Markaðshlutun lululemon

LULULEMON

Mér fannst mjög áhugaverður kaflinn um markaðshlutun í lesbókinni. Markaðshlutun hefur augljósan ávinning en það er að ná betur til viðkomandi markhóps. Mér fannst virkilega áhugaverð sagan af LULULEMON, þeir auglýsa ekki á hefðbundin hátt heldur nýta samfélagsmiðlastjörnur og jógakennara til að auglýsa vörur sínar. Það sem mér þótti sérstaklega áhugavert við þetta er að þeir virðast hafa verið farnir að gera þetta svolítið á undan flestum öðrum. Þetta var á þessum tíma þekkt aðferð í keppnisíþróttum en ég er ekki viss með að þetta hafi þekkst mikið í almenningsíþróttum. Þeir gáfu jógakennurum vörur og í því fólst auglýsingin. Annað sem mér fannst mjög áhugavert í þeirra sögu er að vörurnar þeirra (upphaflega aðeins fyrir konur) voru ekki fyrir allar konur. Stærð 12 í US var stærsta stærðin og því var markhópurinn grannar konur sem stunda jóga. Eru þá feitir ekki velkomnir? Samræmist þetta þeim samfélagsgildum sem við erum stanslaust að berjast við að breyta í dag? Fitufordómar eru víða og því má segja að LULULEMON hafi aldeilis verið í einu efstu sætunum þar. Eftir smá rannsókn komst ég þó að því að þeir hafa bætt við stærðum og bjóða í dag upp á fatnað upp í stærð 20 í US. Þannig að þeir hafa tekið sig á sem er vissulega jákvætt.

Um árið 2013 komu fram háværar kvartanir yfir því að gæðin væru ekki góð í jógabuxum frá þeim, þá svaraði forstjórinn því opinberlega að fatnaður frá LULULEMON væri ekki fyrir allar konur. Þessar athugasemdir voru síðar dregnar til baka en almennt var litið á atvikið sem almannatengsla hrylling. Þetta finnst mér stórmerkilegt að hann hafi, fyrir það fyrsta, látið þessi orð falla og að brandið hafi staðið þetta af sér. Óformleg rannsókn mín segir að þetta sé vinsælt merki í jógaheiminum, meirihluti jógaiðkenda eru konur og þær hafa látið þetta framhjá ser fara. Hver er ástæðan? Er brandið svona rosalega vel markaðssett? Ég held að í dag væru hákallar samfélagsins búnir að jarða fyrirtækið á skömmum tíma og það ætti erfiðara uppdráttar eftir slíka byltu.

3 thoughts on “Markaðshlutun lululemon”

  1. Takk fyrir þetta Ingibjörg. Þessi markaðssetning vakti líka athygli mína. Ég held að það verði æ meiri krafa núna á tímum gervigreindar og þriðju eða fjórðu iðnbyltingarinnar að fyrirtæki síni að þau séu mannleg og persónuleg.

  2. Skemmtileg færsla Ingibjörg. Ég hugsaði um þessa aðgreiningu sem Lululemon virðist hafa viðhaft. Mér fannst hún á afar þröngu og fordæmandi sviði þ.e. grannvaxnar konur sem stunda jóga (og hafa efni á dýrari aðföngum, vörurnar eru frekar dýrar ef ég hef tekið rétt eftir). En því miður kannast ég við markhóp sem nýtur þess að tilheyra þessum eða öðrum slíkum hópum og finnast það flott.
    Alls ekki markaðssetning sem mér finnst til fyrirmyndar en sannarlega markaður sem hægt er að herja á, sé vilji fyrir því.

  3. Áhugavert.

    Þarna er fyrirtækið að takmarka markhóp sinn við grannar konur sem stunda yoga, og það virkar sama hversu ógeðfellt manni kann að þykja það. Hugsanlega vekur þetta ákveðið umtal og efa sem ýtir svo undir vörumerkið. Þetta minnir mig á það sem við ræddum í dag, en Trump lagði áherslu á að ná til miðaldra hvítra karlmanna sem geta varla andað af reiði og hneykslan vegna ýmissa mála.

    Þetta sýnir kannski fyrst og fremst að markaðssetning þarf ekki að vera geðfelld til að virka.

Skildu eftir svar