Verkfærakistan

Við markaðssetningu fræðslu þarf fræðslustofnun að grípa til margra verkfæra. Hér fyrir neðan má finna nokkur sem nemendur á námskeiðinu fundu til og útskýrðu hvernig má nota til að eiga í gagnlegum samskiptum við nemendur, núverandi, fyrverandi og ekki síst væntanlega.

Verkfærakistan: Verkfæri markaðsfólks

Vefstjori : 5. desember, 2014 12:53 : Verkfærakistan

toolbox 0310151652a Mynd CC ..Russ.. á Flickr

 • Hvaða verkfæri gagnast við markaðssetningu?
 • Hvernig notar maður verkfærin?
 • Hvaða verkfæri nota ég hvenær og til hvers?

Þetta eru spurningar sem er eðlilegt að spyrja sig þegar maður skipuleggur og undirbýr alls konar markaðsstarf. Í dag er vefurinn eitt mikilvægasta verkfærið í markaðssetningu og því um að gera að kynna sér vel leiðir sem færar eru við markaðssetningu á netinu.

Nemendur á námskeiðinu haustið 2014 tóku saman kynningu og útlistun á nokkrum gagnlegum verkfærum. Hvert verkfæri er kynnt hér á vefnum með sérstakri færslu. En þær eru líka allar aðgengilegar í einu skjali á PDF formi.

Sæktu þér verkfærakistuna á PDF formi:

 

Comments are closed

Instagram

Arna Björg Arnarsdóttir : 28. nóvember, 2014 01:05 : Verkfærakistan

Instagram-Logo

Instagram er myndavefur eða myndasamfélag og snýst um það að taka myndir sem fylgendur þínir svo sjá. Myndin segir oft meira en mörg orð ! Á Instagram er það eins og á Twitter notendur velja að fylgjast með fólki, fyrirtækjum, miðlum og öðru slíku. Þú getur fylgt (e. following) eða einhverjir fylgja þér (e. followers). Notandinn þarft ekki að fylgja þeim sem fylgja þér og öfugt.

Þegar þú opnar Instagram í símanum þín þá sérðu strax myndir hjá fólki sem þú fylgir. Hægt er að skrifa texta við myndirnar til útskýringar og setja tögg (e. Hashtag). Tögg er þetta merki hér # sem er þá sett á undan orðinu sem þú ætlar að setja við myndina. Einning er hægt að setja inn slóð við myndina ef myndin vekur áhuga ertu líklegri til að fara inn á heimasíðuna til að svara forviti þinni eða til að vita meira.

Instagram leikir/ viðburðir eða keppnir hjá fyrirtækjum eru vinsælir og veita oft einhver verðlaun eða umbun fyrir notendur til þess að þeir hafi löngun til að taka þátt. Að fá notendur til að pósta, deila eða ræða myndir á samfélagsmiðlum færir fyrirtækin nær og gefur þeim tækifæri til að vera persónulegri. Að vera ekki bara að senda frá sér efni heldur líka að taka á móti. Þegar að þessu er rétt staðið getur viðburðurinn skapað jákvæða ímynd hjá fyrirtækinu. Mikilvægt er að vera með rétta stemmingu (e. effects) í myndinni, óháð gæðum hennar það setur léttari tón á myndefnið.

Dæmi um fyrirtæki sem hafa nýtt sér Instagram í leikjum/ viðburðum:

Vodafone var með Instagram viðburð í kringum Menningarnótt, þar sem fólk var beðið um að deila upplifun sinni af Menningarnótt á Instagram og merkja myndirnar #Menningarnótt. Myndunum var svo streymt beint á sjónvarpsrás Vodafone ásamt því að vera með flugeldasýninguna og Tónaflóð í beinni útsendingu þetta kvöld. Twitter streymi var líka í gangi þannig að upplýsingaflæðið var mjög mikið. Þetta skilaði mjög góðum árangri, 1800 myndum var deilt ( #Menningarnótt) og 440 tíst merkt.

