Skipulag námsins 2014

Markaðssetning fræðslutilboða fyrir fullorðna: Haustið 2014

NAF 005

Kennarar

 • Hróbjartur Árnason
 • Magnús Pálsson

Námskeiðslýsing

Prentvæn útgáfa skjalsins (pdf)

Dagsetningar

Staðlotur

Veffundir

 

Innihald

Bæði markaðsfræðin og kennslufræðin búa yfir verkfærum sem geta hjálpað stjórnendum og kennurum að skipuleggja og kynna námstilboð þannig að þau mæti þörfum væntanlegra þátttakenda, og til þess að þeir sem hefðu gagn af því að nýta sér námstilboðin viti af þeim og geti sótt þau.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nýti sér kenningar og aðferðir markaðsfræði og kennslufræði við skipulagningu á fræðslu fyrir fullorðna, einkum við það að velja viðfangsefni, markhópa, námsform, staðsetningu og kynningu.

Viðfangsefni: Á námskeiðinu verður fjallað bæði um „innri“ markaðssetningu – þ.e. innan fyrirtækis eða stofnunar- sem og „ytri“ markaðssetningu – fyrir hinn almenna markað. Til þess að ná markmiðum námskeiðsins kynna þátttakendur sér nokkrar kenningar markaðsfræðinnar, kenningar úr fullorðinsfræðslunni sem tengjast svipuðum viðfangsefnum og skoða hvernig þessi tvö sjónarhorn tengjast og geta nýst saman. Þá kynna þátttakendur sér ýmsar hagnýtar leiðir og aðferðir við markaðssetningu námskeiða. Þátttakendur geta unnið bæði hagnýt og fræðileg verkefni og tengt þau við þær kenningar, hugmyndir og aðferðir sem þeir tileinka sér á námskeiðinu.

Hæfniviðmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að:

 • geta gert grein fyrir helstu forsendum og verkfærum markaðsfræðinnar.
 • geta greint frá kennslufræðilegum nálgunum og sjónarhornum sem nýtast við svipaða hluti, s.s. þátttakendamiðun námskeiðs, markhópar, markhóparannsóknir og markhópamiðun.
 • geta útbúið markaðsáætlun fyrir tiltekið námskeið, eða námstilboð fræðslustofnunar, hvort sem henni er beint að „innahússfóki“ fyrirtækis, stofnunar eða stéttarfélags eða er kynnt á almennum markaði.
 • geta valið leiðir til að skipuleggja, kynna og auglýsa tiltekin námskeið og rökstutt leiðirnar bæði með rökum markaðsfræðinnar og kennslufræði fullorðinna.

Öflun þekkingar á námskeiðinu:

Lestur bóka, greina og ýmissa vefheimilda (bæði fræðirita og hagnýtra rita)

Sjá bókalistann og Amazon Listmania og Diigo safnið okkar

1) Til að fá rauðan þráð og sameiginlegan þekkingargrunn lesum við bókina: (ekki lengur… Hún er allt of dýr!)

Strategic Marketing for Educational Institutions
 eftir Philip Kotler og Karen Fox

2) Þá lesa allir tvær aðrar bækur sem tengjast markaðssetningu fræðslu. Nú þegar eru nokkrar árennilegar í Listmania bókalistanum og greinar má finna á Diigo lista námskeiðsins

3) Svo  reiknum við með að þið kíkið á ýmsar greinar, blogg ofl. eftir hendinni…  Leitir í gagansöfnum með leitarorðum eins og: Marketing, communication, annars vegar og adult education, training, education, seminars … hins vegar ættu að vera gagnlegar.

Við hjálpumst að með því að leita víða og skrá áhugaverðar bækur og greinar í heimildalista námskeiðsins, og skrifa nokkrar línur um það af hverju viðkomandi heimild er áhugaverð

Þemu Námskeiðsins

 • Markaðssetning fræðslu
 • Helstu hugtök og verkfæri markaðsfræðinnar
 • Notkun netmiðla við markaðssetningu
 • Almannatengsl
 • Þátttaka í fræðslu – hvað vitum við
 • Samstarf við fjölmiðla við kynningarstarf
 • Kennslufræði:
  • Þátttakendamiðun
  • Markhópamiðun
  • Áhugahvöt til náms

Úrvinnsla og túlkun þekkingar:

Til þess að vinna úr því sem við lesum og túlka það, getum við gert ýmislegt saman og unnið ýmis verkefni. Hugmynd okkar er við ákveðum það endanlega saman á fyrstu staðlotunni hvað þið gerið og hvernig við vinnum saman á námskeiðinu.

