Sigur í samkeppni, blogg 3

Blogg dagsins, hugleiðingar við lestur kafla 6-10.
Ég velti fyrir mér muninum á neyslu á vöru og að fá opinbera þjónustu eins og menntun.  Menntun er reyndar einnig í boði á almennum markaði og þá sem hrein markaðsvara.
Í textanum er rætt um „Svarta kassann“ þar sem ákvörðun er tekin um neyslu vöru.  Hefur einhver skoðað skipulega hvernig ákvörðun er tekin um að sækjast eftir menntun?
Þarfapýramídi Maslows er einnig til umfjöllunar.  Hvort er  menntun nær því að vera frumþörf eða lífsfyllingarþörf?  Er það spurning um hvaða menntun, fyrir hvern og á hvaða tíma?  Er munur á námskeiði í skapandi skrifum og lestrarnámi?
Það er mikil gerjun í þróunarvinnu í tengslum við námskrárvinnu.  Má líkja því við vöruþróun á almennum markaði og eykur sú samlíking skilning okkar á þróunarvinnunni?
Líftími vöru er mislangur og stystur þegar vara flokkast undir æði.  Það eru til tísku námsgreinar svo sem mannauðsstjórnun, viðskiptafræði og lögfræði og oft er umfang þeirra umfram þarfir samfélagins og getur þá flokkast undir vel heppnaða markaðssetningu skóla eða hvað?
Vara getur verið efnisleg eða þjónusta; einnig varanleg eða óvaranleg.  Getum við flokkað menntun sem varanlega þjónustu eða er hún farin að úreldast það hratt að hún sé nær því að vera óvarnaleg?
Lýsi eftir umræðu um muninn á aðkomu markaðsfræði eftir því hvort um er að ræða  opinbera þjónustu eða vöru á almennum markaði.

Skildu eftir svar