Ford fyrirtækið var með Instagram herferð „The Fiestagram“ En um 16 þúsund myndum víða um Evrópu voru merktar #Fiestagram notendur voru beðnir um að senda inn myndir í ólíkum þemum sem voru sérstaklega auglýst hverju sinni. Herferðin var í um tvo mánuði og skilaði, 120 þúsund nýjum vinum/ aðdáendum inna á Facebook síðu Ford.  Þá hefur Instagram síða Ford verið tengd við Facebook síðu Ford.

In the field with Instagram,

Mörg fyrirtæki á Íslandi í ferðaþjónustunni þá sérstaklega tengd afþreyingu ásamt örðum fyrirtæjum nota Instagram til að auglýsa / markaðssetja fyrirtækið. Áður en lagt er af stað sem dæmi í jöklaferð láta leiðsögumenn viðskiptavini vita hvaða tögg fyrirtækið notar (#arcticadventures). Viðskiptavinir taka myndir í ferðinni með símum, setja myndina á Instagram, tagga myndina með tagginu #arcticadventures og myndin fer beint á heimasíðu hjá fyrirtækinu. Þannig að fyrirtækið er að nota myndir af Instagram síðunni sinni beint á heimasíðu fyrirtækisins.

Instagram fyrir Business

4 ráð til að Instagrama þinn Business

Hvernig áttu að Instagrama þitt fyrirtæki

http://vimeo.com/86331819

http://vimeo.com/112436436

http://youtu.be/BWtqW5c2h1A

http://youtu.be/RyQ5yJ1nQgU

 

 

Leave a response »

Persónulegur ritari

María Pálsdóttir : 27. nóvember, 2014 15:54 : Verkfærakistan

Ifttt gefur þér möguleika á að skapa öflugt tengslanet þar sem þessi vefur tengir saman samskiptamiðla og aðrar vefsíður og skipuleggur einfaldar en reglulegar aðgerðir á netinu, allt eftir því hvað hentar þér og þinni starfsemi. Tengir saman stafræna notkun til að einfalda vinnuna fyrir þér. Möguleikarnir eru nánast endalausir.
Sjálfstýring (automation) hentar ekki alltaf þegar kemur að markaðssetningu en í þessu tilfelli þá kemur hún sér mjög vel enda skipulagið og utanumhaldið eins og best verður á kosið.

Eftirfylgni og áminningar er það sem IFTTT getur séð um fyrir þig með því að minna á þá vefmiðla sem fyrirtækið gæti notið góðs af . Áminning um virkni á þeim vefmiðlum eða vefsíðum getur komið sér vel.
Content marketing heldur áfram að rúlla þar sem að IFTTT heldur virkninni og eftirfylgninni á lofti.
Getur minnt þig á nýjar upplýsingar og verða á undan samkeppnisaðilum og haft þannig vinninginn
Sparar millilendingar og auka spor á netinu og getur séð t.d. um að skipuleggja bloggpóstana.
Aðstoðar skipulega við að finna réttu viðskiptavinina. Þar sem IFTTT virkar eins og persónulegur ritari, þá hefur þú orðið tíma og færi á að vera fjölhæfari og einbeitt þér betur að öðrum hlutum.
Í rauninni er þetta það mikil þjónusta fyrir þig að eina sem þú þarft að huga að er að vera skapandi. Með þessu verkfæri skapast tími til að gefa skapandi hugsun meira rými.

