Vefstofur-Veffundir
Hægt er að halda fundi og kynningar með mjög margvíslegum hætti án þess að allir mæti á sama tíma á sama stað í þeim tilgangi. Flokka má slíka fundi og kynningar í tvennt. Annars vegar gagnvirka fundi þátttakenda og hins vegar einstefnumiðlun þess sem er að kynna sig. Til að koma einstefnumiðlun á framfæri er hægt að streyma fundi eða kynningu í rauntíma. Einnig er hægt að taka viðburðinn upp og vista hann á vefnum þar sem hægt er að nálgast hann á þeim tíma sem hverjum og einum hentar. Með því móti er fólk hvorki háð stund né stað varðandi miðlunina en á móti kemur að ekki er hægt að taka virkan þátt í viðburðinum. Ef fólk er ekki á staðnum þá hægt að setja viðburðinn þannig upp að hægt sé að taka þátt í honum með því að skrá sig inn. Til er margvísleg tækni á þessu sviði. Með hugbúnaði eins og Adobe Connect og GoToMeeting getur fólk skráð sig inn og tengist þá viðburði með mynd, hljóði og textaskrifi. Einnig er hægt að skipuleggja myndfund eða fjarfund í gegnum búnað eins og Polycom býður upp á og er til víða í menntastofnunum á Íslandi. Allar þessar leiðir hafa einhvern kostað í för með sér vegna notkunarleyfa, uppsetningar og umsjónar.
Sjá nánar:
Adobe Connect: http://www.adobe.com/products/adobeconnect.html
Háskóli Íslands:https://menntasmidja.hi.is/adobe-connect/
GoToMeeting: http://download.cnet.com/GoToMeeting/3000-2654_4-10312064.html
Polycom myndfundabúnaður: http://www.nyherji.is/fyrirtaeki/tolvubunadur/samskiptabunadur/fjarfundabunadur/
Notkun: Hér verða nefnd nokkur dæmi um mögulega notkun þessara verkfæra.
- Opin aðgangur að myndrænu námsefni
- Opin aðgangur að fyrirlestrum og innlögnum
- Myndræn kynning á námsskeiði
- Opnun á viðburði í viðkomandi stofnun svo sem útskrift.
- Reglulegir opnir gagnvirkir fundir um viðfangsefni viðkomandi menntstofnunar.
- Kynningar fyrir markhópa á tilteknum viðfangsefnum svo sem einstaka á námsskeiðum eða námsleiðum.