Mín ígrundun
Fyrstu vikurnar hafa nú farið í að opna betur augu og eyru fyrir þessum markaðsgeira, og þá sér í lagi sem hægt er að tengja við einhverskonar fræðslu. Ég fór t.d. strax í að benda á mátt markaðsetningar á stjórnarfundi foreldrafélagsins, þegar við vorum að spá í þær leiðir til að lokka að fl. Foreldra á áhugaverðan fyrirlestur, þar sem að því miður er oft mjög léleg mæting. Fundurinn var vel auglýstur og súpa í boði með og viti menn, margfalt fleira fólk mætti en venjulega og fyrirlesarinn hafði aldrei áður fengið svona marga til sín áður. Við vorum að sjálfsögðu ánægð en þarna skipti greinilega miklu máli markaðssetningin á fundinum.
Hef þurft að melta aðeins þetta með hvernig ég sé sjálfa mig sem gerenda í markaðsstarfi símenntunar. Þetta með að vera meðvitaður um mátt og mikilvægi markaðssetningar í símenntun, er að mínu mati mitt fyrsta skref. Það sem ég ætla fyrst að pæla í, er hvernig ég get séð sjálfa mig, einstakling og móðir með augum markaðssetningar. Ég er sífellt að huga að nýjum leiðum til að sinna foreldrahlutverkinu sem best eftir aðstæðum. T.a.m. passa ég að vera upplýst, tek þátt í foreldrahópum, hvort sem það er í gegnum skólann eða íþróttastarf. Ég vil hafa áhrif sem foreldri, vera í góðum samskiptum við aðra foreldra og kennara og ekki síst að nýta mína þekkingu og reynslu sem gæti nýst öðrum foreldrum án þess að vera í hlutverki besserwisser J
Það er gaman að geta sameinað mikilvægt hlutverk eins og foreldrahlutverkið og svo áhugamál, sem eru uppeldis- og menntamál en til þess að ég geti haft áhrif sem foreldri í stærri hóp, þarf ég að markaðssetja sjálfa mig til að geta haft áhrif og komið skilboðum áleiðis á þann hátt að þau séu áhugaverð, eigi vel við og skilji eitthvað eftir eða nái almennt til annarra. Eins og almennt í markaðsfræðinni, þá er aldrei hægt að ná til allra. Það er eins með mitt hlutverk sem foreldri, hvort sem það eru samskipti mín við börnin eða aðra foreldra, ég get aldrei náð til allra og mér líður betur ef ég átta mig á því og stend frekar með sjálfri mér og mínum málum.