1 Comment »

Litríkt Pinterest gerir gagn

María Pálsdóttir : 26. nóvember, 2014 13:12 : Verkfærakistan

Pinterest sem markaðsverkfæri

Pinterest er einfaldur, litríkur og vinsæll vefur.
Hann er án efa þægilegur í notkun og er vel til þess fallinn að auðvelda uppfærslu á content marketing.
Þette er fyrirtaks staður til að auglýsa sýnilega hluti þar sem myndir eru nr. 1 en reynslan hefur sýnt að ýmiskonar þjónustufyrirtæki hafa einnig nýtt sér Pinterest með góðum árangri í markaðssetningu þrátt fyrir að vera ekki endilega með áþreifanlega hluti sem hægt er að taka mynd af.
Þeir sem nota Pinterest eru ekki aðeins í leit að góðum hugmyndum heldur eru þeir oft tilbúnir að kaupa vöru eða þjónustu.
Þess má geta að í gegnum Pinterest er meiri aðsókn eða umferð en á Google+, You Tube og Linkedln til samans samkvæmt Ekaterina Walter sem er höfundur bókarinnar The Power of Visual Storytelling.

Hægt er að setja reglulega pin inn á vikupósta, e-mail, fréttabréf o.fl. örfá pin í einu og þannig er sá sem forvitnast kominn inn á þitt svæði og sér þær greinar og efni sem hann hefur hakað við sem áhugavert. Pin er í raun linkur til að vista ákv. mynd eða auglýsingu.
Hægt er að finna spjallhópa í gegnum Pinterest. Það er vandasamt en getur verið áhrifamikið að komast inn í góðan og vinsælan hóp sem gæti dreift því sem þú vilt vekja athygli á.

Pinterest gefur kost á því að láta vita reglulega af sér. Það er ekki nóg að vera með áhugaverða mynd sem laðar að heldur þarf að fylgja auglýsingunni eftir. Það er áhrifamikið að nýta sér aðra samfélagsmiðla til að segja frá þínu á Pinterest, t.d. á Tweet og á Facebook, þar sem þú getur bætt við Pinterest appi.
Hægt er að nálgast eigið bloggsvæði inn á Pinterest og þeir sem hafa fengið pin frá þér, fá alltaf tilkynningu um nýjar færslur frá þér. Þannig geturðu haldið á lofti auglýsingu og umræðu um þína vöru og gildi þess. Pinealerts er síðan aðferð þar sem hægt er að fá tillkynningar hvenær ákv. Svæði, t.d. hjá samkeppnisaðila, er að fá pin. Pinterest er greinilega öflugt verkfæri til að auka umsvif og heimsóknir á vefnum þínum. Virðist vera snilldarmarkaðstæki. Sjálfri fannst mér mjög auðvelt og þægilegt að stíga mín fyrstu skref inn á Pinterest. Alveg nýtt fyir mér og heillandi 

Leave a response »

Twitter

Arna Björg Arnarsdóttir : 26. nóvember, 2014 09:56 : Verkfærakistan

twitter

Twitter er örblogg, örbloggsamfélag eða smáskilaboðavefur í eðli sínu og takmarkast við 140 stafi. Það eru 284 milljónir notenda sem eru virkir í hverjum mánuði. 500 milljónir tísta (e. tweeta) eru send á hverjum degi og 80% af notendum nota aðgang sinn í gegnum síma.

Notendur velja að fylgjast með fólki, fyrirtækjum, miðlum og öðru slíku en þegar notandinn fylgist með þá ertu annars vegar (e. follower) eða einhverjir elta notandann (e. followed). Notandinn þarft ekki að fylgja þeim sem fylgja þér og öfugt.

Notandinn fær skilaboð, tilkynningar, fréttir, auglýsingar og hvað sem mönnum dettur í hug að tísta um. Inn á tístinu er hægt að setja slóða, tögg og myndir. Það er líka hægt að tísta beint á viðkomandi sem virkar eins og skilaboð, ef þú villt koma einhverju til skila. Notandinn fær öll þessi skilaboð frá þeim sem hann fylgir, þannig getur hann valið sér sitt áhugasvið og því sem hann vill fylgjast með.