Nokkrir möguleikar:

 • Ígrundun:
 • Blogg-vakt
 • Úttekt á markaðsstarfi tiltekinnar stofnunar
 • Verkfærakista markaðssetningarinnar
 • Eigið verkefni
 • Bæklingar
 • Markaðsáætlun fyrir eigin stofnun

„ég“ – ígrundun (20%)

Við komum okkur saman um að allir myndu vinna þetta verkefni

Þátttakendur skrifa vikulaga bloggfærslu á vef námskeiðsins, eða á eigin bloggi þar sem þeir pæla í því hvernig lesefnið og pælingar þeirra um námsefnið hefur áhrif á þá sjálfa og hvernig þeir sjá sjálfa sig sem gerendur í markaðsstarfi símenntunar. Magnús bendir okkur á að það séu þrjú megin þemu í öllu markaðsstarfi: Þörf (fyrir vöru, þjónustu, þekkingu…) Virði (hvaða virði sér viðskiptavinurinn í tilteknu tilboði) og “Ég” (Persónan sjálf sem vinnur markaðsstarfið) Hvaða merkingu hefur markaðsstarfið fyrir þig? Ert þú er hún tilbúin að vinna það sem þarf að vinna, fara út fyrir þægindaramman, sjá heiminn með augum viðskiptavinar og leitast við að bjóða honum/henni eitthvað sem hefur raunverulegt “virði” fyrir hann ==>

Skrifum vikulega um þetta.

Blogg-vaktin (15%)

Hér er eitt valfrálst verkefni

Þetta verkefni snýst um að fylgjast með amk. einu bloggi um markaðsmál og gefa hópnum skýrslu á eigin bloggi eða á vef námskeiðsins, aðra hverja viku, um það sem þú lærðir af því að fylgjast með blogginu og hvernig það tengist viðfangsefni námskeiðsins.

Tillögur um blogg:

Úttekt á markaðsstarfi tiltekinnar menntastofnunar (10%)

Valfrjálst verkefni – sem ég hvet þó til að vinna 😉

Skiladagur: 9.október

Þátttakendur kynna sér markaðssetningu tiltekinnar menntastofnunar, taka við tal við markaðsstjóra, kynningastjóra og / eða framkvæmdastjóra og skapa sér yfirlit yfir stefnu stofnunarinnar, viðfangsefni og glímu í tengslum við markaðsstarf og gera grein fyrir niðurstöðunni með skyrslu og kynningu.

Verkfærakista fyrir markaðssetningu fræðslu (allt að 15% af einkunn)

Þátttakendur námskeiðsins safna saman verkfærum (vefþjónustum, forritum, aðferður, verkferlum) sem gætu gagnast þeim sjálfum og öðrum, við ,markaðssetningu fræðslu. Væntanlegur lesendahópur: Fólk sem vill koma alls konar fræðsluefni á framfæri. Verkfærakistan verður væntanlega gagnagrunnur á vefnum „namfullordinna.is“ með einhverjum fyrirfram gefnum reitum. Í verkfærakistunni geta verið tvær tegundir af færslum: Lýsingar á verkfærum annars vegar og mati á verkfærum hins vegar.

Markaðsáætlun fyrir eigin fyrirtæki/stofnun (40% af einkunn)

Skiladagur 12. desember

Hér er málið að skrifa skýrslu eins og þú værir aðkeyptur markaðsfræðingur að gera grein fyrir niðurstöðu markaðsvinnu með þínu fyrirtæki/stofnun. Þú nýtir hefðbundið form skýrslu og styðst við viðurkennt format markaðsáætlunar (vísa í fyrirmynd)

Námsmat í þessum þætti verður nokkuð hefðbundið. Við erum að tala um c.a. 14-20 síðna verkefni (fyrir utan titilsíðu, efnisyfirlit og heimildaskrá. Þið getið lesið um viðhorf mín til ritgerða og um kröfur minar á vefsíðu minni um ritun. Málið er að skila skýrslu sem væri tæk sem niðurstaða aðkeyptrar þjónustu. Önnur form verða metin eftir innihaldi, tæknilegri útfærslu og uppbyggingu – það er líka reiknað með að þótt þið notið annað form en hefðbundna skýrslu, þá sé greinilegt í verkinu að þið eruð að takast á við fræðilegt efni námskeiðsins. Myndböndum eða öðru efni en ritgerð þarf að fylgja skýrsla en þó mun styttri en að ofan er greint.

