Persónulegur ritari

Ifttt gefur þér möguleika á að skapa öflugt tengslanet þar sem þessi vefur tengir saman samskiptamiðla og aðrar vefsíður og skipuleggur einfaldar en reglulegar aðgerðir á netinu, allt eftir því hvað hentar þér og þinni starfsemi. Tengir saman stafræna notkun til að einfalda vinnuna fyrir þér. Möguleikarnir eru nánast endalausir.
Sjálfstýring (automation) hentar ekki alltaf þegar kemur að markaðssetningu en í þessu tilfelli þá kemur hún sér mjög vel enda skipulagið og utanumhaldið eins og best verður á kosið.

Eftirfylgni og áminningar er það sem IFTTT getur séð um fyrir þig með því að minna á þá vefmiðla sem fyrirtækið gæti notið góðs af . Áminning um virkni á þeim vefmiðlum eða vefsíðum getur komið sér vel.
Content marketing heldur áfram að rúlla þar sem að IFTTT heldur virkninni og eftirfylgninni á lofti.
Getur minnt þig á nýjar upplýsingar og verða á undan samkeppnisaðilum og haft þannig vinninginn
Sparar millilendingar og auka spor á netinu og getur séð t.d. um að skipuleggja bloggpóstana.
Aðstoðar skipulega við að finna réttu viðskiptavinina. Þar sem IFTTT virkar eins og persónulegur ritari, þá hefur þú orðið tíma og færi á að vera fjölhæfari og einbeitt þér betur að öðrum hlutum.
Í rauninni er þetta það mikil þjónusta fyrir þig að eina sem þú þarft að huga að er að vera skapandi. Með þessu verkfæri skapast tími til að gefa skapandi hugsun meira rými.

Skildu eftir svar