Greinasafn fyrir flokkinn: Bloggvaktin

Sögur um gildi: Made of More

Guinness: Made of More

„Made of More“ auglýsingaherferðin hófst árið 2011 þar sem markmiðið var að aðgreina Guinness bjór frá öllum öðrum bjór á markaðnum. Þó að Guinness hafi verið einn vinsælasti bjór í heimi, þá risu ógnir gegn veldi þessa ölkeldurisa úr öllum áttum. Bruggarar eins og Brewdog birtust með gæðabjór og í kjölfarið hundruðir fagbruggara og svo tugþúsundir heimabruggara sem komu með alls konar skemmtileg afbrigði af kraftbjór, sem fangaði athygli þeirra sem elska að drekka slíkar veigar. Einnig þurfti Guinness að endurnýja viðskiptahópinn, því þeir sem voru tryggir Guinness voru farnir að eldast og grána.... Meira...

námskeið til sölu – kostar eina tölu

Nú er ég frekar mikill byrjandi í markaðsmálum og hef ekki hugað að markaðssetningu námskeiða fyrr en nú. Ég hafði ekki gert mér nokkra grein fyrir því hvað þarf að huga að mörgu við markaðssetningu. Mér fannst bara liggja beint við að búa til einfalda auglýsingu, setja upp eitthvað verð og mynd og ýta svo á send til allra helstu auglýsinga- og bréfsnifsa bæjarins. Hugmynd mín um markaðssetningu hefur líklegast verið frekar einföld hingað til… Á síðustu vikum hef ég fengið örlitla innsýn inn í heim markaðsmálanna í þessum ágæta áfanga. Virði, markaðshlutun og nú kauphegðun. Það sem fram kemur í námsefninu er svolítið common sense… svona þegar maður er búinn að lesa það.... Meira...

Markaðshlutun lululemon

LULULEMON

Mér fannst mjög áhugaverður kaflinn um markaðshlutun í lesbókinni. Markaðshlutun hefur augljósan ávinning en það er að ná betur til viðkomandi markhóps. Mér fannst virkilega áhugaverð sagan af LULULEMON, þeir auglýsa ekki á hefðbundin hátt heldur nýta samfélagsmiðlastjörnur og jógakennara til að auglýsa vörur sínar. Það sem mér þótti sérstaklega áhugavert við þetta er að þeir virðast hafa verið farnir að gera þetta svolítið á undan flestum öðrum. Þetta var á þessum tíma þekkt aðferð í keppnisíþróttum en ég er ekki viss með að þetta hafi þekkst mikið í almenningsíþróttum. Þeir gáfu jógakennurum vörur og í því fólst auglýsingin. Annað sem mér fannst mjög áhugavert í þeirra sögu er að vörurnar þeirra (upphaflega aðeins fyrir konur) voru ekki fyrir allar konur. Stærð 12 í US var stærsta stærðin og því var markhópurinn grannar konur sem stunda jóga. Eru þá feitir ekki velkomnir? Samræmist þetta þeim samfélagsgildum sem við erum stanslaust að berjast við að breyta í dag? Fitufordómar eru víða og því má segja að LULULEMON hafi aldeilis verið í einu efstu sætunum þar. Eftir smá rannsókn komst ég þó að því að þeir hafa bætt við stærðum og bjóða í dag upp á fatnað upp í stærð 20 í US. Þannig að þeir hafa tekið sig á sem er vissulega jákvætt.... Meira...

Lágmarks lífvænlegur markhópur

Seth Godin mælir með að einblína á hinn svokallaða „lágmarks lífvænlega markhóp“ (e. minimum viable audience) í staðinn fyrir fjöldann með þeim einföldu rökum að vandinn við fjöldann er meðaltalið. Þú neyðist til að bjóða fram vöru eða þjónustu sem hæfir meðaltalið og fyrir vikið nær varan eða þjónustan aldrei almennilega flugi. Þetta segir hann í viðtali við Caitlin Schiller um bókina sína „This is Marketing“ í hlaðvarpsþættinum Simplify og hann úrskýrir það einnig í blogginu sínu „Seth’s blogg“ í nokkrum færslum (https://seths.blog/2017/07/in-search-of-the-minimum-viable-audience/; https://seths.blog/2019/03/the-minimum-viable-audience-2/).... Meira...

Hvernig á að flokka trönuber?

Ég valdi að skrifa um hlaðvarpsþátt Seth Godin frá 25. Ágúst 2021. Ég valdi þenan þátt einfaldlega af því titillinn vakti áhuga minn.

Trönuberjabændur rækta mikið magn af trönuberjum en sum þeirra eru rotnuð. Hvernig greinum við muninn á rotnuðum trönuberjum og ferskum trönuberjum? Þeim er sturtað niður skábraut og þau sem skoppa nógu hátt komast í pokann sem verður seldur á markaðnum en hin renna niður í ruslflokkinn. Í reynd er skali af ferskleika trönuberja frá rotnum trönuberjum til smá úldina, tiltölulega fersk og svo framvegis til hágæða trönuberja.

