Á leslista námskeiðsins er bókin Marketing Higer and Further Education eftir Cibbs & Knapp. Bókin er gefin út árið 2002; er tæpar 150 síður í 11 köflum. Hún fjallar um viðfangsefnið út frá breskum og alþjóðlegum vestrænum sjónarhól. Viðfangsefnið er tekið fyrir á hagnýtum forsendum eins og bókin Sigur í samkeppni og bók Kotler & Fox. Eftir að hafa lesið fyrstu fjóra kaflana finnst mér hún sú bók af þessum þremur sem kemst næst því að fjalla um markaðssetningu menntunar eins og hún blasir við í okkar samfélagi, enda er íslenska menntakerfið, enn sem komið er að minnsta kosti, líkara því breska en því bandaríska. Vitnað í Tony Blair í upphafi og áherslu hann á menntamálin í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Mér finnst einnig áhugaverð pæling um fjögur svið þar sem markaðssetning getur nýst í menntun. Í fyrsta lagi vegna þess að námsframboð er mjög fjölbreytt. Í öðru lagi vega flókins félagslegs hlutverks menntastofnanna. Í þriðja lagi vegna vaxandi krafna um hagkvæmni í rekstri og í fjórða lagi vegna þess að nemendur eru upplýstir neytendur þar sem margir undirhópar þurfa mismunandi tilboð. Góð tilraun, finnst mér, til að tengja saman markaðssetningu og menntun án þess að vera með innihaldslausan frasa um að allt sé á markaði.