Allar færslur eftir Eyjólfur Guðmundsson

Menntun á markaði

Á leslista námskeiðsins er bókin Marketing Higer and Further Education eftir Cibbs & Knapp.  Bókin er gefin út árið 2002; er tæpar 150 síður í 11 köflum.  Hún fjallar um viðfangsefnið út frá breskum og alþjóðlegum vestrænum sjónarhól.  Viðfangsefnið er tekið fyrir á hagnýtum forsendum eins og bókin Sigur í samkeppni og bók Kotler & Fox.  Eftir að hafa lesið fyrstu fjóra kaflana finnst mér hún sú bók af þessum þremur sem kemst næst því  að fjalla um markaðssetningu menntunar eins og hún blasir við í okkar samfélagi, enda er íslenska menntakerfið, enn sem komið er að minnsta kosti, líkara því breska en því bandaríska.  Vitnað í Tony Blair í upphafi og áherslu hann á menntamálin í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.  Mér finnst einnig áhugaverð pæling um fjögur svið þar sem markaðssetning getur nýst í menntun.  Í fyrsta lagi vegna þess að námsframboð er mjög fjölbreytt.  Í öðru lagi vega flókins félagslegs hlutverks menntastofnanna.  Í þriðja lagi vegna vaxandi krafna um hagkvæmni í rekstri og í fjórða lagi vegna þess að nemendur eru upplýstir neytendur þar sem margir undirhópar þurfa mismunandi tilboð.  Góð tilraun, finnst mér, til að tengja saman markaðssetningu og menntun án þess að vera með innihaldslausan frasa um að allt sé á markaði.... Meira...

EG bloggar um bók

Lokablogg út frá bókinni „Sigur í samkeppni“
Í 17. kafla er fjallað um markaðsrannsóknir en þá kemur upp í hugann að mér finnst að verulega vantar á að slíkar rannsóknir séu unnar skipulega og reglulega þegar kemur á menntakerfinu á Íslandi.  Mér finnst einnig að Menntavísindasvið Háskóla Íslands eigi þar að vera leiðandi og til dæmis að gera meiri kröfur til Hagstofunnar um birtingu og framsetningu gagna.  Einnig spurning um skilgreiningu á þörf fyrir menntun og umræðu um það.  Umræða Gests, Helga Skúla og Atla um framhaldsskóla, námslok og vinnustaðanámi sýnir þetta ljóslega finnst mér.
Í 18. kafla er fjallað um ímynd sem ég tel að skiptu miklu máli fyrir einstaka menntastofnanir og menntakerfið í heild.  Þar þurfum við einnig umræðu og skipulagðar rannsóknir.  Er það til dæmis hluti af samkeppni og ímyndarvinnu þegar framhaldsfræðslan dregur upp neikvæða ímynd af framhaldsskólum?
Mikilvægasta hugtakið sem mér finnst enn órætt á námskeiðinu og í þeim texta sem ég hef lesið er hugtakið markaðsbrestir.  Markaðsbrestir eru oft notaðir til að skýra tilvist opinbers reksturs og því til dæmis mikilvægt að skoða hvort og þá hvernig markaðsbrestur er til staðar í menntun.
Yfir og út í bili :)... Meira...

„Ég“ ígrundun, Sigur í samkeppni

Undanfarin blogg hafa sennilega ekki fallið fyllilega að því að vera égblogg út frá lesefni en er þó það sem er að veltast um í hausnum á mér við lestur bókarinnar Sigur í samkeppni.  Ég held hér áfram á þeim nótum, þar sem við þurfum jú hvert og eitt að finna heppilegar leiðir í námi okkar.
Söluráðar eru fjórir samkvæmt texta: „Vara, verð, kynning og dreifing“  Ekki er semsagt gert ráð fyrir að „lögmálið“ um framboð og eftirspurn ráði verði og frjáls (fullkomin) samkeppni er textanum talin fræðilegt hugtak,  áhugvert finnst mér.
Kynning getur farið fram með margvíslegum hætti svo sem með auglýsingum og persónulegum kynningum á fundum þar sem veitingar eru í boði.  Getum sennilega gert meira af því síðara í menntakerfinu.
Dreifileiðir í menntun geta einnig verið margvíslegar svo sem kennsla í stofu, netið og einnig það sem ég hef verið að velta fyrir mér að undaförnu að skipuleggja kjörskóla þar sem nemandi getur valið innihald og aðferðir út frá sínum þörfum á þeim tíma sem hentar.  Nánar um það síðar.  Í því samhengi velti ég einnig fyrir mér hvort gott væri að vera með bæði heildsölu og smásölu.  Námsefni gæti til dæmis verið í heildsölu.  Síðasta bloggið í þessum dúr kemur á morgun.
Gaman væri að fá viðbrögð við þessu frá ykkur.  :)... Meira...

