Þetta reddast

Forget about New Year's Resolutions – start the new year with an Icelandic  approach, þetta reddast! | Iceland will make you happy

Nú er langt liðið á áfangann og í dag áttaði ég mig eiginlega á því að ég hef lært ótrúlega mikið á síðustu vikum. Ég fékk nefnilega símtal frá samstarfskonu minni sem spurði mig hvort ég vildi ekki vera með henni í að setja upp síðu til þess að kynna þá þjónustu sem við erum að fara bjóða uppá. Það fannst mér frábær hugmynd, það gæti verið góð leið til þess að ná til tilvonandi viðskiptavina og fyrir þennan áfanga hefði ég bara stokkið á vagninn og hugsað ,,þetta reddast”. Ég hinsvegar staldraði aðeins við og eftir stutta íhugun tilkynnti ég henni að mér þætti hugmyndin mjög góð og að ég vildi vera með … þegar við værum búnar að ljúka við stefnumótun. Við værum algjörlega í lausu lofti, vissum ekki nákvæmlega hver markmiðin okkar væru eða hvert við værum að stefna og þyrftum því að vinna undirbúningsvinnuna betur áður en við færum að auglýsa og reyna að ná fólki til okkar. Henni þótti það auðvitað mjög gáfulegt þegar ég hafði selt henni hugmyndina og framundan er því stefnumótun og markaðsáætlanagerð fyrir þá þjónustu sem við ætlum að bjóða uppá.  

Það sem mér finnst skipta miklu máli í þessari vinnu sem framundan er að við gefum okkur góðan tíma til að velta markaðsmálunum fyrir okkur. Það eru ótal spurningar sem ég mun hafa með mér inn í þessa vinnu. Til dæmis þessar:

Hvað fá þátttakendur út úr námskeiðinu? Hvað er markmið þjónustunnar? Fyrir hverja er hún? Afhverju ættu einstaklingar að skrá sig? Hvað höfum við uppá að bjóða framyfir aðra? Hvernig viljum við að þjónustan sé? Fyrir hvað stöndum við? Hvernig ætlum við að fá fólk til þess að breyta hegðun sinni? Hvernig ætlum við að auglýsa í gegnum þessa heimasíðu? Hvernig fáum við fólk til að skoða heimasíðuna? Og í kjölfarið skrá sig á námskeið? Ætlum við að skrifa pistla? Ætlum við að bjóða upp á póstlista? Hvað kostar þjónustan?

5 Common Mistakes Leaders and Managers with ADHD Make

Við munum gera fullt af mistökum en ég vonast til þess að við lærum af þeim og gerum a.m.k. ekki sömu mistökin oft. Á þessu námskeiði opnaðist nýr heimur fyrir mér. Heimur sem ég vissi varla að væri til. Ég hlakka til að kynnast honum betur og á sama tíma verða betri í mínu starfi … og vonandi fá fullt af fólki til þess að kaupa þjónustu af mér.

One thought on “Þetta reddast”

  1. Ég tengi sterkt við þetta. Hversu oft hef ég í hvatvísi minn sagt já ég er til, langar til að vera með, gerum þetta. Sem er út af fyrir sig kostur en svo þroskað skrefa að skoða aðeins betur út í hvað er verið að fara og gera áætlun fyrst til að framhaldið verði skýrara og auðveldara.

Skildu eftir svar