Þessi vefur er samstarfsvettvangur nemenda og kennara á námskeiðinu „Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna„. Hér má finna tilkynningar, pælingar og leiðbeiningar frá kennara ásamt verkefnum og bloggfærslum nemenda. ... Meira...
Greinasafn fyrir flokkinn: Efni
Why we buy: The science of shopping
Tveir helstu smásölu- og vörumerkjasérfræðingum heims þeir Paco Underhill & Martin Lindstrom voru með erindi á ráðstefnu sem haldin var hér á landi 25. september síðastliðinn. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Why We Buy: The Science of Shopping“. Þar fór Paco yfir þá þætti sem hafa áhrif á það hvað fólk kaupir, hvort sem það er í búðum eða á netinu. Hann hefur fylgt fólki eftir og skráð hjá sér hvert einasta skref sem það tekur til að skilja með nákvæmum hætti hvernig kaupendur bregðast við umhverfi sínu. Paco hefur skrifað bækurnar „Why We Buy: The Science of Shopping“, sem er ein mest selda bók heims um smásölu og vísindin á bakvið það hvernig við verslum, og „What Women Want“ sem fjallar um hversu mikil áhrif konur hafa á neysluvenjur heimilanna.
Martin Lindstrom er sérfræðingur á sviði vörumerkja. Hann er einna þekktastur fyrir bók sína Buyology þar sem hann stóð fyrir einni umfangsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á sviði „taugamarkaðsfræði“ (e. neuromarketing). Rannsóknin kostaði 7 milljónir dala og var sú stærsta í sögu taugamarkaðssetningar (neuromarketing). Lindstrom skannaði meira en 2000 neytendur með fMRI (heilasegulómun) og fékk djúpa innsýn í viðbrögð þeirra þegar þeir versla. Þannig tókst honum að greina það hvernig heilinn bregst nákvæmlega við auglýsingum og vörumerkjum.
Viðskiptavinir eru tvær sekúndur að velja hverja vöru í innkaupakörfunni sinni. Mikilvægustu spurningar smásalans ættu að vera: Hvað fær viðskiptavininn til að velja vissar vörur, sleppa öðrum, og — það sem er kannski mikilvægast — ákveða að koma aftur í ákveðinn stórmarkað á hverjum degi.
Allt þetta eru spurningar sem gaman væri að fá svör við. Þeir sem fóru á ráðstefnuna ættu að hafa fengið svör við þessum spurningum en við verðum ábyggilega að lesa okkur til um þetta í bókum þeirra félaga.
Mér finnst samt magnað að einhver hafi keypt sér miða á þessa ráðstefnu á 40.000 krónur! Stúdentum var boðinn miðinn á 20.000 krónur. Ráðstefnan var frá kl. 11:30-17:15. Hvað ætli margir hafi keypt sig inn á ráðstefnuna? Hver ætli fjárhagslegur ávinningur þeirra sölumanna sem mættu á ráðstefnuna sé?... Meira...
Málið er að dreifa hugmyndinni
Seth Godin hefur vakið athygli á sér fyrir margar góðar markaðshugmyndir. Hann hefur verið ötull við það að koma hugmyndum eins og „Viral Marketing„, „Permission Marketing“ og „Tribes“ á kortið. ==> Kynnið ykkur þær stuttlega fyrir laugardaginn.
Hér er fyrirlestur sem hann hélt á TED um nauðsyn þess að vera eftirtektarverður .ætli maður að ná árangri í markaðssetningu:
First ten: Blogfærslan sem Seth Godin vitnar til um að ef þeir fyrstu tíu sem sjá hugmyndina þína / Þjónustuna / námskeiðið hafa ekki áhuga þá er eins gott að sleppa því…... Meira...
Um notkun félagsmiðla við markaðssetningu fræðslu
Félagsmiðlar virðast vera orðinn einn aðal miðillinn sem notaður er í markaðssetningu…. fræðsla er þar að engu undanskilin. Þetta er eitt af þemunum sem við þurfum að skoða á staðlotunni.
Hlustið á fyrirlestur Maríönnu Friðjónsdóttur til að hita ykkur upp fyrir umræðuna:
1)
2)
3)
... Meira...