Þetta er verkefni sem nýtist vel til að sýna fram á að þú hafir skilið námsefnið og náð nokkru valdi á því. Það byggir á eigin úrvinnslu bæði hins fræðilega og hagnýta efnis sem þú hefur kynnt þér á námskeiðinu. Þess vegna er og nauðsynlegt að láta það koma skírt fram í textanum, hvaðan efnið er og hvernig þú ert að túlka það og vinna með það.

Bæklingur (10%)

Einn, tveir eða allir taka sig saman um að búa til lítinn bækling sem má prenta með samantekt á einhverju námsefni námskeiðsins, t.d. „Hvernig geri ég markaðsáætlun fyrir fræðslustofnun eða „Verkfærakista markaðssetningar fræðslu“ „Markaðssetning fræðslu á netinu: hugmyndir og ráð fyrir fræðsluaðila“ ….. Hér er málið að draga saman í stutta afmarkaða kafla um mikilvægustu atriðin úr efni sem hefur verið búið til/tekið saman á námskeiðinu og setja fram á skíran, spennandi og aðlaðandi hátt, og vista þannig að hver sem er getur sótt skjalið og jafnvel prentað það. Ef vel tekst til gætum við reynt að finna peninga til að prenta bækling/inn/ana og gefa þá, t.d. á ársfundi Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins. Námsmat færi eftir stærð, fjölda samstarfsaðila og umfangi. En það tæki til vals á viðfangsefni, innihaldi, og gæða þess annars vegar og framsetningu hins vegar 50/50. Hér er ekki úr vegi að skoða einhver nýju framsetningarverkfæranna sem hafa komið fram á seinustu 2-3 árunum. Sjá leitarorð eins og „infographic“

Þetta verkefni snýst um að draga saman efni sem aðrir hafa unnið, gera útdrætti og setja það snyrtilega fram. Þess vegna skiptir máli að passa uppá að geta heimilda allstaðar.

Sjálfsmat (5% einkunnar)

Allir vinna þetta verkefni

Skiladagur 13. des

Nemendur íhuga hvað þeir hafa lært á misserinu og meta að hve miklu leiti þeir hafa náð markmiðum sínum og marknmiðum námskeiðsins: Skrifið 1-2 bls. um það sem þið lærðuð á námskeiðinu, metið það.

Sendið sjálfsmatið í tölvupósti til Hróbjarts: hrobjartur@hi.is,  eða birtið sem bloggfærslu á vefnum…

Samvinna

 • Allt efni námskeiðsins birtist á námskeiðsvefnum. Þar birta kennarar og þátttakendur bloggfærslur um efnið og bregðast við skrifum hvers annars.
 • Notum Facebook til að ræða mál sem koma öðrum alls ekki við og til að fylgjast með uppfærslum
 • Notum Diigo til að merkja áhugaverðar greinar, skrá af hverju þær eru áhugaverðar og koma af stað umræðum um greinarnar.
 • Hittumst á nokkrum veffundum til að ræða málin, þátttakendur skiptast á ábyrgð.
 • Komum okkur, hver fyrir sig upp „rss reader“ t.d. FlipBoard til að fylgjast með bloggum, myndskeiðum eða „podköstum“ um markaðssetningu. Og deilum þeim með hinum í gegnum Diigo
 • Bókaklúbbur: Samvinna á vefnum um lestur aðal bókarinnar. Setjum upp umræðuþráð þar sem við getum tekið upp spurningar sem vekja áhuga okkar eða trufla við lesturinn.

Kennarar

Hróbjartur Árnason

 • Netfang: hrobjartur@hi.is
 • Sími: 525 5393

Magnús Pálsson

 • Netfang: mp@hi.is
 • Sími: 525 – 4180

Vefur námskeiðsins: https://markadssetning.namfullordinna.is

Námskeiðsvefur