Hvernig á að flokka trönuber?

Ég valdi að skrifa um hlaðvarpsþátt Seth Godin frá 25. Ágúst 2021. Ég valdi þenan þátt einfaldlega af því titillinn vakti áhuga minn.

Trönuberjabændur rækta mikið magn af trönuberjum en sum þeirra eru rotnuð. Hvernig greinum við muninn á rotnuðum trönuberjum og ferskum trönuberjum? Þeim er sturtað niður skábraut og þau sem skoppa nógu hátt komast í pokann sem verður seldur á markaðnum en hin renna niður í ruslflokkinn. Í reynd er skali af ferskleika trönuberja frá rotnum trönuberjum til smá úldina, tiltölulega fersk og svo framvegis til hágæða trönuberja.

Hver er stór, hver fullur og hver er hænuhaus?
Ef við myndum biðja alla höfuðborgarbúa að raða sér í röð eftir fæðingadegi myndi röðin vera nokkuð jöfn þó með smá frávikum.
Ef við hins vegar myndum biðja fólk að fara í röð eftir hæð myndum við fá nokkurs konar kúrfu þar sem fáir væru í allra lágvaxnasta hópnum og fáir í allra hávaxnasta flokknum en flestir í meðalhæð og þar um kring. Við getum leikið okkur með tölfræðina og fengið alls konar áhugaverðar niðurstöður þangað til ég spyr þig hver úr þessum hóp er hávaxinn? Þá vandast málið, því hvar ætlum við að draga mörkin. Ef við myndum t.d. segja að allir sem eru yfir 180cm séu hávaxnir erum við þá að segja að sá sem er 179cm sé ekki hávaxinn? Tökum annað dæmi. Ef lögreglan væri ekki með alkahólmæla til að mæla hver væri drukkinn og hver ekki hvernig ættum við þá að fara að því að ákveða hver er of drukkinn til að keyra og hver er edrú? Sumir þola alkahól betur geta drukkið án þess að finna fyrir áhrifum meðan aðrir eru svokallaðir ,,hænuhausar” og þola ekki hálft glas af áfengi án þess að verða þvoglumæltir. Sem betur fer eru lögin skýr með þetta ,,eftir einn ei aki neinn”, gott slagorð sem allir muna.

Fólk er eins og trönuber
Hvað með sjúkdómsgreiningar eða heilkenni eins og einhverfu? Er það alveg svart á hvítu annað hvort ertu með einhverfu eða ekki? Síður en svo því flest sem við kemur fólki er á einhvers konar rófi eins og trönuberin. Sumir eru með væg einkenni einhverfu og geta lifað nokkuð eðlilegu lífi en aðrir þurfa mikla aðstoð og eiga í erfiðleikum með að tjá sig. Þess vegna þurfum við að vera mjög varkár með að stimpla. Scott Alexander geðlæknir og bloggari hefur skrifað mikið um það sem hann kallar taxometrics https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2710982/ Það er að ef við ætlum að reyna að mæla eitthvað sem ekki er hægt að mæla með tölum eða mælikvörðum verður niðurstaðan nánast undantekningarlaust röng. Getur verið að við drögum úr líkum á því að einhver geti bætt sig ef við stimplum þau veik í byrjun? Með því að stimpla getur okkur yfirsést að meta einstaklinginn af verðleikum sínum. Enginn tveir eru eins, allir eru einstakir. Við þurfum að leyfa fólki að njóta vafans stundum og ekki afskrifa það of fljótt. Þegar við flokkum út frá eigin hræðslu gerum við það yfirleitt ranglega.

Hvað hefur þetta með markaðsfræði að gera?
Þessi umræða er gerð til að hugsa dýpra út í hverjum við eigum að treysta, hverjum eigum við að taka mark á, hverjum eigum við að fylgja og svo framvegis.

Hvenær er eitthvað góð hugmynd?
Í seinni hluta þáttarins hringir fólk inn með spurningar. Ég ætla að segja ykkur frá einni spurningunni. Einn maður spyr um ráð varðandi tónlistarvef sem hann er með og er að velta fyrir sér hvort hann eigi að halda áfram með eða ekki. Seth Godin segir að það séu tvær spurningar sem hann þurfi að spyrja sig: Hefur einhver í þínu fagi náð þessum árangri frá því sem þeim stað sem þú byrjaðir að því marki sem þú vilt ná? Ef svarið er nei þú vilt vera sá sem ryður brautina. Ef svarið er já þá skaltu spyrja þig þegar þeir/þær/þau voru í byrjunar fasanum hvaða merki voru þar fyrir þá/þær/þau sem gáfu þeim von um að þetta myndi ganga upp?

One thought on “Hvernig á að flokka trönuber?”

  1. Já, öll erum við ólík, rétt eins og trönuberin, hæð okkar og áfengisþol sýna skýrt, og að mæla hvernig við erum ólík getur verið frekar erfitt mál.

    En þegar kemur að trönuberjunum (og nú er ég að hugsa í myndlíkingum) væri þá við hæfi að bjóða trönuberjum sem ná ekki að skoppa á námskeið til að læra skopp? Þannig komast þau nefnilega í gæðahóp, sem svo er bara einhver ímynd um það sem selst betur og á hærra verði.

    Skemmtilegar pælingar, einnig þetta með spyrjandann sem er að reka útvarpsstöðina. Það er afar heilbrigt að skoða söguna, hvað hefur verið gert, og hvað hefur ekki verið gert, og sjá síðan hvar fólk sem er komið langt, hvernig staðan var hjá þeim þegar það var langt í stöðuna sem þau eru í núna.

Skildu eftir svar