Þóranna útskýrir í blogginu sínu Markaðsmál á mannamáli hvað BRAND þýðir. Hún hefur tekið þá ákvörðun að þýða orðið ekki yfir á íslensku heldur talar hún einfaldlega um BRAND. Henni finnst íslensku orðin ekki ná almenninlega yfir það hvað fyrirbærið BRAND þýðir. Það er nefninlega ekki bara vörumerki eða lógó eða einhver ákveðin tegund af vöru. BRAND er allt það sem fólk hugsar og þær tilfinningar sem fólk finnur fyrir þegar einhver vara (hvort sem það er fyritæki eða þjónusta) er nefnd. Jeff Bezos hjá Amazon útskýrði þetta ágætlega þegar hann líkti þessu við það sem fólk segði um þig þegar þú yfirgefur herbergið.
Brand er ekki það sem við segjum að það sé heldur það sem aðrir segja að það sé. Við getum aftur á móti reynt að hafa áhrif á það hvert brandið okkar verður. Það getum við gert með því að fara í rannsóknarleiðangur og finna út hvert brandið okkar er í dag, hvaða tilfinningar hefur fólk til okkar og hvað hugsar fólk um okkur? Síðan þurfum við að skoða hvað það er sem við viljum að fólk hugsi þegar það heyrir okkur nefnd og taka markviss skref í að færa brandið okkar í þá átt.
Til þess að fara af stað í svona markaðsrannsókn væri hægt að senda út smá könnun til dæmis á póstlistann og spyrja nokkurra spurninga um brandið okkar. Það væri líka sniðugt að senda einhvern sem við treystum út á meðal fólks til að kanna hvaða tilfinningar koma upp hjá fólki þegar við nefnum brandið okkar. Með því að senda einhvern annan að ræða við fólk er líklegra að við fáum bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. Það er mikilvægt að fá að heyra neikvæð viðbrögð frá fólki gagnvart brandinu okkar því þannig getum við reynt að bæta það sem upp á vantar.
Það eru heilmargar spurningar sem við þurfum að velta fyrir okkur og Þóranna varpar eftirfarandi spurningum fram á sínu bloggi.
Hvað viltu að brandið þitt sé? Hvað viltu að fólk hugsi og hvernig viltu að því líði? Hver er munurinn á brandinu þínu í dag og því sem þú vilt að brandið þitt sé? Hvar skilur á milli? Hverju viltu breyta? Hvað er gott og þú vilt halda í og byggja frekar á?
Brand er ekki bara lógó og útlit. Alveg eins og manneskjan er ekki bara fötin sem hún klæðist.
Unnið úr eftirfarandi bloggi Þórönnu, Markaðsmál og mannamáli:
http://blogg.thoranna.is/2014/11/brandid-thitt.html#.VF3GpDSsV8F
http://blogg.thoranna.is/2014/11/hva-er-brand.html#.VF2riTSsV8E