Sem dæmi þá finnst mér gaman af sundi, til að fá betri yfirsýn yfir allt sem er að gerast í því, þá get ég fylgt ákveðnum sundmönnum sem eru með Twitter, blaðamönnum sem eru mikið að tísta um sund, sundfélögum og öðrum aðilum sem tengjast því á einhvern hátt. Twitter er þá í raun að gefa mér hraðari uppfærslu á því hvað er að gerast í sundheiminum þar sem ég kæmist ekki endilega annars staðar í þessar upplýsingar svo hratt og fljótt. Í allmörgum tilfellum berast fréttir af atburðum fyrst á Twitter, í raun á undan þekktum fréttasíðum. Þetta hefur sést varðandi flugslys, náttúruhamfarir og fleira.

Fyrirtæki nota Twitter fyrst og fremst til að styrkja sambandið við viðskiptavini sína en hinn almenni notandi setur inn allt það sem honum dettur í hug, allt frá því í hvernig nærbuxurnar eru á litin yfir í það segja frá stórum atburðum í lífinu. Hvort sem fyrirtæki eða einstaklingur á Twitter, það sem þú tístir um þarf að vera einfalt, skýrt og skemmtilegt.

12 góð ráð fyrir Twitter notendur

14 leiðir til að nota Twitter í markaðssetningu

http://youtu.be/BJYOpdgOj1g

 

http://youtu.be/ggcwJBL891U

 

http://youtu.be/wjWVYTcVIDE

1 Comment »

Podcast – hvað er það og hvernig nota ég það?

Særún Rósa : 25. nóvember, 2014 14:57 : Verkfærakistan

Podcast eru stuttar hljóðupptökur á netinu en nafnið er markaðssetning í sjálfu sér – sett saman úr orðunum broadcast og ipod.  Það varð þó ekki til af frumkvæði eplarisans í ameríkunni, segir sagan, en tenging engu að síður. Á íslandi getum við notað orðið hlaðvarp (afleiðing af orðinu tónhlaða sem er nýyrði yfir ipod). Það er auðvelt fyrir hinn almenna notanda að hlusta á og sækja hlaðvarp og allt sem þarf er tónlistarspilari í viðkomandi tæki; tölvu, spjaldtölvu, pöddum og poddum.

Hlaðvarp inniheldur í flestum tilfellum talað mál og er því eins og heimatilbúinn útvarpsþáttur, aðgengilegur á netinu. Þeir sem vilja hlusta gerast áskrifendur í gegnum svokallað rss streymi (feed) og fá þá nýjasta hlaðvarpið beint í símann eða tilfallandi tæki. Svo eru upptökurnar aðgengilegar á heimasíðum, bloggum og þess háttar.

Við markaðssetningu fræðslu geta hlaðvarpsupptökur nýst til þess að kveikja áhuga og gefa innsýn í það sem boðið er uppá. Hlaðvarp getur líka verið tæki til þess að koma á framfæri þekkingu og jafnvel heilu námskeiðunum, líkt og gert er hér og svo er meira hér.

Með áskriftunum má safna í nokkuð góðan áheyrendahóp og hlaðvarpið tengist svo heimasíðu eða bloggi viðkomandi. Það þarf samt að vanda til verka og skipuleggja fyrirfram framvindu upptökunnar. Ef þú ætlar að prófa mæli ég með þessari ,,hvernig á ég að…,, grein.

 

Leave a response »

