Greinasafn fyrir flokkinn: Ígrundun

Vangaveltur um hugmyndir

Með þessum skrifum mínum er ég að velta fyrir mér ýmsum hliðum hugmynda og úrvinnslu þeirra. Flestallt sem við neytum og njótum byrjar sem hugmynd, hver vara byrjaði einhvern tímann sem hugmynd sem síðan varð að veruleika eftir ákveðið sköpunar- og þróunarferli. Hugmyndir eru misgóðar og margir fá vafalaust sömu hugmynd á sama tíma, en munurinn á úrvinnsla þeirra getur verið mjög mismunandi og ráðið úrslitum um velgengni og líftíma hugmyndarinnar. Það er oft sagt að það kosti pening að eignast pening og held ég að í því felist mikill sannleikur. Þegar hugmynd er færð yfir í veruleika þarf að hafa átt sér stað langt og ítarlegt ferli þar sem allar hliðar markaðarins, kostnaðar, hagnaðarvonar, framleiðslugetu, mögulegrar samkeppni og nýnæmi eru skoðaðar ásamt fleiri þáttum. Slíkt ferli kostar mikla peninga, mikinn tíma og heilmikið úthald. Það er lykilatriði að hafa trú á hugmyndinni og því að hugmyndin geti orðið verðmætaskapandi.... Meira...

Til hvers að blogga?

Ég tók að mér það þátttökuverkefni að blogga um flipboard og útbúa sérstakt svæði þar sem ég safnaði áhugaverðu efni um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Bloggin urðu kannski ekki eins mörg og væntingar stóðu til upphafi. En mikið var lesið og skoðað. Flipboard fnnst mér spennandi vettvangur til að safna saman tenglum með áhugaverðu efni. Minnir örlítið á pinterest nema með áhugaverðum greinum. En til hvers að blogga? Sjálfri þótti mér erfitt að byrja en þegar maður var komin af stað varð verkefnið viðráðanlegra. Blogg er ágætisleið til að tileinka sér það efni með því að draga það saman og miðla því til annarra og tengja saman mismunandi greinar sem maður er að lesa. Reyna að sjá stærra samhengi. Fyrir mér snýst nám að miklu leyti um þetta og því var bloggið góður vettvangur til að tileinka mér það efni sem ég var að skoða hverju sinni. Ég myndi mæla með því að fólk myndi prófa þennan vettvang, það er aldrei að vita nema í þér blundi stjörnubloggari!... Meira...

