Skipulag námsins

Smelltu hér til að sækja kennsluáætlun H2019

Hvernig fáum við þátttakendur á námskeiðin okkar? Hvernig skipuleggjum við námskeið eða önnur námstilboð þannig að þau höfði til þeirra sem þau eru skipulögð fyrir? Hvernig náum við til „réttu“ þátttakendanna? Hvernig er hægt að nota nýja miðla til að ná til þátttakenda?

Þessum spurningum og fleiri svipuðum munu þátttakendur leita svara við á námskeiðinu „Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna

Bæði markaðsfræðin og kennslufræðin búa yfir kenningum, og aðferðum sem geta hjálpað stjórnendum, skipuleggjendum og kennurum að skipuleggja og kynna námstilboð þannig að þau mæti þörfum væntanlegra þátttakenda, og til þess að þeir sem hefðu gagn af því að nýta sér námstilboðin viti af þeim og geti sótt þau.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti nýtt sér kenningar og aðferðir markaðsfræði og kennslufræði við skipulagningu á fræðslu fyrir fullorðna, einkum við það að velja viðfangsefni, markhópa, námsform, staðsetningu og kynningu. Á námskeiðinu verður fjallað bæði um „innri“ markaðssetningu – þ.e. innan fyrirtækis eða stofnunar sem og markaðssetningu fyrir hinn almenna markað.

Hæfniviðmið:

 Stefnt er að því að þátttakendur muni að námskeiði loknu…

  • hugsa um fræðslustarf fyrir fullorðna frá sjónarhóli væntanlegra þátttakenda.
  • geta nýtt sér hugmyndir markaðsfræði og kennslufræði um s.k. þátttakendamiðun og markhópamiðun við skipulagningu fræðslu.
  • kunni til verka við að útbúa markaðsáætlun fyrir tiltekin námstilboð, þjónustu eða fyrir stofnun sína sem heild.
  • geti rökstutt svo kallað val svo kallaðra söluráða fyrir tiltekið námstilboð (þætti eins og markhóp, staðsetningu, kynningu, skipulagningu námskeiðsins sjálfs, hvað þátttakendur fá út úr námskeiðinu ofl. ).
  • hafi haldgóðar hugmyndir um það hvernig megi nýta vefinn og aðra miðla í markaðsstarfi fræðslustofnunar eða deildar.

Viðfangsefni

Á námskeiðinu verður fjallað bæði um „innri“ markaðssetningu – þ.e. innan fyrirtækis eða stofnunar- sem og „ytri“ markaðssetningu – fyrir hinn almenna markað. Til þess að ná markmiðum námskeiðsins kynna þátttakendur sér helstu hugmyndir og kenningar markaðsfræðinnar – einkum í tengslum við markaðssetningu fræðslu. Þá munu þáttakendur einnig kynnast kenningar og nálgunum úr fullorðinsfræðslunni sem tengjast svipuðum viðfangsefnum ss. „þátttakendamiðun fræðslu“ og „markhópastarf í fræðslu“ og skoða hvernig sjónarhorn markaðsfræðinnar og kennslufræðinnar tengjast og geta nýst saman. Þá kynna þátttakendur sér ýmsar hagnýtar leiðir og aðferðir við markaðssetningu námskeiða. Þátttakendur geta unnið bæði hagnýt og fræðileg verkefni og tengt þau við þær kenningar, hugmyndir og aðferðir sem þeir tileinka sér á námskeiðinu.

Samvinna á námskeiðinu

Námskeiðið hefst með stuttum fundi þriðjudaginn 29. ágúst kl. 15-16:30. Þátttakendur utan að landi geta tekið þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Þá hittumst við á tveimur staðlotum, vinnum saman í heilan dag í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð

Eftir það verða reglulegir fundir á þriðjudögum kl. 15:00 – 16:30

Staðlotur

  • 5. september
  • 29. október

Facebook

Notum Facebook hóp til að vera í reglulegum samskiptum UM námskeiðið

Námskeiðsvefur

Á námskeiðsvef koma pistlar um efni námskeiðsins frá kennara, og nemendur æfa sig í að nota vefinn sem miðil, m.a. með því að blogga reglulega… sjá nánar yfirlit yfir möguleg verkefni.

Sjá sérstaklega:

Verkefni

Til þess að ná valdi á námsefninu vinna þátttakendur verkefni, saman og einir. Hér fyrir neðan má sjá hugmyndir að nokkrum verkefnum sem nemendur gætu unnið. Á staðlotunni ræðum við þetta betur. Nemendur geta komið með hugmyndir að verkefnum á staðlotuna.

Hér koma nokkur dæmi um möguleg verkefni:

1)     Blogg

Nemendur blogga reglulega um það sem þeir eru að læra. Við komum okkur saman um sjónarhorn

2) Bloggvaktin

Þátttakendur velja sér einn eða tvo vefi um markaðssetningu og flytja okkur reglulega fréttir af því sem birtist þar og nýtist inn í umræðuna okkar

3) Seminar

Þátttakendur undirbúa kynningu á einu þema í tengslum við viðfangsefni námskeiðsins og kynna á fundi og koma af stað umræðum um þemað

4) Stórt verkefni / Markaðsáæstlun

Þátttakendur útbúa markaðsáætlun fyrir tiltekið námstilboð.

Lesefni

  1. Aðalbók námskeiðsins er: Kotler, P., & Fox, K. F. A. (1995). Strategic marketing for educational institutions. Prentice-Hall eða önnur textabók um markaðsfræði.
  2. Þá er reiknað með að þátttakendur lesi að minnsta kosti tvær aðrar bækur á þessum lista.
  3. Rannsóknargreinar, blogg og annað and efni á vefnum. Sjá einnig gagnlegt efni í diigo hóp námskeiðsins.

Námsmat

Til þess að fá 10 einingar ECTS fyrir þátttöku á námskeiðinu þarf þátttakandi að reikna með 250-300 klst. vinnu í námskeiðið. Námsmat verður fólgið í mati á ýmsum verkefnum sem þátttakendur vinna saman og einir.

Á fyrstu staðlotu semjum við um verkefni og námsmat.

2 thoughts on “Skipulag námsins”

  1. Hróbjartur átti ekki að koma einhversstaðar fram niðurstaða fundarins um verkefni á námskeiðinu.
    Fullt nám er 30 einingar þá er það 40 stundir í vinnu á viku. Eða 520 vinnustundir á önn. 15 einingar eru samkvæmt þessu þá 260 vinnustundir ekki satt? þetta námskeið er 10 einingar og ætti því að skila 182 tímum í vinnu á önninni er þetta ekki rétt? Mér hefur fundist svolítið villandi hversu margar stundir eiga að liggja að baka hverri einingu.

Skildu eftir svar

Námskeiðsvefur