Flipboard 4 – tímasetning innleggja á samfélagsmiðlum og sjö algeng mistök.

Nú er ég farin að venjast  flipboard og skilja aðeins hvernig það virkar. Best að passa sig að drukkna ekki í öllu efninu en nýta þetta alltsaman til gagns í náminu. Ég er farin að sjá fyrir mér að flipboard sé komið til að vera í mínu lífi.

Ég fann áhugverða bloggfærslu á www.branex.ae eftir Yousuf Rafi um hvenær sé best að birta færslur á Twitter, Instagram og Facebook.  Höfundur heldur því fram að tímasetningar markaðssókna á samfélagsmiðlum skipti miklu máli. Til þess að vita hvað virki best þarf að þekkja markhópinn og hvernig hann hegðar sér. Samkvæmt höfundi er best að pósta á Facebook eftir hádegi á fimmtudögum og föstudögum áður en vinnudegi líkur. Þá fer fólk að ókyrrast í vinnunni og vill tékka á afþreyingu fyrir helgina. Á Instagram er mest umferð seinnipartinn á mánudögum aðallega þar sem mikið af fyrirtækjum setja inn efni á þeim tíma. Á Pinterest eru flestir snemma á laugardögum. Pinterest er miðill sem felstir nota í aflsöppun yfir kaffibolla meðan þeir velta fyrir sér innkaupum eða innréttingum heimilisins. Twitter virkar best eftir hádegi virka daga, meðan fyrirtæki eru opin. Mikið getur þó haft áhrif á þetta og verður hvert fyrirtæki að útbúa sína strategíu að sögn höfundar. Ef þú selur ullarvörur er haustið þinn tími, föndur er vinsælt í aðdraganda jóla og afþreying selst best undir lok vinnuvikunnar. Að lokum bendir höfundur á að því meira sem fyrirtæki vita um markhópinn sinn þessu markvissari verða markaðsáætlanir þeirra á netinu.

Á www.saleshub.ca fjallar Tyler Abbot um sjö ástæður þess að markaðssetning á samfélagsmiðlum skilar ekki tilsetnum árangri. Fyrstu mistökin snúa að því að þekkja ekki markhópinn sinn. Mikilvægt að þekkja markhópinn áður en farið er í markaðsherferð. Í öðru lagi nefnir höfundur ónóga notkun mynda og myndefnis. Myndirnar þurfa að tengjast því sem er verið að markaðssetja og byggja upp traust og áhuga viðskiptavina. Í þriðja lagi þurfa svo kallaðar „læka og deila“ herferðir að vera marvissar. Hvað fær viðskiptavinurinn í staðinn? Hverjar eru líkur á vinningi? Ef þetta er ekki ljóst eru líkur á að herferiðin skili ekki tilætluðum árangri. Í fjórða lagi þarf að huga vel að tímasetningum eins og Yosouf Rafi benti á í sinni færslu. Við þurfum að vita hvenær markhópurinn okkar er á nota samfélagsmiðla. Í fimmta lagi þarf að greina herferðirnar vel, halda utan um alla tölfræði til að sjá hvað virkar. Í sjötta lagi veldur leiðinlegt innihald því að markhópurinn er ekki að virkjast. Samfélagsmiðlar snúast ekki um einhliða samskipti heldur samtal milli viðskiptavina og þeirra sem selja vörur og þjónustu. Í sjöunda og síðasta lagi má fólk ekki setja sér óraunhæfar væntingar. Það tekur tíma að byggja upp samband við viðskiptavini sína á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar eru hluti af stærra markaðsplani, það á ekki setja allt traust sitt á þá.

In the long-term, social platforms increase your brand’s visibility, but social media should not be your only marketing strategy. You are unlikely to attract heaps of new customers right away. Social media is a component of your overall marketing strategy and should run alongside and support all marketing campaigns.

 

One thought on “Flipboard 4 – tímasetning innleggja á samfélagsmiðlum og sjö algeng mistök.”

  1. Það eru svakalegar pælingar í kringum samfélagsmiðla, hvenær eigum við að birta á þeim og hvernig við getum fengið sem mest út úr þeim.
    Við þekkjum öll þegar fyrirtæki fer af stað með „leik“ þar sem maður er beðin um að „læka“ og deila skilja jafnvel eftir svar. Hver ætli fjölföldunar áhrifin séu. Ég fékk t.d. upp á síðunni hjá mér auglýsingu frá Air Baltic. Hvað ætli sú auglýsing hafi fengið mikil fjölföldunar áhrif ………

Skildu eftir svar