Vörumerkið ÉG!
Það er skrítið að hugsa um sjálfa sig sem vörumerki. Ef ég væri vörumerki þá myndi ég búa mér til eitthvað flott lógó og einkunnarorðin mín væru gleði, gæði og góðmennska. Já, kona þarf víst að vera svoldið góð með sig til þess að vörumerkið slái í gegn. Eitt af aðalatriðunum samkvæmt greininni hans Tom Peters er að finna að hvaða leiti við skörum framúr. Þá verðum við að sjálfsögðu að hafa bullandi trú á okkur sjálfum. Við þurfum líka að standa okkar pligt og passa að skila verkefnum á réttum tíma og vera stundvís. Ég held að ég þyrfti að ráða einhvern annan í það því þetta eru mínir helstu akkilesarhælar. Reyndar kom fram í grein David Lidsky að fyrirtæki gætu átt ansi erfitt uppdráttar ef allir hugsuðu um sig sem vörumerki og allir ætluðu að skara fram úr og ná á toppinn. Hann vildi meina að samvinna gæti komið fólki lengra og ég tel að það sé rétt. Ég held að við þurfum á fleirum að halda til þess að koma okkur og/eða okkar góðu hugmynd á framfæri. Eins og sagt er í kennslunni „allir eru góðir í einhverju en enginn er góður í öllu“.