Segjum sögur

mynd um sögur

Hugmyndin um markaðssögur eða marketing storys á rætur að rekja beint í kjarna manneskjunnar. Góðar vel sagðar sögur hrífa þá sem hlusta og hafa áhrif á þá, oft meira en fólk gerir sér grein fyrir. Með markaðssögu er það sem við markaðssetjum tengt við áhrif, breytingar, tilfinningar og hugmyndir viðskiptavinarins. Til þess að skapa góða sögu þarf því að setja sig í spor hetjunnar/viðskiptavinarins án þess að halda því fram að líf hans hrynji ef hann kaupir ekki hugmyndina þína. Þá er hlutverk þitt miklu fremur það að vera leiðbeinandi, vísa leiðina og segja til um næstu skref (sem snúast líklega um að nota vöruna/þjónustuna þína). Við málum mynd með sögunni okkar og sýnum skilning á aðstæðum þeirra sem við viljum ná til.

Sá flott ,,infographic“ mynd á Copyblogger síðunni, hér er bloggpistillinn um myndina og annar pistill sem varð innblástur að myndinni (af tæknilegum ástæðum reynist ekki unnt að birta myndina hér, að svo stöddu 🙂 ..hjálp?..)
The Amazingly Simple Anatomy of a Meaningful Marketing Story [Infographic]Like this infographic? Get content marketing training from Copyblogger Media that will give you an unfair business advantage.

Skildu eftir svar