Er markaðurinn landamæralaus

  Er markaðurinn landamæralaus ……Eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér og skoða já og lesið örlítið um núna síðustu daga  er landamæralaus markaður hvernig og hvort hann sé það í raun. Svo kemur þessi svaka auglýsing inn á tölvuna mína algerlega óumbeðin og gýn yfir mér og segir mér að það sé núna í nótt sem þetta byrjar (11/11). Vertu klár í slaginn það er „Singles day“  þar sem netverslun nær hámarki og hægt að gera reyfara kaup „keyptu allar jólagjafirnar og njóttu svo aðventunnar“ þetta er innhald auglýsingarinnar. Ég sem nýt aðventunnar með því að kaupa jólagjafir. Í dag er umhverfi okkar síbreytilegt og flókið. Markaðurinn er flókinn og miklar tækninýungar hafa rutt sér til rúms s.s innternetið og snjallsímar Það er alveg óhættt að segja að markaðurinn sé landamæralaus hvað varðar kaup fólks á vörum og það er mjög hröð þróun í þá átt að fólk kaupi vörur á netinu út um allann heim. Meira segja mamma 81. árs  er að kaupa frá Kína einhverja kjóla. Hvernig fara fyrirtæki að því að vera „Inni“ í bransanum sýnileg og áhugaverð. Frumskógur netsins er þéttur, stór og alveg með ólíkindum hversu mikið magn af upplýsingum er þar á ferð og flugi og erfitt getur verið að komast inn eða vera skoðaður. Nýta fyrirtæki sér fræðilega kenningar í markaðsettningu, hvernig er það gert. Þetta er svo nýtt fyrir mér að ég fer um víðann völl í leit minni að svörum. Tæknin og möguleikarnir eru miklir og það þarf að skilja þá og auk þess fylgjast með þeim nýjungum sem verða á þessu sviði. Getur þetta því orðið mikil vinna og yfirlega. Tæknibreytingar og þróun sem á sér stað bæði í innra og ytraumhverfi fyrirtækisins er hröð og það þarf að vera á tánum allan tímann alltaf.  Allt snýst þetta um að búa til virði fyrir viðskiptavininn. Þóranna sem bloggar á mannamáli um markaðsettningu segir „Það er langbest að gera sér bara grein fyrir því strax að markaðsstarf tekur tíma. Og sætta sig við það. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur á einni nóttu. Þetta er ekki spurning um eina risa auglýsingu hér eða boostaðan Facebook póst þar. Fólk þarf að fara í gegnum ákveðið ferli og þú verður að ná til þeirra ansi oft áður en þau eru tilbúin til að kaupa af þér“ Á vafri mínu um bækur og netið rakst ég á grein þar sem talað er um þrjár mismunandi leiðir í net markaðsettingu og langar mig að skoða eina þeirra hér. ….Eigin miðlar (e. owned media). Þar er verið að tala um mismunandi miðla á netinu sem fyrirtæki og eða einstaklingar nýta sér, eins og t.d. að hafa eigin vefsíðu, blogga og svo facebook, twitter og LinkedIn. Ég spyr mig hvort að þetta séu áræðan- og trúanlegar leiðir til að koma t.d námskeiðum á framfæri. Allt fer það sjálfsagt eftir eðli þess sem verið er að koma á framfæri. Ávinningur eigin miðla er samt sá að við getum stjórnað hvað fer inn og hvernig það er gert. Getur verið skilvirkt þegar kemur að kostnaði þó getur umfangið orðið það mikið við að halda miðlinum og uppfæra hann. Þóranna talar um í sínum pistlum að í dag snúist markaðsettning meira um að vera til staðar þegar fólk er að leita að einhverju sem þú ert að bjóða uppá. Áður var þetta meira um um að grípa fólk. Mitt mat er að þetta er að mörgu leiti rétt og þá álygtun dreg ég bara út frá sjálfri mér þegar ég er að leita einhvers sem mig langar að gera eða langar í fer ég á netið og skoða hvað er í boði. Í dag vill ekki fólk láta ýta hlutum að sér, það vill finna þá sjálft. Þóranna talar um að við séum að færast frá outbond marketing yfir í inbound marketing. Miðlarnir sýna hvað er í boði og það er því nauðsynlegt að vera til staðar þar. Þóranna bætir svo við  og segir „ efninu er ætlað að draga fólk að og byggja upp samband við það. Markaðssettning snýst um að byggja upp samband – samband sem leiðir m.a. til viðskipta“ Það má kalla þetta efnismarkaðsettningu (e. content marketing) það er að miðla efni sem höfðar til þess markhóps sem ætlunin er að ná í á áhrifaríkan hátt. Þannig er hægt að nota efnið markvist til að byggja upp samband við væntanlega viðskiptavini. Það sem að mínu mati er jákvætt við þetta er að þetta kostar ekki mikla peninga, töluverð vinna getur þó legið í þesskonar vinnu. Niðurstaða mín eftir þessar hugleiðingar er að markaðurinn er landamæralaus. Hægt er að vafra um netsíður frá ólíkum löndum og menningarheimum finna það sem manni vantar og kaupa. Þetta er auðvitað voða gott en eftir situr að það getur verið erfitt að vera sýnilegur í þessum frumskógi... Meira...

Be readable, be believable

…. Svo segir í inngangi á kafla tíu í bókinni Beyond free Coffee & Donuts sem heitir Putting it all Together eða að setja allt saman. Höfundar bókarinnar eru Sophie Oberstein og Jan Alleman eru reynsluboltar þegar kemur að markðasetningu, Oberstein er fyrrverandi kennari og Alleman er með langa reynslu af markaðssetningu. Markmið bókarinnar er að kenna árangursríka markaðssetningu þar sem eru leiðbeiningar um það hvernig á að fylla námskeiðin með rétta þátttakendur. https://www.flickr.com/photos/tenaciousme/8777910107 Það skiptir ekki máli að maður sé sérfræðingur í markaðssetningu eftir lestur þessarar bókar segja höfundar heldur skiptir máli að hafa náð grunninum og réttar aðferðir. Markaðsetning er þjálfun og reynsla segja þær. Það sem lestur þessarar bókar að að gefa manni er sett upp í lista sem ég ætla að taka út það sem mér fannst skipta máli.
  • Það er ekki hægt að hundsa það hlutverk sem markaðurinn er, það þarf að láta vita af sér til þess að fá viðskipti
  • Þú þarft að komast að því hvernig þú nærð athygli markhópsins, því ef það tekst ekki þá getur vel skipulögð markaðsáætlun misst marks
  • Það þarf að tryggja hlutdeild á markaði með því að vera með tilboð sem laðar að viðskiptavini ef það tekst ekki getur markaðssetningin orðið tilgangslaus.
  • Leggðu þig fram við að skilja þarfir viðskiptavinarins og bjóddu honum það sem uppfyllir þær. Aðskildu það sem er skemmtinlegt að læra frá því sem er nauðsynlegt að læra fyrir viðskiptavininn
  • Þegar þú ert að markaðsetja, nýttu það sem vel fer og slepptu því sem virkar ekki. Taktu eftir því hver viðbrögð viðskiptavina eru og reyndu að bregðast við þeim
  • Notaðu þá tækni sem er í boði í hvert sinn og það sem gerir það að verkum að þú náir til þess markhóps sem þú vilt hafa á námskeiðinu þínu.
  • Tileinkaðu þér grunn þekkingu á tæknimálumColorful donuts
Þetta er listi sem er nánast að finna flestum þeim bókum sem ég hef verið að blaða í tengslum við námskeiðið. Það held ég að allir eru sammála um að góð markaðssetning skiptir miklu máli og greining á þeim markaði sem stefnt er á. Það þarf að vera stöðugt á tánum gagnvart markaðinum og vera viðbúin síbreytilegum markaði.  ... Meira...

