Til hvers að blogga?

Ég tók að mér það þátttökuverkefni að blogga um flipboard og útbúa sérstakt svæði þar sem ég safnaði áhugaverðu efni um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Bloggin urðu kannski ekki eins mörg og væntingar stóðu til upphafi. En mikið var lesið og skoðað. Flipboard fnnst mér spennandi vettvangur til að safna saman tenglum með áhugaverðu efni. Minnir örlítið á pinterest nema með áhugaverðum greinum. En til hvers að blogga? Sjálfri þótti mér erfitt að byrja en þegar maður var komin af stað varð verkefnið viðráðanlegra. Blogg er ágætisleið til að tileinka sér það efni með því að draga það saman og miðla því til annarra og tengja saman mismunandi greinar sem maður er að lesa. Reyna að sjá stærra samhengi. Fyrir mér snýst nám að miklu leyti um þetta og því var bloggið góður vettvangur til að tileinka mér það efni sem ég var að skoða hverju sinni. Ég myndi mæla með því að fólk myndi prófa þennan vettvang, það er aldrei að vita nema í þér blundi stjörnubloggari!

Skildu eftir svar