Allar færslur eftir Elín Oddný Sigurðardóttir

Til hvers að blogga?

Ég tók að mér það þátttökuverkefni að blogga um flipboard og útbúa sérstakt svæði þar sem ég safnaði áhugaverðu efni um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Bloggin urðu kannski ekki eins mörg og væntingar stóðu til upphafi. En mikið var lesið og skoðað. Flipboard fnnst mér spennandi vettvangur til að safna saman tenglum með áhugaverðu efni. Minnir örlítið á pinterest nema með áhugaverðum greinum. En til hvers að blogga? Sjálfri þótti mér erfitt að byrja en þegar maður var komin af stað varð verkefnið viðráðanlegra. Blogg er ágætisleið til að tileinka sér það efni með því að draga það saman og miðla því til annarra og tengja saman mismunandi greinar sem maður er að lesa. Reyna að sjá stærra samhengi. Fyrir mér snýst nám að miklu leyti um þetta og því var bloggið góður vettvangur til að tileinka mér það efni sem ég var að skoða hverju sinni. Ég myndi mæla með því að fólk myndi prófa þennan vettvang, það er aldrei að vita nema í þér blundi stjörnubloggari!... Meira...

Flipboard 3 – Markaðssetning á samfélagsmiðlum.

Ég held áfram þessu flipboard ævintýri mínu. Áherlsan er á markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Við lestur á bloggfærslum um markaðssetningu tek ég eftir því að þeir sem þar skrifa benda á að ekki sé nóg að opna facebook síðu, instagram eða snaphcat reikning og auglýsa vörur þar á hefðbundin hátt. Þeir benda á að það er margt sem aðskilur hefðbundið markaðsstarf frá markaðsstarfi á samfélagsmiðlum. Ég fann áhugaverða bloggfærslu á www.inc.com eftir Jeremy Goldman sem fjallar um hvernig gera skuli markaðsáæltun á samfélagsmiðlum. Höfundurinn telur mikilvægt að áætlunin byggi á stöðumati þar sem núverandi staða fyrirtækisins er tekin fyrir. Höfundur leggur til að búa til yfir lit yfir eftirfarandi atriði;  Á hvaða samfélagsmiðlum er fyrirtækið? Eru reikningar þess virkir? Hvernig eru þeir notaðir og af hverjum geta verið gagnlegar spurningar. Síðan er mikilvægt að halda utan um gögn. Fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum og þróun þeirra. Er þeim að fjölga eða fækka? Hvers vegna fjölgar eða fækkar þeim? Auk þess er mikilvægt að greina hvaða póstar fá mest viðbrögð. Síðan þarf að setja sér mælanleg markmið með áætluninni, þau þurfa að vera tímasett og helst SMART (Skýr, mælanleg, aðlagandi, raunhæf og tímasett). Ætlar fyrirtækið að ráða manneskju til að sjá um samfélagsmiðla eða láta verktaka sjá um verkefnið? Að lokum þarf að huga að mikilvægi þess að samfélagsmiðlar eru ekki lengur ókeypis. Kerfið byggir á kostuðum færlsum og þarna þarf að greina og forgangsraða þeim fjármunum sem setja á í verkefnið. Mikilvægt er að átta sig á því að markaðssetning á samfélagsmiðlum felst ekki síður í því að selja ávkeðna ímynd frekar en ákveðna vöru. Samfélagsmiðlar byggja einnig á gagnvirkum samskiptum sem mikilvægt er að nota. Í annari bloggfærslu á buissness2community.com fer Angela Hausman yfir mismunin á stafrænum vs. hefðbundum miðlum. Stærstu mistök sem fólk gerir er að nýta samféglagsmiðla fyrir einhliða skilaboð.... Meira...

Flipboard 2 – myndræn framsetning og myndbönd á samfélagsmiðlum

Ég held áfram þessu Flipboard ævintýri mínu.  Þetta nýja viðmót er aðeins farið að venjast og nú þarf maður helst að passa sig á því að hanga ekki og lesa áhugaverðar greinar tímunum saman. Á eftir að læra á ýmsar stillingar en held áfram að safna áhugaverðu efni um markaðsmál og samfélagsmiðla. Nú hef ég verið að lesa ýmsar greinar um mikilvægi myndrænnar framsetningar á samfélagsmiðlum. Myndrænir miðlar á borði við Instagram og Snapchat eru að taka yfir prentmiðla á borð við Facebook og Twitter. Einnig er mikið um að við þurfum að nýta myndbönd í miklu mæli og er þar aðallega talað um Youtube í því samhengi sem virðist eiga vinningin í dreifingu myndbanda á netinu. Í áhugaverðri grein á Buissness Insider UK er farið yfir þá vinnu sem Google er að vinna að til að gera auglýsendum kleift að útbúa hundruðir og jafnvel þúsundir útgáfna af auglýsingum sínum til að höfða til markhópa.... Meira...