Twitter

twitter

Twitter er örblogg, örbloggsamfélag eða smáskilaboðavefur í eðli sínu og takmarkast við 140 stafi. Það eru 284 milljónir notenda sem eru virkir í hverjum mánuði. 500 milljónir tísta (e. tweeta) eru send á hverjum degi og 80% af notendum nota aðgang sinn í gegnum síma.

Notendur velja að fylgjast með fólki, fyrirtækjum, miðlum og öðru slíku en þegar notandinn fylgist með þá ertu annars vegar (e. follower) eða einhverjir elta notandann (e. followed). Notandinn þarft ekki að fylgja þeim sem fylgja þér og öfugt.

Notandinn fær skilaboð, tilkynningar, fréttir, auglýsingar og hvað sem mönnum dettur í hug að tísta um. Inn á tístinu er hægt að setja slóða, tögg og myndir. Það er líka hægt að tísta beint á viðkomandi sem virkar eins og skilaboð, ef þú villt koma einhverju til skila. Notandinn fær öll þessi skilaboð frá þeim sem hann fylgir, þannig getur hann valið sér sitt áhugasvið og því sem hann vill fylgjast með.

Sem dæmi þá finnst mér gaman af sundi, til að fá betri yfirsýn yfir allt sem er að gerast í því, þá get ég fylgt ákveðnum sundmönnum sem eru með Twitter, blaðamönnum sem eru mikið að tísta um sund, sundfélögum og öðrum aðilum sem tengjast því á einhvern hátt. Twitter er þá í raun að gefa mér hraðari uppfærslu á því hvað er að gerast í sundheiminum þar sem ég kæmist ekki endilega annars staðar í þessar upplýsingar svo hratt og fljótt. Í allmörgum tilfellum berast fréttir af atburðum fyrst á Twitter, í raun á undan þekktum fréttasíðum. Þetta hefur sést varðandi flugslys, náttúruhamfarir og fleira.

Fyrirtæki nota Twitter fyrst og fremst til að styrkja sambandið við viðskiptavini sína en hinn almenni notandi setur inn allt það sem honum dettur í hug, allt frá því í hvernig nærbuxurnar eru á litin yfir í það segja frá stórum atburðum í lífinu. Hvort sem fyrirtæki eða einstaklingur á Twitter, það sem þú tístir um þarf að vera einfalt, skýrt og skemmtilegt.

12 góð ráð fyrir Twitter notendur

14 leiðir til að nota Twitter í markaðssetningu

 

 

Skildu eftir svar