Vefstofur-Veffundir

Eyjólfur Guðmundsson : 25. nóvember, 2014 10:17 : Verkfærakistan

Vefstofur-Veffundir

Hægt er að halda fundi og kynningar með mjög margvíslegum hætti án þess að allir mæti á sama tíma á sama stað í þeim tilgangi.  Flokka má slíka fundi og kynningar í tvennt.  Annars vegar gagnvirka fundi þátttakenda og hins vegar einstefnumiðlun þess sem er að kynna sig.  Til að koma einstefnumiðlun á framfæri er hægt að streyma fundi eða kynningu í rauntíma.  Einnig er hægt að taka viðburðinn upp og vista hann á vefnum þar sem hægt er að nálgast hann á þeim tíma sem hverjum og einum hentar.  Með því móti er fólk hvorki háð stund né stað varðandi miðlunina en á móti kemur að ekki er hægt að taka virkan þátt í viðburðinum.  Ef fólk er ekki á staðnum þá hægt að setja viðburðinn þannig upp að hægt sé að taka þátt í honum með því að skrá sig inn.  Til er margvísleg tækni á þessu sviði.  Með hugbúnaði eins og Adobe Connect og GoToMeeting getur fólk skráð sig inn og tengist þá viðburði með mynd, hljóði og textaskrifi.  Einnig er hægt að skipuleggja myndfund eða fjarfund í gegnum búnað eins og Polycom býður upp á og er til víða í menntastofnunum á Íslandi.  Allar þessar leiðir hafa einhvern kostað í för með sér vegna notkunarleyfa, uppsetningar og umsjónar.

 

Sjá nánar: 

Adobe Connect:  http://www.adobe.com/products/adobeconnect.html

Háskóli Íslands:https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/

 

GoToMeeting: http://download.cnet.com/GoToMeeting/3000-2654_4-10312064.html

 

Polycom myndfundabúnaður: http://www.nyherji.is/fyrirtaeki/tolvubunadur/samskiptabunadur/fjarfundabunadur/

 

Notkun:  Hér verða nefnd nokkur dæmi um mögulega notkun þessara verkfæra.

 • Opin aðgangur að myndrænu námsefni
 • Opin aðgangur að fyrirlestrum og innlögnum
 • Myndræn kynning á námsskeiði
 • Opnun á viðburði í viðkomandi stofnun svo sem útskrift.
 • Reglulegir opnir gagnvirkir fundir um viðfangsefni viðkomandi menntstofnunar.
 • Kynningar fyrir markhópa á tilteknum viðfangsefnum svo sem einstaka á námsskeiðum eða námsleiðum.
Leave a response »

Google+ og YouTube

Bjarney Gunnarsdóttir : 21. nóvember, 2014 22:57 : Uncategorized, Verkfærakistan

YouTube er núna í eigu Google og þar af leiðandi tengist Youtube aðgangurinn bæði G-mailinu og Google+ forritinu.

Youtube er vefsíða þar sem hægt er að deila myndböndum. Einstaklingar, félög, fyrirtæki, listafólk og allir þeir sem vilja geta búið til aðgang og sett sín myndbönd á netið. Mikið af tónlistarmyndböndum eru inn á Youtube síðunni og getur tónlistarfólk sem og aðrir komið lögum sínum, myndböndum og/eða öðru efni á framfæri á auðveldan hátt á Youtube.

Undanfarið hafa fleiri stofnanir komið sínum vörum eða málefni á framfæri á Youtube. Hægt er að búa til aðgang eða rás þar sem upplýsingar um notandann koma fram. Síðan er hægt að tengja rásina sína við aðrar rásir sem maður hefur áhuga á. Einnig er hægt að útbúa spilunarlista þar sem maður velur lög eða myndbönd sem maður vill horfa/hlusta á eða deila til annarra. Auðvelt er að setja myndbönd inn á vefinn og meira að segja býður Youtube upp á svokallað “creator studio” þar sem hægt er að búa til myndbönd úr ljósmyndum, sýna beint frá viðburði eða koma sinni rás á framfæri. Einnig er hægt að útbúa svokölluð “video-blog” þar sem tekin er upp glærukynning af einhverju og sýnd sem myndband. Möguleiki er að stofna umræðuvef um rásina auk þess sem auðvelt er að skrifa athugasemdir við myndböndin sem maður setur inn.

Google+ svipar að einhverju leiti til Facebook. Þar setur maður fólk í ákveðna hópa t.d. fjölskylda, vinir, kunningjar og aðrir. Síðan er hægt að deila með ákveðnum hóp eða öllum myndum, myndböndum (í gegnum Youtube aðganginn sem er tengdur Google+ aðganginum), hugsunum sínum og fréttum. Inn á Google+ síðunni geta aðdáendur skrifað umsagnir og komist í samband við aðila síðunnar.

