Bókin Sigur í samkeppni

Ég er að lesa bók Boga Þórs Siguroddssonar sem heitir Sigur í samkeppni.  Þar sem gloppur hafa verið í ígrundunarbloggi mínu ælta ég að leyfa mér næstu daga að blogga um þessa bók í nokkur skipti.

Það sem ég staldra við í upphafi bókarinnar er umfjöllun um þarfir.  Það að markaðssetning snúist að miklu leyti um að greina þarfir neytenda eða viðskiptavina fremur en að framleiða fyrst og finna svo viðskiptavin.   MPA ritgerð mín um starfsmenntun í smásöluverslun var að hluta til um greiningu á þörf fyrir menntun.  Þörf er auðskilið hugtak en samt flókið að negla það niður.  Megin niðurstaða mín var sú að þörfin fyrir menntun væri veruleg en hún kæmi samt ekki fram sem eftirspurn hjá verslunareigendum.  Stjórnvöld menntamála gera heldur ekki samfélagslega kröfu um að menntunarþörfinni sé sinnt.  Er ekki einkennilegt að grein sem er jafn tengd markaðshugsun og smásöluverslun, skuli ekki greina þörf fyrir að efla söluhæfni starfsmanna?  Hvað finnst ykkur?

Sjá nánar hér:  Starfsnám í smásöluverslun

 

Skildu eftir svar