Mér finnst hugmyndir markaðsfræðinnar hafa opnað nýjar dyr hjá mér. Mér datt aldrei í hug að þetta væri allt svona útpælt þó svo að ég vissi alveg að það væri sölutrix að hafa sælgæti og tímarit alveg við búðarkassann. Ég sé að það liggur gífurleg undirbúningsvinna við áætlanagerðir tengdum markaðsfræðinni og að það þarf að skoða allt útfrá sjónarmiði neytandans. Reglulegar áminningar, upplýsingar og tilboð um vöruna eru gríðar mikilvægar og meira að segja stærstu fyrirtækin hætta aldrei að auglýsa. En það er líka ráðgáta hvernig smáu og nýstofnuðu fyrirtækin eigi að hafa fjármagn til þess að auglýsa. Þá þarf að vera nógu klókur að finna upp á einhverju sniðugu sem að kostar ekki mikið. Til dæmis sá ég að tryggingafélagið Elísabet klæddi starfsfólkið sitt upp og það gekk um í miðbænum og setti pening í stöðumæla hjá þeim sem voru að renna út á tíma. Þannig voru þau áberandi í samfélaginu og komust á fréttasíðurnar.
Mesta áskorunin mín sem markaðsaðila er að framkvæma hlutina. Ég trúi alveg að ég fái einhverjar ágætar hugmyndir en það að þora að setja þær í framkvæmd og jafnvel þurfa að leggja út fjármagn í eitthvað sem er ekki tryggt er eitthvað sem ég mun þurfa að vinna með.
Ég er mjög spennt að fara að vinna að minni eigin markaðsáætlun þar sem ég ætla að nýta allar þær hugmyndir sem ég hef fengið og mun fá í þessu námskeiði. Ég reikna með að verkefnið mitt, Íþróttaskóli fjölskyldunnar, muni taka þónokkrum breytingum við gerð markaðsáætlunarinnar. Með áframhaldandi þróun á íþróttaskólanum, söluvörunni minni, mun ég kappkosta við að útbúa eitthvað sem fólk hefur áhuga á, þarfnast eða hefur í það minnsta eitthvað gildi fyrir það.