Facebook og Linkedin sem markaðstæki

Viðtal við Inga Vífil Guðmundsson um Facebook og Linkedin.
Ég var svo heppin að hitta ungan mann sem heitir Ingi Vífill Guðmundsson og starfar við markaðssetningu á samfélagsmiðlunum. Til þess að fræðast um þennan geira markaðssetningarinnar átti ég viðtal við Inga Vífil, og fer viðtalið hér á eftir.
Helstu áhersluatriðin varðandi Facebook sem markaðstæki eru þessi:
– Fb er samtal milli seljanda og kaupanda.
– Fb er óheyrilega öflugt tæki til að ná til margra.
– Fb hefur fengið mikla útbreiðslu bæði hérlendis og erlendis.
– Hægt er að ná miðun (targeting) með því að stilla inn á hópa eða landshluta.
– Fb er einfalt í uppsetningu og notkun; góðar leiðbeiningar sem leiða mann áfram við uppsetninguna og svo er líka auðvelt að finna frekari leiðbeiningar á netinu.

Helstu áhersluatriðin varðandi Linkedin eru þessi:
– Linkedin er tengslanet fyrir sérþekkingu á öllum sviðum, bæði fyrirtækja og einstaklinga.
– Má líkja við risastóran gagnabanka fyrir CV.
– Það er einfalt og aðgengilegt að setja upp prófíl á Linkedin.
– Hérlendis hefur Linkedin ekki náð jafn mikilli notkun og útbreiðslu og á Norðurlöndunum.
– Erlendis er Linkedin mjög öflugur vettvangur til markaðssetningar.

Skildu eftir svar