Að auki er hægt að tengjast ákveðnu samfélagi á Google+ sem er tengt því sem maður hefur áhuga á. Hægt er að velja um samfélög sem fjalla um allt milli himins og jarðar. Þegar búið er að tengjast samfélaginu fær maður tilkynningar um það sem tengist því efni.

Hægt er að koma góðum upplýsingum á framfæri um það viðfangsefni sem fyrirtækið/stofnunin/einstaklingurinn stendur fyrir bæði á Youtube og Google+.

1 Comment »

Facebook og Linkedin sem markaðstæki

Auður Leifsdóttir : 21. nóvember, 2014 20:49 : Verkfærakistan

Viðtal við Inga Vífil Guðmundsson um Facebook og Linkedin.
Ég var svo heppin að hitta ungan mann sem heitir Ingi Vífill Guðmundsson og starfar við markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Til þess að fræðast um þennan geira markaðssetningarinnar átti ég viðtal við Inga Vífil, og fer viðtalið hér á eftir.
Helstu áhersluatriðin varðandi Facebook sem markaðstæki eru þessi:
– Fb er samtal milli seljanda og kaupanda.
– Fb er óheyrilega öflugt tæki til að ná til margra.
– Fb hefur fengið mikla útbreiðslu bæði hérlendis og erlendis.
– Hægt er að ná miðun (targeting) með því að stilla inn á hópa eða landshluta.
– Fb er einfalt í uppsetningu og notkun; góðar leiðbeiningar sem leiða mann áfram við uppsetninguna og svo er líka auðvelt að finna frekari leiðbeiningar á netinu.

Helstu áhersluatriðin varðandi Linkedin eru þessi:
– Linkedin er tengslanet fyrir sérþekkingu á öllum sviðum, bæði fyrirtækja og einstaklinga.
– Má líkja við risastóran gagnabanka fyrir CV.
– Það er einfalt og aðgengilegt að setja upp prófíl á Linkedin.
– Hérlendis hefur Linkedin ekki náð jafn mikilli notkun og útbreiðslu og á Norðurlöndunum.
– Erlendis er Linkedin mjög öflugur vettvangur til markaðssetningar.

https://soundcloud.com/fugl-hugarflugi/vital-211114-um-samfelagsmila

1 Comment »

Blogg sem markaðstæki

Særún Rósa : 20. nóvember, 2014 21:38 : Verkfærakistan

Hvað er blogg?
Blogg er stytting á orðinu web log og er í eðli sínu röð stuttra frásagna sett fram í öfugri tímaröð, það er s.s. hægt að lesa aftur í tímann á bloggsíðum. Svo er mögulegt að notast við tög til þess að flokka og tengja blogg um sama eða svipað efni. Þá verður sömuleiðis auðvelt að tengja bloggfærslur ákveðnum orðum sem koma upp við leit í leitarvélum alnetsins. Í samkeppni um þátttakendur í fræðslu skiptir máli að finnast auðveldlega og blogg má nýta til þess að beina umferð að heimasíðu skóla eða fræðslustofnunar.

Blogg við markaðssetningu fræðslu
Við markaðssetningu fræðslu má nýta blogg til þess að nálgast áheyrandann, og gefa honum færi á að koma með athugasemdir eða spurningar. Framhaldsskólar og háskólar nota í auknu mæli blogg eða míkróblogg eins og tumblr (áhersla á myndir, myndbrot frekar en texta) til þess að laða til sín nemendur og eiga í samskiptum við þá sem stunda hjá þeim nám. Auk þess sem bloggpistlum má deila áfram og nýta þannig í orð af orði (word of mouth) markaðssetningu. Bloggsíða getur verið samfélag þeirra sem hafa áhuga á fræðslu og sá sem heldur úti bloggi getur skapað sér ákveðna stöðu innan fræðasamfélags eða í þeim geira sem hann starfar við. Blogg getur líka gefið persónulegri mynd af þeim sem skrifar, í stuttum pistlum verður ,,rödd“ þess sem skrifar ljós og lesendur fá að skyggnast í persónuna eða ,,anda“ fræðslustofnunar á bak við skrifin.