Markaðsrannsóknir á netinu.

Hafið þið ekki tekið eftir öllum þessum prófum/könnunum sem er verið að bjóða okkur að taka á netinu.  Ótrúlega sniðugt og oft fyndnar niðurstsöður. En hvað býr að bak við þetta…… jú auðvitað markaðsrannsóknir og hegðun okkar skráð á netinu af þeim sem setja þetta inn. Við gefum aðgang að öllum upplýsingum sem eru t.d. á Facbook hjá okkur og þeir sem standa fyrir þessum „prófum“ greina okkur og skrá það niður. Hvað er svo gert við þessar upplýsingar.  Jú það er verið að greina áhugamál okkar og kortleggja nethegðun okkar. Það sem mér finnst eins og er merkilegasta notkun á því sem verið er að nota svona upplýsingar í er að það verið að skrá mannlega hegðun til þess að útbúa vélar með gervigreind. Það er sem sagt fyrirtæki sem eru að kaupa nethegðun okkar og greina mannlega þáttinn. Það hafa verið búin til margskonar forrit þar sem tölvur, þegar þær hafa verið mataðar upplýsingum vinna mörgum sinnum hraðar en mannsheilinn. Þar er tæki eins og vasareiknir einna þekktastur, forrit sem er hægt  að tefla skák við en ógjörningur að vinna því það hefur verið forritað með öllum hugsanlegum leikfléttum.  Heimsmeistari í skák í dag er tölva….. Allt þetta hefur orðið til vegna markaðsetningar á margvíslegu efni sem við skoðum, tökum þátt í og oftast án þess að hugsa út í það hvað býr á bak við .    ... Meira...

Ígrundun mín um framhaldsfræðslukerfið

Ég vildi fá að deila með ykkur hugsunum mínum sem eru búnar að vera að brjótast um í höfðinu á mér undanfarin misseri og mánuði. Ég er stödd í kerfi framhaldsfræðslunnar vestur á fjörðum. Til að reka kerfið þá þarf ég að hafa 10 manns á námsleið, ég má reka námsleiðina með 6 en þá skerðist framlagið. Þær námskrár sem eru í boði fyrir fyrirtækin og einstaklinga á svæðinu eru að lágmarki 60 kennslustundir. Hvernig fæ ég fólk til að koma og taka þátt í þeim? -er ég ekki búin að metta markaðinn á 6800 manna svæði? Flestar þessar námskrár hafa verið til í fleiri ár og eru þeir sem ætla sér að koma í þær ekki þegar komnir? Þetta eru hugsanirnar sem fara í gegnum höfuð mitt í hverri viku. Ég notaði tækifærið og skráði mig í nám í markaðssetningu til þess einmitt að máta mig við þá hugmynd að kannski er það markaðssetningin sem er ekki í lagi, Eftir að hafa verið að lesa of fylgjast með í kúrsinum þá held ég að ég þurfi virkilega að gefa í varðandi markaðssetningu og traust. Ég þarf að vinna traust fólksins til baka og halda í sérstöðu okkar sem eru tengslin! En jafnframt er ég á því að kerfinu verði að breyta að það fyrirkomulag sem framhaldsfræðslunni er sett sé ónýtt, það vantar upp á sköpun inn í kerfið og það sé barningur að fá fólk inn í sama bóknámið og er þegar í boði inn í mörgum framhaldsskólum.  ... Meira...

