EG bloggar um bók

Lokablogg út frá bókinni „Sigur í samkeppni“
Í 17. kafla er fjallað um markaðsrannsóknir en þá kemur upp í hugann að mér finnst að verulega vantar á að slíkar rannsóknir séu unnar skipulega og reglulega þegar kemur á menntakerfinu á Íslandi.  Mér finnst einnig að Menntavísindasvið Háskóla Íslands eigi þar að vera leiðandi og til dæmis að gera meiri kröfur til Hagstofunnar um birtingu og framsetningu gagna.  Einnig spurning um skilgreiningu á þörf fyrir menntun og umræðu um það.  Umræða Gests, Helga Skúla og Atla um framhaldsskóla, námslok og vinnustaðanámi sýnir þetta ljóslega finnst mér.
Í 18. kafla er fjallað um ímynd sem ég tel að skiptu miklu máli fyrir einstaka menntastofnanir og menntakerfið í heild.  Þar þurfum við einnig umræðu og skipulagðar rannsóknir.  Er það til dæmis hluti af samkeppni og ímyndarvinnu þegar framhaldsfræðslan dregur upp neikvæða ímynd af framhaldsskólum?
Mikilvægasta hugtakið sem mér finnst enn órætt á námskeiðinu og í þeim texta sem ég hef lesið er hugtakið markaðsbrestir.  Markaðsbrestir eru oft notaðir til að skýra tilvist opinbers reksturs og því til dæmis mikilvægt að skoða hvort og þá hvernig markaðsbrestur er til staðar í menntun.
Yfir og út í bili 🙂

Skildu eftir svar