Be readable, be believable

…. Svo segir í inngangi á kafla tíu í bókinni Beyond free Coffee & Donuts sem heitir Putting it all Together eða að setja allt saman. Höfundar bókarinnar eru Sophie Oberstein og Jan Alleman eru reynsluboltar þegar kemur að markðasetningu, Oberstein er fyrrverandi kennari og Alleman er með langa reynslu af markaðssetningu. Markmið bókarinnar er að kenna árangursríka markaðssetningu þar sem eru leiðbeiningar um það hvernig á að fylla námskeiðin með rétta þátttakendur.

https://www.flickr.com/photos/tenaciousme/8777910107

Það skiptir ekki máli að maður sé sérfræðingur í markaðssetningu eftir lestur þessarar bókar segja höfundar heldur skiptir máli að hafa náð grunninum og réttar aðferðir. Markaðsetning er þjálfun og reynsla segja þær. Það sem lestur þessarar bókar að að gefa manni er sett upp í lista sem ég ætla að taka út það sem mér fannst skipta máli.

  • Það er ekki hægt að hundsa það hlutverk sem markaðurinn er, það þarf að láta vita af sér til þess að fá viðskipti
  • Þú þarft að komast að því hvernig þú nærð athygli markhópsins, því ef það tekst ekki þá getur vel skipulögð markaðsáætlun misst marks
  • Það þarf að tryggja hlutdeild á markaði með því að vera með tilboð sem laðar að viðskiptavini ef það tekst ekki getur markaðssetningin orðið tilgangslaus.
  • Leggðu þig fram við að skilja þarfir viðskiptavinarins og bjóddu honum það sem uppfyllir þær. Aðskildu það sem er skemmtinlegt að læra frá því sem er nauðsynlegt að læra fyrir viðskiptavininn
  • Þegar þú ert að markaðsetja, nýttu það sem vel fer og slepptu því sem virkar ekki. Taktu eftir því hver viðbrögð viðskiptavina eru og reyndu að bregðast við þeim
  • Notaðu þá tækni sem er í boði í hvert sinn og það sem gerir það að verkum að þú náir til þess markhóps sem þú vilt hafa á námskeiðinu þínu.
  • Tileinkaðu þér grunn þekkingu á tæknimálumColorful donuts

Þetta er listi sem er nánast að finna flestum þeim bókum sem ég hef verið að blaða í tengslum við námskeiðið. Það held ég að allir eru sammála um að góð markaðssetning skiptir miklu máli og greining á þeim markaði sem stefnt er á. Það þarf að vera stöðugt á tánum gagnvart markaðinum og vera viðbúin síbreytilegum markaði.

 

Skildu eftir svar