Einu sinni aðdáandi, alltaf aðdáandi?

Markaðurinn er sífellt að leita að leiðum til að ná til markhópa. Til þess að selja vöruna þína eða auglýsa merkið þitt þá þarftu að skilja markhópinn sem þú ætlar að ná til.

Það sem mér finnst áhugavert í þessu er lífsstíls nálguninn á markhópa. Kvikmynda og þáttaframleiðendur reyna mjög mikið að ná til síns markhóps, sérstaklega ef þeir eru að taka þekkt vörumerki (Star Wars, Charmed, Harry Potter, Marvel eða DC). Þeir reyna að hafa ákveðna aðdáenda þjónustu (fan service) í sínum myndum eða þáttum sem draga til sín gamla aðdáendur og halda fortíðarþrá þeirra á lífi. Þekkt persóna er nefnd eða leikari sem áður lék stórt hlutverk kemur í stutta stund. Þetta getur haft þau áhrif að vörumerkið fær nýja aðdáendur en útilokar ekki þá gömlu. Gott dæmi í bókinni er þar sem farið er yfir sögu Crayola og hvernig þeir eru alltaf að reyna að halda áfram að vera viðeigandi frá því að þeir verða hluti af lífi barnsins og þangað til það barn verður fullorðið.

Mark Hamill sem Luke Skywalker í Star Wars

En það er ekki aðeins fortíðarþrá sem getur haft áhrif á því hvort að vara eða merki haldi sínum gömlu aðdáendum. Þegar verið er að gera þekktar bækur að kvikmyndum eða þáttum. Aðdáendurnir hafa lesið þessi verk og tengst persónunum sem og heiminum. Það er getur verið erfitt að taka 300 – 400 blaðsíðna bók og gera hana að mynd sem er ekki lengri en 3 klst án þess að sleppa einhverju eða breyta. Þetta getur valdið miklu fjaðrafoki hjá aðdáendum ef til dæmis einn af uppáhalds persónunum þeirra eru ekki lengur stór hluti af sögunni, ef umhverfið passar ekki við nákvæmlega við heiminn sem sagt var frá í bókinni eða ef það vantar kafla sem ekki var tími til að kafa djúpt í. Nýjir aðdáendur falla fyrir myndinni eða þáttunum en vita jafnvel ekki að þetta hafi verið bók til að byrja með. Gamlir aðdáendur fá ekki upplifunina úr myndinni eða þáttunum sem bókin hafði gefið þeim og þar af leiðandi hverfa þeir frá þessum verkum.

Einnig er hægt að taka teiknimyndasögur þar sem fjölgað hefur verið mikið í framleiðslu á ofurhetjumyndum og þáttum á seinustu árum, sérstaklega eftir að Marvel bjó til MCU (Marvel Cinematic Universe). Eitt sem þeir gerðu vel og náði til þeirra markhóps, bæði þá sem voru nýjir og þeir sem voru nú þegar aðdáendur, var að hafa Stan Lee einn af höfundum þessara teiknimyndasagna í allskonar litlum hlutverkum í hverri mynd. Hann birtist og sagði kannski eina til tvær setningar og það var nóg til þess að aðdáendum voru kátir.

Stan Lee

Framleiðendur ná því oft til aðdáenda með fleiri vörum en kvikmyndum og þáttum, þeir senda frá sér leikföng, föt og fleira sem höfðar til breiðari hóps á markaðinum.

Þegar ég hugsa um þetta og reyni að flokka sjálfan mig sem neytanda þá þarf ég að átta mig á því hvaða markhóp ég fell í. Ég til heyri ekki gráa markaðinum (grey market) sem talað er um í bókinni sem eru eldri borgarar, en ég tilheyri hópnum af aðdáendum sem hefur fortíðarþrá í þetta efni.

Það er flókið að ná til markhóps sérstaklega ef hann samanstendur af ólíkum einstaklingum með ólíkan lífstíl en sameiginleg áhugamál. Það er algjörlega þess virði að kafa dýpra ofan í það hvernig markaðsetning er hugsuð með það í huga. Þar af leiðandi er aðdáendaþjónusta (fan service) nauðsynleg ef hún er gerð rétt.

2 thoughts on “Einu sinni aðdáandi, alltaf aðdáandi?”

  1. Þetta eru áhugaverðar pælingar Alma Sif. Ég er mikill laumuaðdáandi Star Wars og Marvel, og fannst einmitt mjög skemmtilegt að fylgjast með Stan Lee í alls konar atriðum. Hann verður jafnvel ofurhetja í sumum Marvel teiknimyndum, sem ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með.

    En þetta vissulega snýst um að tengja við fólk, tengja við þá sem þegar hafa áhuga og kaupa, og þá sem eru að koma nýir inn í hópinn. Reyndar hefur mér líkað svolítið illa við hvernig í Star Wars heiminum hvernig flestar af þessum skemmtilegu gömlu persónur eru orðnar eitthvað allt annað, bara vegna þess að þær eru eldri, og skiptu einhvern veginn minna máli í þessum skáldsagnaheimi. Þannig tókst að minnka minn áhuga á þessu sagnaheimi, eða réttara sagt, þannig mistókst framleiðendum að auka áhuga minn á þessum sagnaheimi.

    Hvernig væri hægt að yfirfæra þessar tengingar yfir á námstilboð?

  2. Þessi hugmynd snýst sérstaklega um áhugasvið þátttakenda í námskeiðum. Það þarf að athuga hvað markhópinn til þess að ná til gamla hópsins sem og að ná til nýrra þátttakenda. Þar með þarf námstilboðið að vera skipta máli í nútíman án þess að gera lítið úr því sem áður var. Þetta er til dæmis hægt að tengja þetta við tækniþróanir eins og í rafiðnaði, þar er sífelld þróun í gangi en reglurnar og ramminn er sá sami. Þar af leiðandi er hægt að kenna þátttakendum með mikla reynslu af vinnumarkaði sem og nýjum þátttakendum sem nýlega hafa lokið sveinsprófi það sama án þess að útiloka annan hvorn hópinn. Það er til dæmis gott dæmi um námstilboð sem er í gangi hjá okkur í RAFMENNT núna sem er meistaraskólinn. Þau námskeið sem eru í boði og endapunkturinn (meistarabréf) kallar til bæði eldri rafiðnaðarmanna sem og þeirra sem voru að klára.

Skildu eftir svar