Er markaðurinn landamæralaus

 

Er markaðurinn landamæralaus

……Eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér og skoða já og lesið örlítið um núna síðustu daga  er landamæralaus markaður hvernig og hvort hann sé það í raun. Svo kemur þessi svaka auglýsing inn á tölvuna mína algerlega óumbeðin og gýn yfir mér og segir mér að það sé núna í nótt sem þetta byrjar (11/11). Vertu klár í slaginn það er „Singles day“  þar sem netverslun nær hámarki og hægt að gera reyfara kaup „keyptu allar jólagjafirnar og njóttu svo aðventunnar“ þetta er innhald auglýsingarinnar. Ég sem nýt aðventunnar með því að kaupa jólagjafir.

Í dag er umhverfi okkar síbreytilegt og flókið. Markaðurinn er flókinn og miklar tækninýungar hafa rutt sér til rúms s.s innternetið og snjallsímar Það er alveg óhættt að segja að markaðurinn sé landamæralaus hvað varðar kaup fólks á vörum og það er mjög hröð þróun í þá átt að fólk kaupi vörur á netinu út um allann heim. Meira segja mamma 81. árs  er að kaupa frá Kína einhverja kjóla.

Hvernig fara fyrirtæki að því að vera „Inni“ í bransanum sýnileg og áhugaverð. Frumskógur netsins er þéttur, stór og alveg með ólíkindum hversu mikið magn af upplýsingum er þar á ferð og flugi og erfitt getur verið að komast inn eða vera skoðaður.

Nýta fyrirtæki sér fræðilega kenningar í markaðsettningu, hvernig er það gert. Þetta er svo nýtt fyrir mér að ég fer um víðann völl í leit minni að svörum. Tæknin og möguleikarnir eru miklir og það þarf að skilja þá og auk þess fylgjast með þeim nýjungum sem verða á þessu sviði. Getur þetta því orðið mikil vinna og yfirlega. Tæknibreytingar og þróun sem á sér stað bæði í innra og ytraumhverfi fyrirtækisins er hröð og það þarf að vera á tánum allan tímann alltaf.  Allt snýst þetta um að búa til virði fyrir viðskiptavininn.

Þóranna sem bloggar á mannamáli um markaðsettningu segir „Það er langbest að gera sér bara grein fyrir því strax að markaðsstarf tekur tíma. Og sætta sig við það. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur á einni nóttu. Þetta er ekki spurning um eina risa auglýsingu hér eða boostaðan Facebook póst þar. Fólk þarf að fara í gegnum ákveðið ferli og þú verður að ná til þeirra ansi oft áður en þau eru tilbúin til að kaupa af þér“

Á vafri mínu um bækur og netið rakst ég á grein þar sem talað er um þrjár mismunandi leiðir í net markaðsettingu og langar mig að skoða eina þeirra hér.

….Eigin miðlar (e. owned media). Þar er verið að tala um mismunandi miðla á netinu sem fyrirtæki og eða einstaklingar nýta sér, eins og t.d. að hafa eigin vefsíðu, blogga og svo facebook, twitter og LinkedIn. Ég spyr mig hvort að þetta séu áræðan- og trúanlegar leiðir til að koma t.d námskeiðum á framfæri. Allt fer það sjálfsagt eftir eðli þess sem verið er að koma á framfæri. Ávinningur eigin miðla er samt sá að við getum stjórnað hvað fer inn og hvernig það er gert. Getur verið skilvirkt þegar kemur að kostnaði þó getur umfangið orðið það mikið við að halda miðlinum og uppfæra hann.

Þóranna talar um í sínum pistlum að í dag snúist markaðsettning meira um að vera til staðar þegar fólk er að leita að einhverju sem þú ert að bjóða uppá. Áður var þetta meira um um að grípa fólk. Mitt mat er að þetta er að mörgu leiti rétt og þá álygtun dreg ég bara út frá sjálfri mér þegar ég er að leita einhvers sem mig langar að gera eða langar í fer ég á netið og skoða hvað er í boði. Í dag vill ekki fólk láta ýta hlutum að sér, það vill finna þá sjálft. Þóranna talar um að við séum að færast frá outbond marketing yfir í inbound marketing. Miðlarnir sýna hvað er í boði og það er því nauðsynlegt að vera til staðar þar. Þóranna bætir svo við  og segir „ efninu er ætlað að draga fólk að og byggja upp samband við það. Markaðssettning snýst um að byggja upp samband – samband sem leiðir m.a. til viðskipta“

Það má kalla þetta efnismarkaðsettningu (e. content marketing) það er að miðla efni sem höfðar til þess markhóps sem ætlunin er að ná í á áhrifaríkan hátt. Þannig er hægt að nota efnið markvist til að byggja upp samband við væntanlega viðskiptavini. Það sem að mínu mati er jákvætt við þetta er að þetta kostar ekki mikla peninga, töluverð vinna getur þó legið í þesskonar vinnu.

Niðurstaða mín eftir þessar hugleiðingar er að markaðurinn er landamæralaus. Hægt er að vafra um netsíður frá ólíkum löndum og menningarheimum finna það sem manni vantar og kaupa. Þetta er auðvitað voða gott en eftir situr að það getur verið erfitt að vera sýnilegur í þessum frumskógi

Skildu eftir svar