Slæm markaðssetning / bloggvaktin – Seth Godin


Seth Godin ræðir slæma markaðssetningu á blogginu sínu https://seths.blog/2013/07/more-people-are-doing-marketing-badly/.

Þessi færsla Godin vakti athygli mína þar sem umræður um góða markaðssetningu eru oft háværari og minna fjallað um árangurslitlar markaðsherferðir, vafalaust vegna þess að illa útfærð markaðssetning nær líklega ekki athygli margra. Godin beinir athygli sinni að því að sífellt fleiri beiti slæmri markaðssetningu, en að í því felist jafnframt ákveðin tækifæri til lærdóms.

“Marketing is the generous act of helping someone solve a problem. Their problem. Marketing helps others become who they seek to become”. Seth Godin-

Hann nefnir þrjár ástæður þess að markaðssetning sé að versna.

  1. Nú til dags virðast allir vera „markaðs snillingar“ án þess endilega að hafa þekkinguna og getuna til að markaðssetja með áhrifaríkum og réttum hætti.

2. Flestir sem eru að markaðssetja eru ekki fagfólk í markaðssetningu og eru í raun betri í einhverju allt öðru en markaðssetningu.

3. Það er ekki til nein hefðubundin handbók, engin auðveld leið til að fara yfir aðferðirnar í markaðssetningu.

En hvert er ráðið við þessu? Svarið er ATHYGLI! Að taka eftir því hvað er raunverulega að virka á markaðnum og reyna að finna út úr því AFHVERJU það er að virka, yfirfæra það síðan á markaðinn og endurtaka.

Samkvæmt Godin þarf að læra að gera greinamun á góðri og slæmri markaðssetningu. Eftir þann lærdóm, þarf að að segja frá því hver lærdómurinn er og nýta sér þá þekkingu í markaðssetningunni.

2 thoughts on “Slæm markaðssetning / bloggvaktin – Seth Godin”

  1. Takk fyrir að benda á þessa bloggfærslu.

    Það er skemmtilegt hvernig Seth snýr hlutunum á haus og fær eitthvað jákvætt og spennandi út úr þessu.

    Fólk er að sinna markaðssetningu illa. Maður hefði haldið að hann myndi kvarta yfir fúskinu, en nei, hann finnur góða hlið á málinu og dásamar tækifærin sem bjóðast þeim sem kunna að markaðssetja hlutina.

    Þetta er geggjaður hugsunarháttur! Finna tækifærið í hlutunum þegar þeir eru ekki að virka.

  2. Skemmtilegar pælingar @aslaug74! Ég tók sérstaklega eftir þessu:
    En hvert er ráðið við þessu? Svarið er ATHYGLI! Að taka eftir því hvað er raunverulega að virka á markaðnum og reyna að finna út úr því AFHVERJU það er að virka, yfirfæra það síðan á markaðinn og endurtaka.
    Þetta er trúlega það fyrsta sem ég lærði um markaðssetningu, og trúlega eitt það vanræktasta… Ég lærði það við kvöldmatarborðið að með því að skrá hjá sér viðbrögð við markaðssetningunni og læra af henni gæti maður náð árangri. Þegar ég hef reynt að fá kollega til að beita slíkum einföldum aðferðum hafa menn gjarnan ekki nennt því! Simmerly skrifaði t.d. um þetta í handbók sinni um Markaðssetningu símenntunar (1989): í kaflanum 10 skref til árangurs: #9 Skráðu viðbrögð við markaðssetningunni… 😉

Skildu eftir svar