Menntun á markaði

Á leslista námskeiðsins er bókin Marketing Higer and Further Education eftir Cibbs & Knapp.  Bókin er gefin út árið 2002; er tæpar 150 síður í 11 köflum.  Hún fjallar um viðfangsefnið út frá breskum og alþjóðlegum vestrænum sjónarhól.  Viðfangsefnið er tekið fyrir á hagnýtum forsendum eins og bókin Sigur í samkeppni og bók Kotler & Fox.  Eftir að hafa lesið fyrstu fjóra kaflana finnst mér hún sú bók af þessum þremur sem kemst næst því  að fjalla um markaðssetningu menntunar eins og hún blasir við í okkar samfélagi, enda er íslenska menntakerfið, enn sem komið er að minnsta kosti, líkara því breska en því bandaríska.  Vitnað í Tony Blair í upphafi og áherslu hann á menntamálin í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.  Mér finnst einnig áhugaverð pæling um fjögur svið þar sem markaðssetning getur nýst í menntun.  Í fyrsta lagi vegna þess að námsframboð er mjög fjölbreytt.  Í öðru lagi vega flókins félagslegs hlutverks menntastofnanna.  Í þriðja lagi vegna vaxandi krafna um hagkvæmni í rekstri og í fjórða lagi vegna þess að nemendur eru upplýstir neytendur þar sem margir undirhópar þurfa mismunandi tilboð.  Góð tilraun, finnst mér, til að tengja saman markaðssetningu og menntun án þess að vera með innihaldslausan frasa um að allt sé á markaði.... Meira...

MLM multi-level marketing.

Þegar að ég fór að leita og lesa aðeins um markaðsmiðlun á netinu, birtist hugtakið „Multi-level marketing“ fljótlega. Greinin sem ég las heitir „Multi-level marketing, familiens sorte får?“. Multi level marketing felst í því að einn söluaðili fær annan söluaðila til að markaðssetja og selja vöru fyrir sig gegn prósentum og þannig koll af kolli. Oftast er þessi aðferð tengd við pýramída fyrirtæki og hefur almennt ekki verið álitin vönduð markaðssetning, samkvæmt því sem segir í greininni. Höfundur greinarinnar hefur rætt við Thomas Riis sem er lektor við lagadeild Copenhagen Business School, um hvers vegna þessi aðferð þyki vafasöm á Norðurlöndum á meðan að í Bandaríkjunum og í Bretlandi sé multi-level marketing viðurkennd aðferð sem að á verulega markaðshlutdeild. Thomas Riis segir að ástæðan sé menningarmunur og að Bandaríkjamönnum hafi tekist að festa í sessi hugmyndina um verktakavinnu í markaðssetningu, þannig að það er ein af óteljandi möguleikum í markaðssetningu sem hafi sína kosti og galla eins og aðrar aðferðir. Hann minnir líka á að fyrir 30 árum hafi það verið póstverslun sem var svarti sauðurinn í verslunarháttum, en í dag er þekkja allir þá söluaðferð. Öfugt við Bandaríkjamenn eru Danir ekki ginkeyptir fyrir nýjungum, og alls ekki í sölumennsku, og því taki markaðssetning yfirleitt lengri tíma þar. Hins vegar er þessi aðferð greinilega mjög útbreidd í Danmörku, því ef MLM er flett upp í google, birtast 27.500 hlekkir, þrátt fyrir að vera mjög umdeild og fyrirtæki sem markaðssetja sína vöru með þessum hætti, þykja ekki traustvekjandi. Thomas Riis telur þó að það sé enginn vafi á því, að Multi-level marketing sé komið til að vera, og svar ábyrgra fyrirtækja sem selja sína vöru með þessum hætti, hafi verið að stofna samtök sem heita „Direkte Salgs Forening“, sem hafa það markmið að „hreinsa til“ í fyrirtækjum sem stunda fjárplógsstarsfemi og óheiðarleg viðskipti þar sem frumskógarlögmál gilda. En almennt beri að hafa í huga að allt það sem virðist vera of gott til að vera satt, sé yfirleitt of gott til að vera satt. Einhvern veginn þótti mér þessi grein eiga erindi við okkur í þessu námsskeiði nú þegar að við erum að útbúa verkfærakistu fyrir aðferðir í markaðsfærslu. Og ég sagði ekki eitt orð um bankastarfsemi! http://www.ivaerksaetteren.dk/flx/artikler/8/multi-level-marketing-familiens-sorte-faar-351/ http://www.business.dk/evb-archive/meget-smaa-fortjenester-til-mlm-forhandlere... Meira...