Markaðssetning fræðslu og samskipti

Samkvæmt Kotler,  er markaðsfræðin sú grein sem hefur mest áhrif á velgengni.

Í Seven habits og highly affective people eftir Stephen Covey, nefnir hann einn mikilvægan þátt sem felst í virkri hlustun eða að byrja á því að skilja aðra eða setja sig í þeirra spor, áður en þú vilt að aðrir skilji hvað þú ert að fara eða hvað þú hefur fram að færa. Þarna er verið að skapa mikilvæg gildi sem er virk hlustun og innsæi. Með þessa færni áttu auðveldara með ap fá samstarfsfólk með þér í lið sem er mikill kostur t.a.m. þegar gera þarf markaðsgreiningu og beita SVÓT greiningunni.

Góð samskiptafærni hlýtur undirstaða velgengni í markaðssetningu og ekki síður þegar að kemur að því að fá fólk til að trúa á sig og treysta sér aftur í nám eða að fá fólk á nýtt eða framandi námskeið.

Þegar um námskeiðshald er að ræða þarf kennarinn að vera meðvitaður um þarfir einstaklingsins til að hann geti nýtt eigin reynslu til að finna bestu leiðina til að læra á árangursríkan hátt.  Þarna skiptir máli að velja nálgun við hæfi til að ná fram því besta í námstækni nemandans.

Einstaklingsmiðað nám samkvæmt Aðalnámskrá, á að sjálfsögðu að vera þannig að hægt sé að laga námsefnið að nemendum sem læra á ólíkan hátt og hafa ólíkar þarfir.

Peter Drucker talar m.a. um að hvernig maður læri best felist aðallega í því að reyna ekki að breyta sjálfum sér.  Bæta frekar við og styrkja það sem við þá færni sem við tileinkum okkur eða hentar okkur best. Ég er svo innilega sammála honum þarna.

Þegar kemur að samskiptum í markaðsmálum þá er gott innsæi nauðsynlegt veganesti til að ná til fólks. Það er kúnst að vera mildur en máttugur, eins og Magnús komst að orði, og þar leikur samskiptafærnin án efa stórt hlutverk.

Skildu eftir svar