Ígrundun mín um framhaldsfræðslukerfið

Ég vildi fá að deila með ykkur hugsunum mínum sem eru búnar að vera að brjótast um í höfðinu á mér undanfarin misseri og mánuði.

Ég er stödd í kerfi framhaldsfræðslunnar vestur á fjörðum. Til að reka kerfið þá þarf ég að hafa 10 manns á námsleið, ég má reka námsleiðina með 6 en þá skerðist framlagið.

Þær námskrár sem eru í boði fyrir fyrirtækin og einstaklinga á svæðinu eru að lágmarki 60 kennslustundir. Hvernig fæ ég fólk til að koma og taka þátt í þeim? -er ég ekki búin að metta markaðinn á 6800 manna svæði? Flestar þessar námskrár hafa verið til í fleiri ár og eru þeir sem ætla sér að koma í þær ekki þegar komnir?

Þetta eru hugsanirnar sem fara í gegnum höfuð mitt í hverri viku. Ég notaði tækifærið og skráði mig í nám í markaðssetningu til þess einmitt að máta mig við þá hugmynd að kannski er það markaðssetningin sem er ekki í lagi,

Eftir að hafa verið að lesa of fylgjast með í kúrsinum þá held ég að ég þurfi virkilega að gefa í varðandi markaðssetningu og traust. Ég þarf að vinna traust fólksins til baka og halda í sérstöðu okkar sem eru tengslin! En jafnframt er ég á því að kerfinu verði að breyta að það fyrirkomulag sem framhaldsfræðslunni er sett sé ónýtt, það vantar upp á sköpun inn í kerfið og það sé barningur að fá fólk inn í sama bóknámið og er þegar í boði inn í mörgum framhaldsskólum.

 

Skildu eftir svar