Allar færslur eftir Alma Sif Kristjánsdóttir

Er fyrirtækið með app?

Nálgun á þjónustu hefur breyst mjög á seinustu árum og þá sérstaklega hvernig þjónusta er að færast yfir í að vera starfræn. Eins og kemur fram í bókinni þá voru margir viðskiptavinir banka illa við að mæta á staðinn og möguleikin að klára viðskiptin starfrænt varð mjög vinsælt. Sama á við um íslenska banka svo dæmi sé tekið. Lengi vel voru þjónustuver þessi kostur fyrir þá sem ekki vildu mæta á staðinn. En biðin gat oft verið löng og sérstaklega um mánaðarmót, sem getur enn verið staðan í dag. Þegar bankarnir opnuðu möguleikann á heimabönkum, breytti það miklu fyrir viðskiptavina þeirra. Næsta þróun varð síðan þegar snjallsímarnir voru eitthvað sem flestir áttu, þá gátu bankarnir og auðvitað fleiri fyrirtæki farið að bjóða upp á þjónustuna sína í smáforritum. Það er mjög þægilegt að geta skoðað smáforritið frá bankanum sínum til að fá upplýsingar um stöðu og jafnvel pin númer bara í miðri verslun. Það er auðvitað hópur sem hefur ekki tækniþekkinguna til þess að nota þessar þjónustuleiðir en þar af leiðandi geta þeir gert þetta á „gamla“ mátann og mætt á staðinn sem er enn í boði.... Meira...