„Ég“ ígrundun, Sigur í samkeppni

Undanfarin blogg hafa sennilega ekki fallið fyllilega að því að vera égblogg út frá lesefni en er þó það sem er að veltast um í hausnum á mér við lestur bókarinnar Sigur í samkeppni.  Ég held hér áfram á þeim nótum, þar sem við þurfum jú hvert og eitt að finna heppilegar leiðir í námi okkar.
Söluráðar eru fjórir samkvæmt texta: „Vara, verð, kynning og dreifing“  Ekki er semsagt gert ráð fyrir að „lögmálið“ um framboð og eftirspurn ráði verði og frjáls (fullkomin) samkeppni er textanum talin fræðilegt hugtak,  áhugvert finnst mér.
Kynning getur farið fram með margvíslegum hætti svo sem með auglýsingum og persónulegum kynningum á fundum þar sem veitingar eru í boði.  Getum sennilega gert meira af því síðara í menntakerfinu.
Dreifileiðir í menntun geta einnig verið margvíslegar svo sem kennsla í stofu, netið og einnig það sem ég hef verið að velta fyrir mér að undaförnu að skipuleggja kjörskóla þar sem nemandi getur valið innihald og aðferðir út frá sínum þörfum á þeim tíma sem hentar.  Nánar um það síðar.  Í því samhengi velti ég einnig fyrir mér hvort gott væri að vera með bæði heildsölu og smásölu.  Námsefni gæti til dæmis verið í heildsölu.  Síðasta bloggið í þessum dúr kemur á morgun.
Gaman væri að fá viðbrögð við þessu frá ykkur.  🙂

Skildu eftir svar