MLM multi-level marketing.

Þegar að ég fór að leita og lesa aðeins um markaðsmiðlun á netinu, birtist hugtakið „Multi-level marketing“ fljótlega. Greinin sem ég las heitir „Multi-level marketing, familiens sorte får?“. Multi level marketing felst í því að einn söluaðili fær annan söluaðila til að markaðssetja og selja vöru fyrir sig gegn prósentum og þannig koll af kolli. Oftast er þessi aðferð tengd við pýramída fyrirtæki og hefur almennt ekki verið álitin vönduð markaðssetning, samkvæmt því sem segir í greininni. Höfundur greinarinnar hefur rætt við Thomas Riis sem er lektor við lagadeild Copenhagen Business School, um hvers vegna þessi aðferð þyki vafasöm á Norðurlöndum á meðan að í Bandaríkjunum og í Bretlandi sé multi-level marketing viðurkennd aðferð sem að á verulega markaðshlutdeild.
Thomas Riis segir að ástæðan sé menningarmunur og að Bandaríkjamönnum hafi tekist að festa í sessi hugmyndina um verktakavinnu í markaðssetningu, þannig að það er ein af óteljandi möguleikum í markaðssetningu sem hafi sína kosti og galla eins og aðrar aðferðir. Hann minnir líka á að fyrir 30 árum hafi það verið póstverslun sem var svarti sauðurinn í verslunarháttum, en í dag er þekkja allir þá söluaðferð. Öfugt við Bandaríkjamenn eru Danir ekki ginkeyptir fyrir nýjungum, og alls ekki í sölumennsku, og því taki markaðssetning yfirleitt lengri tíma þar. Hins vegar er þessi aðferð greinilega mjög útbreidd í Danmörku, því ef MLM er flett upp í google, birtast 27.500 hlekkir, þrátt fyrir að vera mjög umdeild og fyrirtæki sem markaðssetja sína vöru með þessum hætti, þykja ekki traustvekjandi.
Thomas Riis telur þó að það sé enginn vafi á því, að Multi-level marketing sé komið til að vera, og svar ábyrgra fyrirtækja sem selja sína vöru með þessum hætti, hafi verið að stofna samtök sem heita „Direkte Salgs Forening“, sem hafa það markmið að „hreinsa til“ í fyrirtækjum sem stunda fjárplógsstarsfemi og óheiðarleg viðskipti þar sem frumskógarlögmál gilda. En almennt beri að hafa í huga að allt það sem virðist vera of gott til að vera satt, sé yfirleitt of gott til að vera satt.
Einhvern veginn þótti mér þessi grein eiga erindi við okkur í þessu námsskeiði nú þegar að við erum að útbúa verkfærakistu fyrir aðferðir í markaðsfærslu. Og ég sagði ekki eitt orð um bankastarfsemi!
http://www.ivaerksaetteren.dk/flx/artikler/8/multi-level-marketing-familiens-sorte-faar-351/
http://www.business.dk/evb-archive/meget-smaa-fortjenester-til-mlm-forhandlere

Skildu eftir svar