Content marketing.

Ég var í morgun að lesa um hugtak sem mér skilst að sé mjög útbreitt og þekkt og heitir „content marketing“. Í stuttu máli fjallar það um að fræða viðskiptavininn um vöruna, m.ö.o. að búa til þekkingu um ágæti vörunnar hjá hugsanlegum viðskiptavini, án þess að hafa það markmið að selja. Þessi aðferð, að fræða og upplýsa neytandann/kaupandann skapar jafnframt traust og trúnað gagnvart fyrirtækinu sem er að bjóða vöruna: þeir vita hvað þeir eru að gera og eru ekki hræddir viða að láta upplýsingar/þekkingu frá sér fara. Í greininni sem ég las er talað um að gera viðskiptavininn „mere intelligent“, sem mér fannst nú dálítið djúpt í árina tekið, en svo þegar að við setjum það inn í okkar samhengi, sem er menntun og fræðsla, þá horfir það öðruvísi við. Ég sé það sem eitt af okkar helstu markmiðum, og um leið sóknarfærum, að fræða okkar „hugsanlegu viðskiptavini“ um verðmæti menntunar, hversu dýrmætt það er að viðhalda og bæta við þekkingu og hæfni einstaklingsins með símenntun. Eitt af lykilorðunum í sambandi við þetta hugtak er nákvæm markaðsmiðun. Og í framhaldi af því sem við vorum að vinna með í gær, þá datt mér í hug hvort ekki væri ein leið til að miðla því sem er að gerast í MSS eða Björgunarskóla Íslands, að blogga um starfsemi skólans í blöðum nærsamfélagsins, t.d. Suðurnesjatíðindum og einhverjum þeim tímaritum sem varða útivist.

Sendt fra min iPad

Skildu eftir svar