Seth Godin – The MCM eða lágmarkið

The minimum critical mass – lágmarksvinsældir

Critical mass refers to the size a company needs to reach in order to efficiently and competitively participate in the market. This is also the size a company must attain in order to sustain growth and efficiency – hagkvæmni

Nú erum við allar búnar að stofna fyrirtæki og gera markaðsáætlun en til að fyrirtækin okkar nái árangri þá þarf að ná til markaðarins og ná athygli áhrifavalda. Seth Goden bloggaði um daginn um „The minimum critical mass“ þar sem hann fjallar um hvernig við eigum að ná til réttu aðilanna og rétta fjöldans til að fyrirtækin okkar fari að blómstra. Um leið og rétta fólkið og réttur fjöldi er búinn að taka eftir nýja fyrirtækinu þínu fara hjólin að snúast. Um leið og rétti hópurinn er farinn að tala um fyrirtækið þitt við rétta fólkið fer salan af stað. Um leið og viðskiptavinir okkar fara að mæla með okkar fyrirtæki þá þarf ekki lengur að auglýsa og salan margfaldast.  Samt er staðreynd að flestir markaðsfræðingar eru að blekkja sjálfan sig.  Þeir ímynda sér að sölumarkmiðið sé alveg að nást en í raun er það í órafjarlægð. Því staðreyndin er sú að markaðstarf er eins og lekur bátur þú þarft stanslaust að vera að „ausa bátinn“ til að halda þér á floti.   Erfiðasti hluti markaðsstarfsins er að fá fylgendur á þína heimsíðu.  Í markaðsfræðinni er þetta kallað Minimum Critical Mass (MCM) og strákarnir í Harvard sem stofnuðu Facebook 2004 þurftu bara 100 notendur í byrjun til að Facebook færi á flug um heiminn og í dag eru um 1600 milljónir virkir notendur. Þessi hluti er erfiðastur þ.e. að finna rétta fólkið sem hefur áhrif og mun veita okkur brautargengi í markaðssetningunni.

Skildu eftir svar