Allar færslur eftir Ingibjörg Emilsdóttir

Apple style

Markaðsfræði hefur verið mjög áhugavert fag. Mér finnst að því meira sem ég kafa ofaní hana því meiri áhuga vekji hún. Branding hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég er mikil Apple manneskja og mér finnst það  brand svo fallegt, stílhreint og öll tæki tala sama tungumálið. Ástæðan fyrir því að ég skipti úr PC yfir í mac var í kjölfar þess að iphone komst á markað. Ég eignaðist snemma iphone síma og heillaðist að öllu umhverfinu og ákvað í framhaldi að fjárfesta í ipad og macbook og síðar imac. En brandið er svo sterkt. Það nær manni á allan hátt. Einfaldleiki er í forgrunni í öllum tækjum, stýrikerfum og umbúðum. Í samhengi við þetta fór ég að hugsa um markaðssetningu námskeiða. Námskeiðið mitt þarf að vera Apple style. En hvernig geri ég námskeið Apple style? Ég þarf að fara í gegnum markaðs greiningu og fara í gegnu allt það ferli og greina markaðinn vel. Einnig er mikilvægt að ég geri námskeiðið þannig að það höfði til markhópsins. En mögulega er mikilvægasta skrefið auglýsingin.  En í samhengi við Apple, þá auglýsa þeir ekki mikið í opnum auglýsingum. Þeirra herferðir eru yfirleitt í gegnum sjópnvarpsþætti og bíómyndir, sem er virkilega áhugavert. En gott námskeið nær væntanlega ekki miklu flugi ef auglýsingin er ekki góð. Það kveikir ekki áhuga nemenda ef auglýsingin er ekki nægilega öflug eða ef hún talar ekki beint til þeirra. Auglýsingar mega ekki vera hógværar. Ja, nema ef um Framsóknarflokkinn sé að ræða. Hann auglýsti grimmt með mjög svo hógvært slagorð og náði miklum árangri. Er það auglýsingaherferðin sem virkaði þar? En ég sé sem sagt fyrir mér að námskeiðið hafi grípandi og áhugahvetjandi auglýsingu. Markhópurinn minn þarf að upplifa að hann sé að missa af einhverju ef hann mætir ekki á námskeiðið.... Meira...

Hvað selur?

Ég hef mikið velt fyrir mér í gegnum þennan áfanga hvað það er sem selur og hvernig megi nýta það til að markaðssetja námsefni. Það eru ótal birtingarmyndir á því hvernig fyrirtæki auglýsa vörur sínar. En hvað hentar fyrir námskeið? Eftir lestur kaflans um kynningarmál fór ég að velta fyrir mér ýmsum leiðum. Mér finnst það hafa vaxið gríðarlega að fá samfélgasmiðlastjörnur til að auglýsa fyrir sig vörur. Ef maður flettir í gegnum samfélagsmiðla þá er varla hægt að horfa á story hjá einstaklingum sem starfa á samfélagsmiðlum án þess að verið sé að auglýsa vörur. En væri námskeið eitthvað sem væri mögulegt að kynna með þessum hætti? Það væri vissulega hægt að kosta auglýsingu á samfélagsmiðlum og láta hana birtast í news feedi þeirra sem við teljum markhópinn. En hitt held ég að væri ekki svo árangursríkt. ... Meira...

Markaðshlutun lululemon

LULULEMON

Mér fannst mjög áhugaverður kaflinn um markaðshlutun í lesbókinni. Markaðshlutun hefur augljósan ávinning en það er að ná betur til viðkomandi markhóps. Mér fannst virkilega áhugaverð sagan af LULULEMON, þeir auglýsa ekki á hefðbundin hátt heldur nýta samfélagsmiðlastjörnur og jógakennara til að auglýsa vörur sínar. Það sem mér þótti sérstaklega áhugavert við þetta er að þeir virðast hafa verið farnir að gera þetta svolítið á undan flestum öðrum. Þetta var á þessum tíma þekkt aðferð í keppnisíþróttum en ég er ekki viss með að þetta hafi þekkst mikið í almenningsíþróttum. Þeir gáfu jógakennurum vörur og í því fólst auglýsingin. Annað sem mér fannst mjög áhugavert í þeirra sögu er að vörurnar þeirra (upphaflega aðeins fyrir konur) voru ekki fyrir allar konur. Stærð 12 í US var stærsta stærðin og því var markhópurinn grannar konur sem stunda jóga. Eru þá feitir ekki velkomnir? Samræmist þetta þeim samfélagsgildum sem við erum stanslaust að berjast við að breyta í dag? Fitufordómar eru víða og því má segja að LULULEMON hafi aldeilis verið í einu efstu sætunum þar. Eftir smá rannsókn komst ég þó að því að þeir hafa bætt við stærðum og bjóða í dag upp á fatnað upp í stærð 20 í US. Þannig að þeir hafa tekið sig á sem er vissulega jákvætt.... Meira...