Hver er stór, hver fullur og hver er hænuhaus?
Ef við myndum biðja alla höfuðborgarbúa að raða sér í röð eftir fæðingadegi myndi röðin vera nokkuð jöfn þó með smá frávikum.
Ef við hins vegar myndum biðja fólk að fara í röð eftir hæð myndum við fá nokkurs konar kúrfu þar sem fáir væru í allra lágvaxnasta hópnum og fáir í allra hávaxnasta flokknum en flestir í meðalhæð og þar um kring. Við getum leikið okkur með tölfræðina og fengið alls konar áhugaverðar niðurstöður þangað til ég spyr þig hver úr þessum hóp er hávaxinn? Þá vandast málið, því hvar ætlum við að draga mörkin. Ef við myndum t.d. segja að allir sem eru yfir 180cm séu hávaxnir erum við þá að segja að sá sem er 179cm sé ekki hávaxinn? Tökum annað dæmi. Ef lögreglan væri ekki með alkahólmæla til að mæla hver væri drukkinn og hver ekki hvernig ættum við þá að fara að því að ákveða hver er of drukkinn til að keyra og hver er edrú? Sumir þola alkahól betur geta drukkið án þess að finna fyrir áhrifum meðan aðrir eru svokallaðir ,,hænuhausar” og þola ekki hálft glas af áfengi án þess að verða þvoglumæltir. Sem betur fer eru lögin skýr með þetta ,,eftir einn ei aki neinn”, gott slagorð sem allir muna.

Fólk er eins og trönuber
Hvað með sjúkdómsgreiningar eða heilkenni eins og einhverfu? Er það alveg svart á hvítu annað hvort ertu með einhverfu eða ekki? Síður en svo því flest sem við kemur fólki er á einhvers konar rófi eins og trönuberin. Sumir eru með væg einkenni einhverfu og geta lifað nokkuð eðlilegu lífi en aðrir þurfa mikla aðstoð og eiga í erfiðleikum með að tjá sig. Þess vegna þurfum við að vera mjög varkár með að stimpla. Scott Alexander geðlæknir og bloggari hefur skrifað mikið um það sem hann kallar taxometrics https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2710982/ Það er að ef við ætlum að reyna að mæla eitthvað sem ekki er hægt að mæla með tölum eða mælikvörðum verður niðurstaðan nánast undantekningarlaust röng. Getur verið að við drögum úr líkum á því að einhver geti bætt sig ef við stimplum þau veik í byrjun? Með því að stimpla getur okkur yfirsést að meta einstaklinginn af verðleikum sínum. Enginn tveir eru eins, allir eru einstakir. Við þurfum að leyfa fólki að njóta vafans stundum og ekki afskrifa það of fljótt. Þegar við flokkum út frá eigin hræðslu gerum við það yfirleitt ranglega.

Hvað hefur þetta með markaðsfræði að gera?
Þessi umræða er gerð til að hugsa dýpra út í hverjum við eigum að treysta, hverjum eigum við að taka mark á, hverjum eigum við að fylgja og svo framvegis.

Hvenær er eitthvað góð hugmynd?
Í seinni hluta þáttarins hringir fólk inn með spurningar. Ég ætla að segja ykkur frá einni spurningunni. Einn maður spyr um ráð varðandi tónlistarvef sem hann er með og er að velta fyrir sér hvort hann eigi að halda áfram með eða ekki. Seth Godin segir að það séu tvær spurningar sem hann þurfi að spyrja sig: Hefur einhver í þínu fagi náð þessum árangri frá því sem þeim stað sem þú byrjaðir að því marki sem þú vilt ná? Ef svarið er nei þú vilt vera sá sem ryður brautina. Ef svarið er já þá skaltu spyrja þig þegar þeir/þær/þau voru í byrjunar fasanum hvaða merki voru þar fyrir þá/þær/þau sem gáfu þeim von um að þetta myndi ganga upp?
... Meira...

Er menntun eins og hver önnur vara?