Sigur í samkeppni, blogg 3

Blogg dagsins, hugleiðingar við lestur kafla 6-10.
Ég velti fyrir mér muninum á neyslu á vöru og að fá opinbera þjónustu eins og menntun.  Menntun er reyndar einnig í boði á almennum markaði og þá sem hrein markaðsvara.
Í textanum er rætt um „Svarta kassann“ þar sem ákvörðun er tekin um neyslu vöru.  Hefur einhver skoðað skipulega hvernig ákvörðun er tekin um að sækjast eftir menntun?
Þarfapýramídi Maslows er einnig til umfjöllunar.  Hvort er  menntun nær því að vera frumþörf eða lífsfyllingarþörf?  Er það spurning um hvaða menntun, fyrir hvern og á hvaða tíma?  Er munur á námskeiði í skapandi skrifum og lestrarnámi?
Það er mikil gerjun í þróunarvinnu í tengslum við námskrárvinnu.  Má líkja því við vöruþróun á almennum markaði og eykur sú samlíking skilning okkar á þróunarvinnunni?
Líftími vöru er mislangur og stystur þegar vara flokkast undir æði.  Það eru til tísku námsgreinar svo sem mannauðsstjórnun, viðskiptafræði og lögfræði og oft er umfang þeirra umfram þarfir samfélagins og getur þá flokkast undir vel heppnaða markaðssetningu skóla eða hvað?
Vara getur verið efnisleg eða þjónusta; einnig varanleg eða óvaranleg.  Getum við flokkað menntun sem varanlega þjónustu eða er hún farin að úreldast það hratt að hún sé nær því að vera óvarnaleg?
Lýsi eftir umræðu um muninn á aðkomu markaðsfræði eftir því hvort um er að ræða  opinbera þjónustu eða vöru á almennum markaði.... Meira...

Sigur í samkeppni, blogg 2

Hér er annað bloggið um bókina Sigur í samkeppni.
Kafli 5 fjallar um markaðshlutun.  Ég tel að gagnlegt væri að skoða skipulega markaðshlutun náms á Íslandi og skipuleggja nám með mismunandi hætti fyrir mismunandi hópa.  Í kaflanum er ferlinu skipt upp í þrjú skref.  Fyrst er markaðshlutunin.  Þær mætti skoða hópa eftir búsetu aldri, kyni, atvinnu og menntun svo eitthvað sé nefnt.  Vandamálið þarna er þó að það er ein meginregla opinbers reksturs að allir fái sömu meðferð í kerfinu.  Finna þarf leið til að mæta mismunandi þörfum án þess að það leiði til mismununar.  Getur verið erfitt að ekki óyfirstíganlegt tel ég.   Annað skref er markaðsmiðun og í markaðsfræðinni er miðað við að horfa á þá hópa sem hagkvæmast væri að bjóða sérstaka vöru.  Þar sem menntun er ekki gróðadrifin atvinnugrein mætti setja jafnrétti til náms  í  stað hámarksgróða.  Þriðja skrefið er staðfærsla (e.: positioning).  Það getur til dæmis verið  mismunandi þættir sem gera nám aðlaðandi í hugum karla annars vegar og kvenna hins vegar.  Ef til vill höfum við um of horft til kvenna á kostnað karla við skipulagningu náms.... Meira...

Markaðssetning og markaðshyggja

Í síðustu viku vann ég með Auði og Særúnu í því að skoða markaðssetningu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.  Áhugaverðar pælingar komu út úr því og mjög ganglegt að fá endurvarp á þær á vídeófundinum.  Kaflar 5 og 6 í bók Kotlers & Fox voru mjög gagnlegir til að ramma verkefnið og um leið pælingarnar inn.  Þegar ég er að skoða menntakerfið á Íslandi að undanförnu koma upp sömu pælingar.  Af hverju er kerfið og áherslur þess svona nemendamiðað en ekki samfélags- eða atvinnulífsmiðað? Getur það tengst einstaklingshyggju okkar á vesturlöndum og er kjarninn í henni ef til vill markaðshyggja?  Markaðshyggja og markaðssetning er ekki það sama en skylt þó, áherslna á viðskiptavininn, er það ekki, sem oftar en ekki er skilgreindur þröngt.  Þarf ekki markaðssetning menntastofnana í auknum mæli að beinast að samfélagi og atvinnulífi?  Mér finnst það.  Markaðssetning án markaðshyggju eða hvað?... Meira...

Markaðssetning framhaldsskóla

Stór hluti af vinnu minni í liðinni viku fór í það að heimsækja fjóra framhaldsskóla á vesturhluta landsins sem eru hluti af Fjarmenntaskólanum (fjarmenntaskolinn.is) og ræða við fólk þar um sameiginlega uppbyggingu starfsnáms á landsbyggðinni.  Þó viðfangsefnið væri ekki með beinum hætti markaðssetning þá var hún töluvert umfangsmikil í umræðunni.  Ef til vill að hluta til vegna þess að ég er upptekinn af henni þessa dagana en einnig af því að unnið er markvisst að henni.  Í einum skóla fer kennari til dæmis skipulega í fyrirtæki á svæðinu og ræðir við starfsmenn um menntun.  Í öðrum er unnið skipulega að markaðssetningu til að viðhalda ímynd skólans og höfðað til foreldra og nemenda með heimsóknum þeirra í skólann í vel skipulagðri dagskrá; vel ígrunduð stefna og markaðssetning.  Einnig rætt um hvers vegna skólar ná ekki til nemenda sem þeir eiga og þurfa að þjóna.  Fannst eftir heimsóknirnar að það myndi gagnast skólunum mjög vel að fara í gegnum skipulagða markaðsvinnu þar sem horft yrði til þarfa, nemenda, fyrirtækja og samfélags.... Meira...