Síðast en ekki síst má nota blogg til þess að kenna en margir tala um menntun sem nýja markaðsstækið – bloggið er þá verkfærið. Með blogginu er lesendum gefin innsýn í þekkingu, spurningum svarað og áhugi vakin á viðfangsefninu.

Hvar get ég bloggað?
Það er einfalt að búa til eigið blogg og ótal möguleikar þarna úti, einfaldast er sennilega að gúggla; hvernig á að … eða spyrja þá sem hafa reynslu og læra af þeim. Til að byrja með má skoða lista Stylecaster yfir tíu bestu fríu bloggsvæðin. Góða skemmtun!

Heimildir:
6 Interesting ways to use Tumblr for college marketing
Using Social Media Marketing in Higher Education
Education is the new marketing

 

 

 

Leave a response »

Póstlistar / mailchimp

Linda Ósk : 20. nóvember, 2014 00:04 : Verkfærakistan

Póstlistar / Mailchimp.com

Með póstlistum heldur þú tengslum við viðskiptavini.
Góður póstlisti gefur möguleika á að auka samskipti við viðskiptavini og spara auglýsingakostnað. Póstlista getur tekið tíma að byggja upp en er fyllilega þess virði.

Tæknilega er hægt að senda fréttabréf eða tilkynningar í gegnum póstforrit eins og Gmail, Hotmail og Outlook, þessi forrit eru þó frekar hönnuð fyrir einn einstakling til að senda á nokkur póstföng í einu.

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að Mailchimp.com sé gott verkfæri í markaðssetningu .

Forritið getur sent út magnpóst. Flest forrit takmarka fjölda tölvupósta sem sendir eru í einu. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ruslpóst. Með Mailchimp geturðu sent tölvupóst á ótakmarkaðan fjölda viðtakenda í einu.

Mailchimp býður upp á fjölbreitt úrval af sérhönnuðum  sniðmótum fyrir tölvupósta. Þú getur einnig hannað þitt eigið sniðmót frá grunni til að nota með Mailchimp. Þannig setur þú persónulegan svip á skilaboðin þín

Mailchimp gefur viðtakendum þínum möguleika á að lesa tölvupóstinn frá þér sem HTML eða texta eingöngu.

Forritið lætur þig vita þegar viðtakendur opna póstinn, eins getur þú fylgst með óvirkum netföngum. Hægt er að senda ákveðna pósta á ákveðna hópa t.d. eftir áhugasviði og eins er hægt að sjá hvað það er sem vekur mesta athygli bæði prósentulega og eins hverjir smelltu á linkinn. Þetta er aðeins brot af því sem Mailchimp getur gert enda forritið notað hjá mörgum fræðslustofnunum eins og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og IÐUNNI fræðslusetri.

Leave a response »

Vefsíða/Heimasíða

Linda Ósk : 20. nóvember, 2014 00:02 : Verkfærakistan

Vefsíður

Góð vefsíða skiptir miklu máli við markaðssetningu. Gott viðmót vefsíða einfaldar leit viðskiptavina sem eru að afla sér upplýsinga um þjónustu fyrirtækisins.

Lítil fyrirtæki sem eru að byrja hafa möguleika á að opna vefsíður sem kosta lítið eða eru jafnvel fríar. Oftast eru þessar  síður einfaldar í notkun og henta vel þeim sem ekki hafa mikla reynslu af gerð vefsíðna.

http://www.weebly.com  býður upp á þennan möguleika Vefsíður Weebly eru mjög einfaldar  í notkun, bjóða upp á þægilegt viðmót og snyrtilega hönnun. Á Weebly er hægt að setja myndir, myndbönd, texta og í raun og veru allt sem til þarf.

Fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á fríar vefsíður eru m.a:

http://web.com/

http://www.wix.com/

https://www.godaddy.com

Öll þessi  fyrirtæki bjóða upp á möguleika á því að greiða fyrir þjónustuna, en sá kostnaður er mjög lítill en gæði vefsíðanna aukast til muna.

 

 

 

Leave a response »

Google Analytics

Eyjólfur Guðmundsson : 17. nóvember, 2014 14:12 : Verkfærakistan

 

Google Analytics

 

Tengill á tækið: http://www.google.com/analytics/

 

Stutt lýsing: Google Analytics ókeypis tæki upp að 10 milljón heimsóknum á mánuði og opið öllum til að greina heimsóknir á vef.  Sjá nánar á: https://support.google.com/analytics/answer/1008065?hl=en

 

Ítarlegri lýsing:

Hverjum gagnast Google Analytics?

 • Stjórnendur geta fylgst með umferð um vef sinn. Svo sem hvað nær best til notenda og hvernig þeir og einstaka hópar þeirra vafra.
 • Markaðsstjórar geta skoðað einstaka notendur og hvaðan þeir koma og hvernig breyta má vefnum til að ná betur til notenda.
 • Vefstjórar geta skoðað hvernig notendur fara út af vefnum, hvar þeir eru lengst og hvaða leitarorð eru notuð til að finna vefinn.

 

Hvernig virkar Google Analytics?

 • Getur greint margar vefi fyrir hver og einn.
 • Einnig hægt að nota til að greina aðrar síður svo sem: Facebook- MySpace- og WordPress.
 • Notar JavaScript og getur því yfirleitt ekki greint RSS einingar
 • Má nota samhliða öðrum greiningartækjum sem þróuð hafa verið
 • Mögulegir vafrar: Google Chrome, Firefox, Internet Explorer og Safari
 • Aðgengilegt á 40 tungumálum þar á meðal ensku, dönsku, norsku sænsku, finnsku, þýsku, frönsku og spænsku en ekki íslensku.
 • Vinnslan tekur einn til tvo sólarhringa og ef atriði (sessions) er fleiri en 200.000 á dag á koma upplýsingar bara einu sinni á dag.

 

Skráning: https://www.google.com/analytics/web/provision?et=&authuser=#provision/SignUp/

Mælt með að kerfisstjórar setji Google Analytics upp.

 

Þekktir notendur:  Endurmenntun Háskóla Íslands notar Google Analytics.

Möguleg notkun:  Google Analytics er eins og öll verkfæri hægt að nota með margvíslegum hætti.  Gott er að setja sér markmið og viðmið varðandi notkun eftir að menn hafa kynnst sér möguleikana sem eru fólgnir í verkfærinu.  Til að nefna dæmi þá er hægt að nota Google Analytics til að greina núverandi vef menntastofnunarinnar áður en hann er endurnýjaður og greina síðan vefinn eftir að breytingar hafa verið gerðar til að athuga hvort og hvernig markmiðum með breytingu og uppfærslu vefsins hefur verið náð.  Gott er að sjá einnig fyrir sér hvernig eigi að nota verkfærið Google Analytics almennt og setja upp áætlun í tengslum við það.  Til dæmis greiningu á þeim tíma sem innritun nemenda stendur yfir, þegar prófatími er í gangi eða í kjölfar auglýsingaherferðar.  Einnig væri áhugavert að greina hvort einhverjir þættir á vefnum eru ekkert skoðaðir og aðrir hugsanlega meira en menn hefðu ætlað og taka þá jafnvel út þætti sem hafa lítið eða ekkert gildi fyrir stofnunina og leggja meiri vinnu í þá þætti sem eru mikið nýttir af notendum vefsins.  Aðalatriðið er þó að setja sér markmið og gera áætlun um notkun Google Analytics sem hæfa markmiðum viðkomandi stofnunar.

 

3 Comments »
« Page 1 »

Námskeiðsvefur