Ég velti því fyrir mér hvort nám, námskeið, námsframboð og boð um hvers konar fræðslu sé eins og hver önnur vara eða þjónusta sem boðin er til sölu eða afnota af einhverju tagi. Fyrirfram hélt ég að önnur lögmál giltu, en hefði samt engin sérstök rök fyrir því í eigin huga.
Áður en ég mætti í fyrsta tímann í Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna hjá Hróbjarti og Magnúsi velti ég því stuttlega fyrir mér hvað við værum að fara að læra á þessu námskeiði. Ég sá á kennsluáætluninni að við ætluðum meðal annars að svara eftirfarandi spurningum: „Hvernig hönnum við og skipuleggjum námskeið eða önnur námstilboð þannig að þau höfði til þeirra sem þau eru skipulögð fyrir? Hvernig náum við til „réttu“ þátttakend-anna? Hvernig er hægt að nota nýja miðla til að ná til þátttakenda?“ (Hróbjartur Árnason og Magnús Pálsson, kennsluáætlun, NAF005F haust 2021). Enn var ég viss um að það færi engin að skipuleggja námskeið, setja saman námsbraut eða stofna skóla nema hafa örugga viðskiptavini. Annað hvort væri sérstaklega óskað eftir fræðslunni af nemendunum, frá atvinnulífinu, að hið opinbera vantaði nám til að tryggja að hægt væri að fullnægja markmiðum eða eitthvað slíkt. Þetta var um það bil það sem var að gutla í höfðinu á mér. Enn var hugsunin frekar grunn og á eins konar floti í hausnum á mér því ég hafði aldrei velt því fyrir mér áður hvort lögmálin væru önnur.
Þá fór ég að reyna að svara spurningunni frá hinu sjónarhorninu. Hvað drífur einhvern áfram í að selja einhverja vöru eða þjónustu. Án þess að vera búin að lesa mikið í fræðunum, held ég að það sé tvennt. Markaðurinn kallar á eitthvað sem þú átt í pokahorninu eða þú ert alveg viss um að vera með eitthvað í þínum fórum sem þú getur miðlað til annarra, annað hvort frá sjálfum þér eða sem milliliður. Sá sem hefur sölu á nýjum gosdrykk hlýtur að luma á rosalegri uppskrift eða vera nokkuð viss um þorsta eða löngun hjá einhverjum hópi og sér þar tækifæri. Þetta hafði ég talið mér trú um og það hefur styrkst með lestrinum í haust. Áfram var spurningin þó opin og ég fór smá saman að sannfærast um að það væri ekki munur á námsframboði og öðru framboði.
Enn eitt sjónarhornið sem ég fór að skoða var eigin reynsla. Af hverju fór ég að bjóða upp á námskeið þar sem ég kenni um hugmyndafræði Uppbyggingar (e. Restitution) og verkfæri og leiðir til að vinna með hana í inni í menntastofnunum? Hvað dreif mig áfram? Í mínu tilviki þá lærði ég um hugmyndafræðina, vann samkvæmt henni, gerðist leiðbeinandi og tók virkan þátt í félagsskap áhugafólks um fræðin áður en ég fór að bjóða upp á námskeið. En hvers vegna? Svarið er líklega tvíþætt, eftirspurnin var og er mikil og ég er viss um að aðrir geti nýtt sér það sem ég hafði lært. Þannig að ef ég ber það saman við gosdrykkjaframleiðandann þá var ég bæði með góða uppskrift í mínum fórum (framboð) og hóp þyrstra tilvonandi neytenda (virk eftirspurn).
Þegar kom að því að mæta í innilotu og byrja að kafa enn frekar í fræðunum, hvað kom í ljós? Ekkert var minnst á sérstöðu náms eða fræðslutilboða samanborið við aðra vöru eða þjónustu sem markaðssett er. Mörg skemmtileg dæmi voru tekin og enginn sérstakur stallur eða eitthvað slíkt fyrir þessa gerð af vöru. Annað kom mér meira á óvart að þekking mín og reynsla af uppbyggingunni mun líklega koma mér mun meira að gagni en ég hafði fyrir fram átt von á. Mikill tími fór í heimspekilegar umræður um vöxt, trúverðugleika, raunverulegt virði og hvernig hver og einn verður að átta sig á því fyrir hvað hann stendur til að geta byggt það upp.
Ég hlakka enn meira til að læra meira um markaðssetningu fræðslutilboða því nú finnst mér markaðsfræði sem jafnvel er að gufa upp sem ein stök fræðigrein enn meira spennandi sem grein tvinnuð inn í félagsfræði, sálfræði og aðrar greinar sem fjalla um hegðun, framkomu og samskipti okkar mannanna.
Í námsbókinni okkar Foundations of Marketing segja höfundarnir, John Fahy og David Jobber meðal annars að menntastofnanir hafi orðið markaðsdrifnar í auknu mæli. Þeir segja samfara samfélagslegum breytingum hafi samkeppni um nemendur aukist. Þeir segja háskóla hafa þurft að skilgreina sig upp á nýtt, búa til vörumerki og fara í markaðsherferðir og kynningar. Þeir segja skóla hafa farið út í samskonar greiningavinnu og fyrirtæki við að bera kennsl á væntanlega viðskiptavini og þeir hafi breytt þjálfun fyrir þjónustu í þeim tilgangi að breyta fyrirspurnum í sölu (2019:13). Þarna er menntun bara tekin sem dæmi eins og hvert annað fyrirbæri.
Ætli mitt ævistarf, kennsla og miðlun þekkingar, sé hvorki nokkuð merkilegri né ómerkilegri en hver önnur vara eða þjónusta. Markaðsfræði er markaðsfræði og ég hlakka til að kynnast nánar þeim lögmálum sem gilda þegar kemur að þessari hlið mannlegs eðlist því þetta eru víst engin geimvísindi heldur endalaus spírall þar sem við kynnumst nánar hegðun út frá framboði, eftirspurn, trúverðugleika, virði, tengslum, gæðum, vexti, samkeppni, vali, vörum, staðsetningu, menningu, ferlum, aðgengi og upplifun svo eitthvað sé nefnt.... Meira...