannig koll af kolli. Oftast er þessi aðferð tengd við pýramída fyrirtæki og hefur almennt ekki verið álitin vönduð markaðssetning, samkvæmt því sem segir í greininni. Höfundur greinarinnar hefur rætt við Thomas Riis sem er lektor við lagadeild Copenhagen Business School, um hvers vegna þessi aðferð þyki vafasöm á Norðurlöndum á meðan að í Bandaríkjunum og í Bretlandi sé multi-level marketing viðurkennd aðferð sem að á verulega markaðshlutdeild.
Thomas Riis segir að ástæðan sé menningarmunur og að Bandaríkjamönnum hafi tekist að festa í sessi hugmyndina um verktakavinnu í markaðssetningu, þannig að það er ein af óteljandi möguleikum í markaðssetningu sem hafi sína kosti og galla eins og aðrar aðferðir. Hann minnir líka á að fyrir 30 árum hafi það verið póstverslun sem var svarti sauðurinn í verslunarháttum, en í dag er þekkja allir þá söluaðferð. Öfugt við Bandaríkjamenn eru Danir ekki ginkeyptir fyrir nýjungum, og alls ekki í sölumennsku, og því taki markaðssetning yfirleitt lengri tíma þar. Hins vegar er þessi aðferð greinilega mjög útbreidd í Danmörku, því ef MLM er flett upp í google, birtast 27.500 hlekkir, þrátt fyrir að vera mjög umdeild og fyrirtæki sem markaðssetja sína vöru með þessum hætti, þykja ekki traustvekjandi.
Thomas Riis telur þó að það sé enginn vafi á því, að Multi-level marketing sé komið til að vera, og svar ábyrgra fyrirtækja sem selja sína vöru með þessum hætti, hafi verið að stofna samtök sem heita „Direkte Salgs Forening“, sem hafa það markmið að „hreinsa til“ í fyrirtækjum sem stunda fjárplógsstarsfemi og óheiðarleg viðskipti þar sem frumskógarlögmál gilda. En almennt beri að hafa í huga að allt það sem virðist vera of gott til að vera satt, sé yfirleitt of gott til að vera satt.
Einhvern veginn þótti mér þessi grein eiga erindi við okkur í þessu námsskeiði nú þegar að við erum að útbúa verkfærakistu fyrir aðferðir í markaðsfærslu. Og ég sagði ekki eitt orð um bankastarfsemi!
http://www.ivaerksaetteren.dk/flx/artikler/8/multi-level-marketing-familiens-sorte-faar-351/
http://www.business.dk/evb-archive/meget-smaa-fortjenester-til-mlm-forhandlere... Meira...