Blogg sem markaðstæki

Hvað er blogg?
Blogg er stytting á orðinu web log og er í eðli sínu röð stuttra frásagna sett fram í öfugri tímaröð, það er s.s. hægt að lesa aftur í tímann á bloggsíðum. Svo er mögulegt að notast við tög til þess að flokka og tengja blogg um sama eða svipað efni. Þá verður sömuleiðis auðvelt að tengja bloggfærslur ákveðnum orðum sem koma upp við leit í leitarvélum alnetsins. Í samkeppni um þátttakendur í fræðslu skiptir máli að finnast auðveldlega og blogg má nýta til þess að beina umferð að heimasíðu skóla eða fræðslustofnunar.

Blogg við markaðssetningu fræðslu
Við markaðssetningu fræðslu má nýta blogg til þess að nálgast áheyrandann, og gefa honum færi á að koma með athugasemdir eða spurningar. Framhaldsskólar og háskólar nota í auknu mæli blogg eða míkróblogg eins og tumblr (áhersla á myndir, myndbrot frekar en texta) til þess að laða til sín nemendur og eiga í samskiptum við þá sem stunda hjá þeim nám. Auk þess sem bloggpistlum má deila áfram og nýta þannig í orð af orði (word of mouth) markaðssetningu. Bloggsíða getur verið samfélag þeirra sem hafa áhuga á fræðslu og sá sem heldur úti bloggi getur skapað sér ákveðna stöðu innan fræðasamfélags eða í þeim geira sem hann starfar við. Blogg getur líka gefið persónulegri mynd af þeim sem skrifar, í stuttum pistlum verður ,,rödd“ þess sem skrifar ljós og lesendur fá að skyggnast í persónuna eða ,,anda“ fræðslustofnunar á bak við skrifin.

Síðast en ekki síst má nota blogg til þess að kenna en margir tala um menntun sem nýja markaðsstækið – bloggið er þá verkfærið. Með blogginu er lesendum gefin innsýn í þekkingu, spurningum svarað og áhugi vakin á viðfangsefninu.

Hvar get ég bloggað?
Það er einfalt að búa til eigið blogg og ótal möguleikar þarna úti, einfaldast er sennilega að gúggla; hvernig á að … eða spyrja þá sem hafa reynslu og læra af þeim. Til að byrja með má skoða lista Stylecaster yfir tíu bestu fríu bloggsvæðin. Góða skemmtun!

Heimildir:
6 Interesting ways to use Tumblr for college marketing
Using Social Media Marketing in Higher Education
Education is the new marketing

 

 

 

Skildu eftir svar